Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 5

Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 5
RÖKKUR 53 verið saumuð hjá góðum klæðskera í New York. Verið þér sælir, herra Gatleigh.“ Catleigh horfði á eftir Moxx þessum, sem var allþrek- legur, þar til hann hvarf i grennd við káetur miðskipa. Ekki var honum um mann þennan, — fannst eitthvað grunsamlegt við liann og framkomu hans. Hann fór nú að virða fyrir sér þokkaleg liús, sem stóðu við götur, sem lágu þráðbeint upp frá sjónum. Hafnargarðar blöstu við og allt í einu var sem hlið opnaðist — það var hafnar- mynnið — skipið sveigði að opinu og blásið var snöggt í eimpipuna, en þegar eimpípublásturinn þagnaði kvað við klukknahljómur, sem lét Catleigh vel í eyrum. Honum fannst eitthvað dásamlegt við hann i rökkurkyrrðinni. Þetta vakti minningar frá Evrópu — hinum „gamla heimi“ — og hann komst í gott skap. Hann fór nú að hugsa um það, að tími væri til þess kominn, að fara að sýsla um töskur sínar. Þegar hann kom niður voru göngin í "farþegarýminu auð, en meðan hann var að þreifa um vasa sinn eftir lyklinum að káetu- dyrum sínum, opnuðust dyr nokkru innar. Hann lieyrði karlmannsrödd og greiriilegt var, að sá er mælti var reið- U- eða óánægður yfir einhverju. Hann heyrði og að kven- maður svaraði honum, í nokkrum fyrirlitningartón, en eigi gat hann greint orðaskil. Maður nokkur kom út úr káetunni og hafði hraðann á, en virtist stara á einhvern inni i káetunni um leið og hann kom út. Allt í einu sá Catleigli greinilega framan í manninn. Þetta var þá herra Moxx, sem nú brosti út undir bæði eyru. Hann brosti, en lvonum fannst frekar gæta úlfúðar en velvildar í svip hans. „Kannske eg komi þá til gistihúss yðar, að miðdegis- verði loknum,“ sagði hann. „Ef til vill getum við —“ „Nei,“ var svarað. Dyrnar lokuðust skyndilega. Moxx rétti fram hönd sina eins og hann ætlaði að ýta inn hurðinni. Catleigh flýtti sér inn í káetu sína. Nokkrum augnablikum síðar var gengið þungum skrefum fram hjá káetudyrum hans. Renndi hann grun í, að þarna væri reiður maður á ferð. Catleigh smeygði sér úr jakkanum og burstaði skóna

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.