Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 25

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 25
R Ö K K U R 73 um. Nokkrum mínútum síðar varð á vegi núnum maður nokkur, sem kvaðst heita Duff Catleigh frá New York, og spurði til vegar til gistihússins. Hann fór sömu leið og herra Moxx. Kl. 6.22 er eg hafði lokið skyldustörfum mín- um á hafnarbryggjunni lagði eg leið mína eftir bökkunum. Þóttist eg þá heyra vein, óljóst. Eg lagði við hlustirnar, en heyrði ekkert frekara. Þegar eg gekk niður tröppur sem liggja að lítilli timburbryggju varð eg einliverrar hreyfing- ar var. Eg bedtti vasaljósi mínu og sá herra Catleigh og skipaði honum að koma til min. Hann gerði það og er hann kom sá eg, að liann hélt á hatti í hendinni, og var þó með hatt á höfðinu sjálfur. Hann skýrði svo frá, að nokkrir menn hefðu verið að gera tilraun til að þvinga mann nokkurn til þess að fara út í fiskibát við brvggjuna. Hann hrá við og fór manninum til lijálpar. Á leiðinm niður tröppurnar datt herra Catleigh. Þegar hann reis á fætur voru árásarmennirnir flúnir. Hann kvað þá hafa verið Kinverja. Maður sá, sem þeir höfðu ætlað að nema á brott, lá á bryggjunni. Herra Catleigh sagði, að maðurinn hefði svipt poka af höfði sér, og tekið til fótanna. Hann tók hann upp og var að skoða hann, þegar eg kom og yfirheyrði hann. Eg taldi svör hans ófullnægjandi, en siá ekki ástæðu til að hefta ferðir hans, eins og sakir stóðu og leyfði honum að fara.“ Löngu áður en lögregluþjónninn var búinn að lesa þetta upp úr vasabók sinni var Moxx farinn að liugsa hratt. Hann hafði sagt, að aðeins einn maður hefði ráðist á sig. Catleigh sagði að þeir hefðu verið margir — og kínverskir. Moxx gerði sér Ijóst, að lygar hans sjálfs höfðu komið honum í vanda. ,,Yiljið þér breyta framburði vðar?“ spurði lögreglu- þjónninn. Moxx yppti öxlum eins og sá, sem biðst vægðar. „Eg verð víst að segja allt af létta, lögregluþjónn," sagði hann. ,,Eg — eg var víst naumast með sjálfum mér fyrst i stað, eftir að þetta gerðist. Eg fékk högg á höfuðið og —“ „Þér eruð þá sammála herra Catleigh um það, að margir menn hafi staðið að árásinni ?“

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.