Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 13

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 13
R 0 K K U R 61 ast hann. Enginn virtist nálægur, svo að hann færði sig nær lienni, og kallaði lágt: „Ert það þú, Etta?“ „Uss,“ heyrði hann hvislað. „Látið ekki neinn koma auga á yður, herra Moxx.“ Hún hljóp niður á bryggj una léttilega og beið þar. Moxx hikaði snöggvast. Fiskibátur mannlaus að þvi er virtist, var bundinn við bryggjuna. Bátui'inn var ljóslaus. Er hann hikaði leit hún upp aftur og benti honum að koma. „Flýtið yður,“ sagði hún, „mín verður saknað heima.“ Moxx hikaði ekki lengur. Hann hi’aðaði sér niður á bryggjuna en honum til mikillar undrunar var það ekki Etta, sem þar var fyrir. „Hver eruð þér?“ spurði liann. „Eg hélt þér væruð Etta.“ „Etta gat eldd komið,“ svaraði stúlkan. „Eg er vinstúlka hennar.“ Hún færði sig nær honum og ilmvatns- og smyrslaangan barst að vitum hans. Hún lagði hendurnar um liálsinn á honum og það var komið fram á varir hans að segja við hana: „Þetta megið þér ekki gera — einhver gæti séð til okkar.“ En í þessum svifum heyrði hann eittlivert þruslc fyrir aftan sig og grunaði, að hætta væri á ferðum. Hann varð óttasleginn og ætlaði að líta um öxl, er strigapoki var dreginn á höfuð honum. Hann rak upp óp, sleginn ótta. Með því að beita öllu afli tókst honum að hrista af sér árásarmennina og rauk af stað í blindni. En þeir náðu honum þegar. Hann barði frá sér eftir beztu getu, en svo var honum greitt högg á höfuðið, og hann lxneig niður meðvitundarlaus. Þegar hann vaknaði lá hann enn með höfuðið inni í pokanum. Hann lieyrði, að hreyfing var á vélbátnum. Hann staulaðist á fætur og reif strigapokann af höfði sér. Maður nokkur nálgaðist hann. Moxx flýði sem fætur toguðu og óttaðist, að sér yrði veitt eftirför. Hann hafði lilaupið drjúgan spöl þegar hann gerði sér Ijóst, að hann

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.