Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 23

Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 23
ROKKUR 71 mannsins. Enginn nema eg og læknirinn. Þegar þetía mis- tókst reynir þessi maður að fara aðra leið. Eg er umboðs- maður O’Donnells. Hann fremur innbrot, rannsakar öll þau gögn, sem hann finnur, og skilur eftir þessa heimsku- lega hótun, í von mn að eg verði hræddur og hætti við á- form mín. Svo ætlar hann sér að ná hagstæðum samning- um við okkur — eða fyrir milligöngu okkar. Nei, þökk. Eg læt ekki beita mig slíkum bófabrögðum. Þegar eg hefi komist að raun um hver þarna er að verki skal eg leika bann svo, að hann mun eftir Temple Moxx.“ í sömu svifum heyrðist bjölluhringing í eldhúsinu. „Hver þremillinn,“ sagði Moxx og lagði frá sér gaffalinn. „Hver getur þetta verið?“ Þeir lögðu við hlustirnar. Ling Phi tifaði fram i for- stofuna. Þungt fótatak heyrðist og borðstofudymar opn- uðust. 1 dyragættinni stóð hár og þrekinn lögregluþjónn, svo fyrirferðarmikill, að hann næstum fyllti gættina. Moxx þekkti hann þegar — og fór ekki að verða um sel. Fyrir aftan hann stóð hávaxinn, grannur ungur maður, í Ijósleitum regnfralcka, herra Duff Catleigh, frá New York. „Gott kvöld, herra Moxx,“ sagði lögregluþjónninn bros- andi. „Eg kom aðeins til þess að spvrja nokkurra frekari spurninga varðandi þetta, sem við töluðum um niðri við höfnina.“ „0,“ sagði Moxx eins og viðutan. Hann hafði talið vist, að það mál væri útkljáð. Hann revndi að brosa. „Það er einkar vinsamlegt af yður, lögregluþjónn,“ sagði hann. „Gerið svo vel og fáið yður sæti.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði lögregluþjónninn, nokkuð drýgindalega, að þvi er Moxx fannst. Lögregluþjónninn lagði frá sér lijálminn og tók upp dálitla vasabók. „Nú, herra minn, þér sögðuð, að árásarmaðurinn hefði verið hávaximi, nokkru hærri en þér, klæddur ljósleitum regnfrakka. Þekkið þér þennan mann, heri’a?“ Moxx var sem steini lostinn. Duff Catleigh horfði á hann kuldalega. „Þetta er allra viðfeldnasti bær, sem þér eigið heima i,

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.