Rökkur - 01.06.1950, Page 21

Rökkur - 01.06.1950, Page 21
H Ö K K U R 69 ,J["g mun bægja henni frá — einhvern veginn. Eg sagði henni, að gamli maðurinn væri svo hættulega veikur, að engiim mætti koma á fund hans. Geti eg haldið henni i Port Albert viku til hálfs mánaðar tíma —“ „Nú — og ef þér tækist það?“ „Gamli maðurinn getur hrokkið upp af.“ „En geri hann það nú ekki?“ „Fari í helvíti,“ sagði Moxx af engri þolinmæði, „hér er um hálfa milljón dollara að ræða, — þú heldur þó ekki að eg láti stelpu koma í veg fyrir, að mér heppnist að klófesta hana.“ Hambly horfði á hann fast og lengi. „Það er eitthvað sem veldur þér áhyggjum, Moxx,“ sagði liann. „Segðu mér hvað það er.“ „Eg hefi engar áhyggjur af neinu,“ sagði Moxx og roðn- aði. „Gamli maðurnn hefir ekkert að hfa fyrir, síðan mér — jæja, sleppum því. Hann er hættur að þráast.“ „Ekkert að lifa fyrir, siðan þér tókst að sannfæra hann um, að hann ætti engan ættingja á lífi á írlandi?“ „Þú getur orðað það þannig, ef þú vilt,“ sagði Moxx ólundarlega. „Þegar þú gerðir það, Moxx, var það í raunnni hhðstætl morði. Þú tókst frá honum löngunina til að lifa.“ „Hættu þessari vitleysu. Ef eg hefði sagt honum frá stúlkunni hefði hann lagt á ráð til þess að bjarga eigninni handa henni. Gert erfðaskrá og þar fram eftir götunum. Málið stendur þannig, að honum er sama hvernig allt velk- ist. Hann lét mig fá plaggið, svo að eg hefði eitthvað í höndunum, vegna áfallinna gjalda af eigninni, sem eg greiddi. Eg þarf ekki að gera neitt nema hindra stúlkuna í að komast á fund hans. Stúlkan hefir ekkert vit á verð- mæti skóglemhs vegna timbursölu og það verður auðvelt að sannfæra hana um, að eignin sé einskis virði. Eg hefi náð i mann hl þess að semja skýrslu um eignina, sem mun sannfæra hana um þetta. Hún tekur það, sem eg réth að henni, og fer heim. Sannaðu til.“ „Þú reyndir allt þetta bréflega, en samt kom hún,“ svaraði Hambly þurrlega.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.