Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 18

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 18
66 KÖKKUR Lingh Phi setti fyrir hann stól, með óþarflega miklum hávaða. Hambly Imeig niður í sætið. „Lofið okkur að vera einum, Lingli Phi,“ sagði hann stuttlega og i skipunartón. Þegar Lingh Phi var ávarpáður þannig hlýddi hann tafarlaust. En Moxx var ekki í neinum vafa um, að Lingli Phi mundi leggja við hlustirnar og gaf félaga sínum hendingu um að tala lágt. „Hvað er að, Hambly, — liefir nokkuð komið fyrir?‘‘ „Við höfum verið ræntir!“ „Ræntir — og hverju var rænt?“ „Engu,“ var hið furðulega svar, og Moxx gat ekki varist þeirri hugsun, að Hambly væri eitthvað ruglaður. „Það var brotist inn í skrifstofurnar — liurðin brotin og jafnvel lásinn, og inni í skrifstofunni var allt á tjá og tundri.“ „En engu síolið?“ „Engu stolið — en dálítið skilið eftir.“ „Hvað var það?“ „Þetta — Þessi ryðgaði veiðihnífur. Honum var stungið í plötuna á skrifborði þínu -— notaður sem nagli, til að festa þar bréf eða orðsendingu. Hérna er það.“ Hann rétti Moxx gulleitan miða, sem hann las með mik- illi athygli. Á miðann var skrifað: „Forðist að koma til Clonaleur — ella munuð þér láta lífið þar!“ „Hver fann þessa orðsendingu?“ „Eg fann hana.“ „Hefir lögreglan séð miðann?“ „Nei. Eg þorði ekki að gera henni aðvart um bréfið — taldi óheppilegt, að hún kæmist á snoðir um fyrirætlanir þínar um Clonaleur.“ „Einhvern grunar eitthvað,“ sagði Moxx. „Og peninga- skápurinn?“ ,,,Hann var opinn.“ „Og Clonaleur-skjölin?“ „Eg get ekki séð, að neitt vanti. En þau voru ekki í réttri röð. Vafalaust hafa þeir lesið þau.“ i

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.