Rökkur - 01.06.1950, Page 41

Rökkur - 01.06.1950, Page 41
RÓKKUR 89 komið að eða inn i Clonaleur-íveruhúsið. En vafalaust var það þangað, sem Iiún ætlaði sér. Til Clonaleur heyrði mikið skóglendi um fjöll og hálsa og merskiland með- fram sjónum, sem iðulega flæddi yfir. Úr kænunni forð- um hafði hann litið hið auðnarlega, veðurbitna iveruhús úr fjarska. Það var fjórðung úr mílu inni i landi. Hann var 12 ára er þetta gerðist og mundi ekkert greinilega. Maðurinn, sem var með honum sagði, að það væri reimt þarna? Þeir liöfðu farið með ströndum fram og eitthvað upp eftir Tackims ánni, og komu þar í Rauðskinna-þorp og keyptu skelfisk. — Seinni ferðin var farin einu eða tveimur árum siðar. Þá fór liann á veiðar í Clonaleur-skógunum, og leit íveruhúsið ofan úr fjöllunum, úr fimm kilómetra fjar- lægð. Þaðan virtist húsið umkringt merskilandi. Hann hafði ekki farið aftur i veiðiferð þarna. Slcógurinn var svo þykkur, að veiðidýrin gátu verið i nokkurra metra fjarlægð, án þess að maður kæmi auga á þau. En hann mundi eftir brautinni um skóginn, sem notuð iiafðti verið til að aka um hinum gildu trjástofnum, sem faldir höfðu verið í skógunum. Þessi vegur var lítið notaðm’ þá og vel gat verið, að honum hefði verið lokað — eða hann væri ófær, að minnsta kosti bifreiðum. Þau voru komin út fyrir borgina og ljósin úr úthverf- unum horfin. Við og við sáu þau ljós í gluggum strjálla sveitabýla, og þessi strjálu ljós virtust aðeins gera nátt- myrkrið enn geigvænlegra. Hann hafði sjaldan ekið langt frá Port Albert eftir að dimmt var orðið. Og það var ein- hver beygur i honum, sem liann hafði aldrei fundið til í Port Alhert. En hann var gripinn einverri ákefð og eftir- væntingu — og það var þegar farið að bóla á því, þegar hann heyrði rödd stúlkunnar, sem bar liið fagra, hljóm- mikla, þjóðlega írska nafn — Maureen O’Donnell. Hann leit á þetta ferðalag sem óvanalegt ævintýri, heillandi, seiðandi — en þó var einhver geigur í honum. í aftursætinu sat ungfrú Maureen O’Donnell. Forfeður hennar voru jarlar og hertogar, og O’Flaherty flaug cl<ki annað í hug, en að hugsánir hennar væru allar bundnar

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.