Rökkur - 01.06.1950, Page 4

Rökkur - 01.06.1950, Page 4
52 RÖKKUR eftirtekt. Hann kunni þvi ekki vel, að svo skyldi vera. Það fór eins og smáhrollur um hann og hann gerði sér ljóst, að það var orðið langt liðið á daginn, og að á þess- um norðlægu slóðum mundi dimma snemma um þetta leyti árs, en komið var fram i nóvember. Hann sneri sér við og ætlaði að ganga út aftur, en komst þá hvergi, því að maður nokkur hafði tekið sér stöðu þar, og hallaði sér fram á borðstokkinn. „Fagurt á að horfa?“ sagði maðurinn í spumarhreim og benti á ljósin á ströndinni. Catleigh samsinnti því og beið eftir því, að maðurinn viki til hliðar, svo að hann gæti komizt leiðar sinnar. Maðurinn horfði á hann sem snöggvast íbygginn á svip. „Þér eigið ekki heima á eynni,“ sagði hann. Þetta var sagt í þeim tón, sem væri það yfirlýsing en ekki spurning. Maðurinn kinkaði kolli. „Eg er eyjaskeggi — og eg sé alltaf muninn. Við emm, ef svo mætti — jæja — látum okkur ekki allt fyrir brjósti brenna, sumir hverjir, og — okkur er ekki um ókunn- uga.“ Maðurinn hló við stutt og kaldranalega. Catleigh horfði á hann af nokkurri forvitni. Hann bar barðastóran hatt á höfði og var í regnkápu, og hvorttveggja slitið nokkuð, en þrátt fyrir það benti ekkert til, að þetta væri maður úr alþýðustétt, sem hefði sagt þetta án nokk- urs sérstaks tilgangs. Augun voru hvöss, en tillitið all- flóttalegt stundum. „Það er víst bezt, að eg fari að tína saman pjönkur mínar,“ sagði maðurinn. „Við leggjum að þá og þegar.“ Hann stakk hendinni í jakkavasa sinn. „Hérna er nafnspjaldið mitt. Eg heiti Temple Moxx — og er lögfræðingur. Litið inn til mín, ef þér viljið, og við snæðum hádegisverð saman í klúbbnum.“ Catleigh var hinn kuldalegasti og fyrirvarð sig fyrir það. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann. „Eg heiti Catleigh.” „Frá New York,“ sagði herra Moxx. „Verið ekki hissa á því, að eg fullyrði þetta. Fötin yðar, sniðið — þau hafa

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.