Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 13
RÖKKUR
173
Úr harmsögu belgisku konungs-
fjölskyldunnar.
örlaganornirnar eiga það til stundum, að vega
eigi aðeins tvisvar, heldur oft í sama knérunn,
og hefur það sannazt á belgisku konungsfjölskyld-
unni. Belgíumenn hafa átt því láni að fagna, að
eiga konunga, sem voru ríkir að mannúð, mikil-
hæfa menn á marga lund og mikla glæsimenn, hæg-
láta og virðulega. Þetta má í rauninni allt með full-
um rökum segja um þá báða feðgana, Albert heit-
in konung, sem reyndist sannur þjóðarleiðtogi og
hlaut hylli allrar þjóðarinnar, ást hennar og aðdá-
un, á hinum miklu þrengingarárum heimsstyrjald-
arinnar fyrri og Leopold, sem eftir hið sviplega frá-
fall hans, tók við völdum sem Leopold III. Leo-
pold virtist hafa öll skilyrði til þess að verða þjóð
sinni leiðtogi slíkur sem faðir hans var. Hann naut
einnig ástar, aðdáunar og virðingar þjóðar sinnar
allt fró blautu barnsbeini, og á styrjaldarárunum,
er hann var kominn á unglingsár, dvaldist liann
með föður sínum í herbúðum og á vígstöðvum. En
miklar raunir biðu hins unga og glæsilega kon-
ungs, og það átti fyrir honum að liggja, að vera
fluttur seni fangi í óvinaland, og eru um það allt
fáar áreiðanlegar fregnir fyrir hendi enn sem kom-
ið er, og engan dóm er hægt upp að kveða með
. neinni sanngirni um framkomu Leopolds í þessari
styrjöld, og víst má telja, að margt eigi eftir að
koma fram, sem leiðir í ljós, að þeir, sem rcynt hal'a
að grýta hann varnarlausan, vissu eigi hvað þeir
gerðu. Sú er að minnsta kosti skoðun mikilhæfra
manna, sem vegna öryggis konungs og af öðrum
ástæðum, verða að láta það kyrrt liggja, sem gerð-
ist, og fæstum er um kunnugt enn sem komið er.
* Belgiska þjóðin vottaði Lcopold mikla samúð í raun-
um hans, en hinum unga konungi var og vottuð