Rökkur - 01.06.1945, Page 16

Rökkur - 01.06.1945, Page 16
176 RÖKKUR á ferð í Goma, kleif hann eldfjallið Nyamlagira, sem er á fjórða þúsund metra. En hann beið bana, er hann var að klífa klettatind, sem var aðeins nokkur hundruð metra. Þann 17. febrúar 1934 átti Alhert konungur að koma opinberlega fram þá um kvöldið í Brússel, en snemma morguns datt það í hann, þar sem hann liafði allmargar frístundir til frjálsra nota, að hressa sig upp á því, að dveljast um stund undir beru lofti. Snæddi hann árbít fyrr en vanalega og lagði af stað í einni bifreið sinni, ásamt tryggum þjóni, Yan Dyck, og brátt óku þeir hratt eftir þjóðveginum til ljómandi fagurs smáþorps, Marche-les-Dames, er liggur við rætur hinna skógi þöktu Ardenne-hæða, um 8 kílómetra frá Namur. Alpaklúbburinn belgiski hafði um nokkra liríð hvatt menn til þess að fara í fjallgöngur í Belgíu, og enginn studdi félagið í þessari viðleitni af meiri áhuga en Albert konungur. 1 þetta sinn ákvað hann að klífa klettatindinn Vorneille á bökkum Meuse, en tindur þessi er að- eins um 80 metra hár. Tindur þessi er þó alls ekki auðklifinn, vegna þess að viða er sandsteinn og fótfestan víða óörugg. Ekki er þó hægt að segja, að það geti áhættu- samt talizt fyrir jafn vanan fjallgöngumann og kon- ungur var, að klifa þennan tind. En þarna var fyrirtaks tækifæri fyrir fjallgöngu- mann, sem hafði lítinn tíma til umráða, að svala fjallaþrá sinni. Etgefandi: Axel Thorsteinson Verð árg. 10 kr. Gjalddagi 1. mai ár hvert. Afgreiðsla: Rauðarárstíg 36. Opin kl. 1—3. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.