Rökkur - 01.06.1950, Page 33

Rökkur - 01.06.1950, Page 33
R O K K U R 81 sinn. Forsalurinn var rúmgóður. Þar logaði eldur á arni. Þar voru borð og hægindastólar á við og dreif, svo að menn gætu setið þar í makindum, lesið blöð, reykt og rabbað saman í næði. Catleigli fór gegnum forsahnn inn í borð- salinn. Þar var þykk ábreiða á gólfi, eins og í forsalnum, og lýsingin einkar viðfeldin, hvergi of bjart. Hann settist við Htið borð nálægt glugga, sem vissi að bökkunum. Þegar Catleigh hafði lokið miðdegisverði sínum og var að drekka kaffið var hann kvaddur í síma. „Afsakið mig,“ sagði þjónninn sem kom til hans þess- ara erinda, „þér eruð herra Catleigli, er ekki svo?“ „Já.“ „Það var hringt til vðar frá New York. Viljið þér tala í sima hér?“ „Já.“ Þjónninn sótti færanlegan talsíma og tengdi hann við skiptiborðið frammi. Catleigh tók heyrnartólið. „Herra Catleigh?“ var sagt. „Já.“ „New York er hér. Andartak, herra.“ Hann beið af nokkurri óþolinmæði og hugsaði um hver það gæti verið þar, sem vildi hafa tal af honum á þessum tíma dags. En þá hljómaði allt í einu rödd Callenders fé- laga hans furðu skýrt, þrátt fyrir þá órafjarlægð sem milh þeirra var. Catleigh var þvi feginn að heyra í honum, fannst sem þeir væru nálægt hvor öðrum aftur. „Halló, Duff. Ert það þú?“ „Callender, í hamingju bænum, er nokkuð að?“ „Er nokkuð að hjá þér, Duff?“ „Hjá mér? Nei, allt í bezta gengi. Hvað er um að vera?“ „Eg hefi haft áhyggjur af þér. Eg vona, að þú haldir ekki að eg sé orðinn ruglaður.“ „Af liverju hefirðu haft áhyggjur af mér?“ Callender virtist hika, því að ekkert heyrðist í bili, en loks mælti hann, næstum í afsökunartón: „Það var hringt til mín hér i New York. Um þig. Eg geri ráð fyrir, að hér hafi aðeins verið um glettur að ræða. 6

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.