Rökkur - 01.06.1950, Side 2

Rökkur - 01.06.1950, Side 2
50 R Ö K K U R heldur dveljast það sem eftir væri ævinnar heima í Banda- ríkjunum. Hann var meðeigandi í viðskiptafyrirtækinu Callender og Catleigh, og þar sem hann var yngri en hinn aðaleigandinn, lenti það jafnan á honum, að ferðast í viðskiptaerindum til annarra landa. Hann hafði ferðazt um mörg lönd —- og hafði fengið sig fullsaddan á ferða- lögum í öðrum löndum. Það var ekki ár liðið frá því er hann strengdi þetta heit. Nú hafði hann rofið það. Hann hallaði sér fram á borð- stokkinn og minntist þess, er Callender fékk hann til þess að rjúfa það. Callender hafði lagt fast að honum. „Við verðum blátt áfram að fá eitthvað til þess að selja,“ sagði hann. „Við höfum ekld fengið neití af göml- um húsgögnum og munum frá meginlandi Evrópu og. Englandi árum saman, og eigum ekki von á neinu, en höfum hinsvegar nóg af allskonar drasli frá Nýja Eng- landi og Suðurríkjunum, sem enginn vill líta við lengur — að ógleymdu því, sem við höfum fengið frá Mexico, og enginn kærir sig um framar. Eg skammast mín fyrir að hafa þetta á boðstólum. Við verðum að ná í eitthvað, sem fólk gerir kröfu til, að við höfum á boðstólum.“ „Já, þú hefir kannske rétt fyrir þér, en —“ „Eg veit hvar við getum fundið nóg af gömlum ensk- um munum — og mér liggur við að segja, að það sé eins og beðið hafi verið eftir því, að við kæmum að sækja þá. Og hvar heldurðu að þetta sé geymt? Á eyjunum vestur af British Columbia (vestasta fylki Kanada). Hug- leiddu hve ævintýralegt það væri að leita þar — og finna — kannske á einhverjum hanabjálka eða í hlöðu, dýrindis húsmuni frá 16. öld. Við verðrnn að bjarga þessum mun- um frá eyðileggingu. Við getum ekki beðið Hvenær ætl- arðu að leggja af stað?“ „Eg fer ekki,“ sagði Catleigh. „Aldrei.“ En það var eins og hann heyrði óm langt í fjarska, eins og veikt kall herlúðurs. Það var eitthvað dularfullt, heill- andi við þetta, að ferðast á þessar norðlægu slóðir, og leita að gömlum gripum. Hann fór heim og bjó sig til fe;rðar.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.