Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 15

Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 15
RÖKKUR 63 „Eruð þér að leita að einhverju?“ var allt í ednu spurt. Moxx varð svo bilt við, að við lá, að hann hentist áfram og út í sjóinn. Hann sneri sér við dauðskelkaður. Hann sá lögreglumann hallast fram á steinvegginn fyrir ofan. Moxx bölvaði i hljóði. „Ó, lögregluþjónn,“ sagði hann og reyndi að mæla í léttum tón, og vingjarnlega, „eg —- eg týndi hattinum minum.“ Lögregluþjónninn geldi hægt niður tröppurnar. Hann beindi vasaljósi sínu að andliti Moxx. Moxx gramdist þetta og sagði: „Þetta megið þér ekki gera.“ „Afsakið, herra minn. Herra Moxx, er ekki svo?“ sagði lögregluþjónninn og slökkti ó vasaljósinu. Þegar Moxx gat ekki leynt, hver hann var, kom þegar á liann bragur hins „betri borgara“ og hann sagði með sjálfsvirðingarlireim í röddinni: „Já, eg týndi hattinum mínum. Kannske þér gætuð lijálpað inér að finna hann, lögreglnþjónn, Þér hafið vasaljós.“ „Er jiað þessi?“ spurði lögregluþjónninn og beindi vasaljósinu að þvældum hatti, sem hann hélt á í hendinni. Moxx þekkti undir eins hattinn, en lét sem hann væri í vafa og skoðaði hattinn vandlega. „Það er hatturinn minn,“ sagði hann loks, raunamædd- ur á svip. Hvar funduð þér hann?‘ „Hérna fyrir ofan tröppurnar.“ „Þarna uppi — hvernig —?“ „Já, herra. Bezt, að þér vilduð segja mér allt af létta, herra Moxx.“ Moxx hugsaði hratt. Maðurinn, sem komið hafði hon- um til hjálpar hlaut að hafa fundið hattinn og farið með hann þarna upp. „Jæja, lögregluþjónn. Eg verð víst að vera hreinskilinn. Það var ráðizt á mig.“ „Ah, ræningi ef til vill?“ „Já, eg heyrði einhvern kalla á hjálp hérna niðri. Eg hélt, að einhver hefði dottið í sjóinn og hljóp niður tröpp-

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.