Rökkur - 01.06.1950, Page 1

Rökkur - 01.06.1950, Page 1
R Ö K K U R ALÞYÐLEGT mánaðarrit STOFNAÐ I WINNIPEG 1922 XXVI. árg. Reykjavík 1950. 2. h. ARFLEiÐ ÓTTANS SKÁLDSAGA EFTIR GARNETT WESTON. Duff Catleigh hafði verið einn á gangi um stund á far- þegaþilfari „Princess Margaret“. Hann var vanur sjóferð- um, en þessi fimm klukkustunda sjóferð var of löng, að honum fannst, til þess að geta vanizt öllum þeim breyt- ingum, sem jafnan er um að ræða, þegar menn leggja í ferðalag á sjó. Hann var sannast að segja dauðleiður á öllu og um leið og hann nam staðar á hléborða, hugsaði hann eitthvað á þá leið, að hann yrði þeirri stundu fegn- astur, er þessu ferðalagi væri lokið. Sjógangur var ekki mikill, en það gustaði allmikið, er skipið brunaði áfram meðfram hinni dularfullu strönd Norðvesturlandsins. Honum fannst ósjálfrátt, að stefnt væri beint á haf út — Kyrrahafið, en eftir kortinu að dæma voru framundan eyjar margar, til að sjá sem tangi, sem skagar langt í sjó út. Og þessar eyjar sumar töldust ekki til smásmíða náttúrunnar. Hin stærsta þeirra -s'ar um 500 kílómetrar á lengd og þangað ætlaði hann. Þar voru fjöll og dalir, ár og skógar. Þama var endastöð á ferðalagi, sem hann alls ekki hafði ætlað sér að fara í. Hann minntist þesss, er hann lagði friá sér einkennis búninginn sinn að aflokinni seinustu heimsstyrjöld, að hann hafði heitstrengt að fara aldrei úr landi framar — 4

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.