Rökkur - 01.06.1950, Page 14
62
R Ö K K U R
hafði óttast fótatak sjálfs sín. Einhversstaðar í fjarska,
úti á höfninni, heyrði hann dvínandi vélarhljóð fiskibáts-
ins. Hann hallaði sér upp að steinvegg og reyndi að kasta
mæðinni.
Nú varð hann þess var, að hann hafði týnt hattinum
sínum — og hann mundi vel, að uppliafsstafir hans voru
á svitahandinu. Moxx bölvaði i hálfum hljóðum. Hann
yrði að snúa við og leita lians. Meðan hann íhugaði málið
og reyndi að stappa í sig stálinu til að fara og leita að
hattinum, varð liann var manna i nánd við ljósker skammt
frá efsta þrepinu á tröppunum. Nú gerði hann sér grein
fyrir, að þar kymii að vera maður sá, sem kallað hafði
til hans, — og að þessum manni mundi hann eiga það
að þakka, að hann slapp úr lclóm árásarmannanna. Hann
var enn skelkaður og hugsanir hans allmjög á ringulreið.
Hann vildi fyrir alla muni ná aftur í hattinn. En umfram
allt var mikilvægt fyrir hann að fá vitneskju um hvers
vegna á hann hefði verið ráðizt. Var hugsanlegt, að ein-
hver vissi hvers vegna hann hafði gert sér ferð á hendur
til Seattle — og vissi hvað hann hafði verið að reyna að
fá írsku stúlkuna til þess að fallast á? Hann liratt þessari
hugsun frá sér — og þó hafði honum í svip runnið kalt
vatn milli skinns og hörunds af tilhugsuninni um, að
einhver vissi þetta. Hann huggaði sig við það, að aðeins
hann og Hambly gætu nokkuð um þetta vitað. Sennilegast
var, að einhver kínverskur piltur vildi hefna sin á honum,
fyrir að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Ettu.
Hann burstaði óhreinindin af fötum sínum, deif vasa-
klút í sjóinn og lagði við skeinu, sem hann hafði fengið
á höfuðið. Ef hann nú aðeins gæti fundig hattinn og
komizt heim, án þess að til ferða hans sæist, skipti kann-
ske Iitlu um það sem gerzt hafði, og vissulega mundi hann
fa^a gætilegar framvegis. Hann áræddi að snúa við og
leita að hattinnm. Hann gekk hægt og rólega. Augu hans
voru farin að veniast dimmunni. En hvergi gat hann séð
manninn. Kannske liafði hann dottið i sjóinn. Hann kveikti
á eldspýtu, er hann fikaði sig nær sjónum, — kannske
var hatturinn á floti þarna nálægt.