Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 37

Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 37
ROKKUR 85 framan stúlkuna og brosti. Brosið var viðfeldið, hugsaði Catleigh. „Ungfrú 0’Donnell?“ „Já, maður minn. Gerið svo vel að setjast. Eg þarf að spyrja yður um stað nokkurn. Og það er til þessa staðar, sem eg ætla að biðja yður að aka mér.“ Catleigh sá, að bifreiðarstjórinn varð undrandi á svip. en er hann settist gat hann ekki séð framan í hann. „Hvaða staður er þetta?“ „Segið mér, þekkið þér stað, sem nefnist Clonaleur?“ „Já, ungfrú, það geri eg.“ „Hugsið nú aðeins um — Clonaleur. Hve langt er þang- að?“ „Það er um 50 kílómetra vegarlengd.“ „Það er ekki umræðuvert. Eg hefi gengið lengra. Viljið þér aka mér þangað og hingað aftur — í kvöld“ „Eg er ekki viss um, að eg geti það, ungfrú.“ „Hvers vegna ekki?“ „Vegirnir, ungfrú. Fyrstu 30 kílómetrana er upphleypt- ur vegur, líkur þeim, sem algengir eru hér á evnni, en svo er bersvæði —- vegleysur.“ „Það er furðulegt — vegleysur?1' „Það er timburflutningavegur, sem notaður er, þegar færð er góð, en eg veit ekki hvort liann er opinn til um- ferðar nú.“ ,,En þá getum við gengið þennan spotta — þér eruð ekki smeykur við það?“ Maðurinn hló kyrlátlega — og var ánægjuvottur í röddinni. „Nei, ungfrú.“ „Þér kannist við Clonaleur, skilst mér. Segið mér frá þvi.“ „íveruhúsið er stórt.“ „Svo sem gera mátti ráð fyrir,“ sagði stúlkan. „Stórt hús, mjög afskekkt. Eg sá það tvisvar, þegar eg var drengur. 1 fyrra skiptið fór eg þangað í kænu, — í seinna skiptið höfðum við byssu meðferðis. En við græddum ekkert á þessu ferðalagi.“

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.