Rökkur - 01.06.1950, Page 45
ROKKUR
93
til gamals viðskiptavinar, aö greiða fyrir hann skatta og
skyldur, til þess að firra hann óhyggjum. Nú vill hann fá
vitneskju um, hvort nokkur vilji taka á sig alla ábyrgðina,
þegar Phelim deyr, en það virðist ekki langt undan. Hann
segir, að það verði hægt að selja landið fyrir dálitla upp-
hæð, þegar Phelim sé látinn — ef til vill verði nokkur þús-
und dalir eftir, þegar búið er að greiða allt, sem greiða
þarf. Hann biður um umboð Brians O’Donnell, sé hann á
lífi, eða erfingja hans, til að ganga frá öllu. Hann ætlar
sér raunverulega að verða skiptaráðandi, hafa vald til að
ráðstafa dánarbúinu. Er það ljóst?“
„Eins ljóst og þokan, sem'grúfir yfir Corribvatni í
skammdeginu,“ sagði Maureen.
„Þið af O’DonnelIættinni hafið aldrei haft neitt viðsldpta-
vit. Nú, eg væri ekki frá því, að láta þennan Moxx fá
téð umboð, ef hann er heiðarlegur maður, — en hvernig
get eg vitað, að hann sé það? Hafi Phelim gert erfðaskrá
er það óþarft. En setjum svo, að Phelim hafi enga erfða-
skrá gert og Moxx sé bófi. Hvar erum við þá stödd?“
„Það veit eg ekki,“ játaði Maureen.
„Af þvi að þú ert heiðarleg, írsk stúlka, eygir þú ekki
neitt illt, er þú lest þetta bréf. Það er löng leið frá Galway
til þessarar herjans eyjar, hvað sem hún nú heitir — eg
get aldrei munað það — en gamli Simon Murdoch sér alla
leið þangað — eða heldur, að hann sjái þangað. Og hon-
um geðjast ekki að þvi, sem hann sér.“
„Og hvað sérðu?“
„Eg er kannske gamall asni. Eg skal segja þér hvað eg
sé. Eg sé þorpara, sem liugsar um það eitt að fylla vasa
sína fé. Hvers vegna skyldi frændi þinn hafa haldið í
þessa eign sína, ef hún er verðlaus með öllu? Svaraðu
mér þvi.“
„Eg veit það ekki.“
„Hvers vegna skyldi hann greiða skógverndarskatt og
timburframleiðsluskatt af lendum sinum, ef þær eru
einskis virði? Faðir þinn sagði mér, að hann liefði grætt
mikið fé á timburframleiðslu, þegar hann var ungur. Ef
tiJ vill hefir fjárhagur Phelims gengið saman, en hann