Rökkur - 01.06.1950, Side 48
96
ROKKUR
á írlandi liefði hún bezt getað gefið sig á tal við hann, ef
henni hefði dottig það i hug, og enginn fundið neitt at-
hugavert við það. En hún var ekki heima, svo að hún gekk
frá hinum unga manni, sem var svo áhyggjufullur á svip-
inn,, og bægði burt öllum hugsunum um hann þar til hún
só hann af nýju, þar sem hann sat einn við borð skammt
frá lienni, og hún varð að játa með sjálfri sér, að klæddur
samkvæmisfötum væri hann enn glæsilegri og geðfelldari
en hún hafði ætlað.
Meðan hún sat þarna hafði hún hugsað um Moxx og
því lengur sem hún hugsaði um hann þvi meiri beyg hafði
hún af honum. Hún var sannfærð um, að hann hafði illt
i huga. Hann vildi ekki, að hún færi á fund föðurbróður
hennar, og ef hún drægi það til morguns kynni hann að
lcoma i veg fyrir það. Þess vegna var hún staðráðin í að
fara þegar og kynnast öllu í Clonaleur af eigin reynd.
Þegar hún kom upp í herbergi sitt hafði hún fataskipti og
hringdi eftir bifreið.
Þegar liún fór út úr gistihúsinu sá hún hinn unga mann
í þriðja skipti og veitti því athygli, að hann hafði haft
fataskipti. Hún leit um öxl, þegar bifreiðin fór af stað, og
sá, að hann horfði á eftir henni. Og hún hugsaði á þá leið,
að líklega mundi hún aldrei sjá hann framar.
Hún fór nú að veita því athygli, að O’Flalierty var far-
inn að haga sér alleinkennilega. Þegar brautin var bein
framundan ók hann geisihralt, en er liann nálgaðist beygju
ók hann hægt og rýndi mjög í spegilinn, og slökkti á
framljósunum um leið. Þegar beygja var að baki ók hann
aftur liratt með fullum ljósum. Þegar hann hafði gert
þetta nokkurum sinnum hallaði hún sér fram og spurði:
,,Er nokkuð að, maður minn?“
Hann sneri sér við til hálfs og hún sá, að hann var dá-
lítið undrandi og jafnframt ygldur á svip.
„Eg held, að einhver veiti okkur eftirför, ungfrú.“
„í bifreið?“
„Já, ungfrú.“
„Þarf nokkuð að vera grunsamlegt við það, þótt bifreið
sé á eftir okkur?“