Rökkur - 01.06.1950, Síða 16

Rökkur - 01.06.1950, Síða 16
64 RÖKKUR urnar. Þiá var eg sleginn í höfuðið. Eg mun hafa misst meðvitund sem snöggvast. Þegar eg raknaði við var mað- ur að leita í vösum mínum. Eg spyrnti á móti og kallaði á hjálp. Hann hristi mig af sér — og — eg býst við, að eg hafi staulazt á fætur og tekið til fótanna. Eg hljóp nokkura tugi metra, en er eg sannfærðist um, að enginn veitti mér eftirför, fór eg að leita að hattinum.“ „Aha. Sáuð þér framan í ræningjann, herra?“ „Nei, því miður. Það var svo mikill asi á mér.“ „Eðlilega, lierra eins og ástatt var. Veittuð þér því at- hygli, hvei'nig maðurinn leit út?“ „Nú, eg lield, að hann hafi verið hærri en eg. Og hann var i einhvers konar regnverju.“ „í ljósum lit?“ „Eg hyggi svo, en er ekki viss um það.“ „Eg skil það mæta vel. Þér segið, að yður hafi verið greitt höfuðhögg?“ „Já.“ „Lofið mér að sjá.“ Enn var lögregluþjónninn með vasaljósið á lofti. „Já, þarna er skeina.“ Hann snerti hana með fingrinum. „Æ,“ sagði Moxx og kveinkaði sér. „Þér ættuð að láta athuga þetta. Kanske þér komið með mér. Varðstofulæknirinn getur litið á sárið.“ „Nei, nei, hafið engar áhyggjur af þessu. Eg síma til læknis míns, þegar eg kem heim.“ Hann lagði af stað, en lögregluþjónninn gekk með hon- um nokkur skref. „Það er augljóst, að þér hafið verið sleginn niður. Fötin yðar eru óhrein.“ „Það er hægt að hreinsa þau. Þakka yður fyrir að finna hattinn minn. Nú verð eg að komast heim. Góða nótt, lögregluþjónn.“ „Góða nótt, herra.“ — Piparsveins-íbúð Moxx var í byggingu, sem nefndist ,,Thunderbird Arms“ í nokkurri fjarlægð frá gangstétt- inni, umkringd furutrjám, sedrus- og hlyn-viðum. Beggja i

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.