Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 2

Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 2
Samþykki með aðgerð- unum var um 82 pró- sent. Þetta er verkefni sem þarf að vinna. Sólveig Þor- valdsdóttir, stjórnandi hjá aðalbjörgunar- sveitinni Félagsfólk í Eflingu skráir sig til að fá verkfallsgreiðslur. Baráttusamkoma félagsins fór fram í Iðnó skömmu eftir að verkfall hófst. Fréttablaðið/anton brink N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti „Þetta er verkefni sem þarf að vinna. Það er ekkert þann- ig að þetta taki sérstaklega á mann, en það er ofsalega gefandi að gera gagn,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir, sem mun leiða hóp sérfræðinga á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem heldur til Tyrklands vegna jarðskjálfta sem riðu yfir á mánudag. benediktarnar@frettabladid.is náttúruvá Hátt í fimm þúsund manns liggja í valnum og yfir tutt- ugu þúsund eru slasaðir eftir að tveir stórir skjálftar, báðir yfir 7 að stærð, riðu yfir hluta Tyrklands og Sýrlands. Enn er leitað í rústum bygginga og búist er við að tala lát- inna hækki á komandi dögum. Sérfræðingar á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar halda nú til Tyrklands til að aðstoða við aðgerðastjórnun og samhæfingu aðgerða. Ásamt íslenska hópnum hafa um áttatíu alþjóðlegar sveitir nú þegar boðað komu sína til Tyrk- lands. Hópstjóri íslenska björgunar- sveitarfólksins er Sólveig Þor- valdsdóttir, annar af tveimur stjórnendum íslensku alþjóðabjörg- unarsveitarinnar. Sólveig hefur mikla reynslu af stýringu og sam- hæfingu í alþjóðlegum björgun- araðgerðum. Að hennar sögn er verkefni íslenska hópsins að vinna með heimamönnum að björgun- araðgerðum og samhæfa verkefni með öðrum björgunarsveitum. „Áskorunin er mikil. Þarna hafa orðið alveg gríðarlegar skemmdir og húshrun og ástandið er mjög slæmt,“ segir Sólveig, en hún byrjaði strax eftir að fréttir um hörmung- arnar bárust að skipuleggja verkefni og setja saman hópinn. Að sögn Sólveigar er íslenski hópurinn vel reyndur í verkefnum á hörmungasvæðum. „Við treystum okkur til þess að ráða við þetta. Flest okkar hafa farið utan áður í útköll og eitt af því sem íslenskar björgunarsveitir gera er að samhæfa mjög marga hópa. Þegar það er leit og slys þá er of boðsleg samhæfing og reynsla hjá íslenska björgunarsveitarfólkinu. Við erum búin að vera í alþjóðastarfi svo lengi að við þekkjum vel út á hvað þetta gengur,“ segir hún. Sólveig segir að þetta sé eins og hvert annað verkefni sem þarf að leysa. „Ég er búin að fara oft í útköll erlendis fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Rauða krossinn. Þetta er eins og að fara í útköll hjá björgunarsveit- unum. Þetta er verkefni sem þarf að vinna, það er ekkert þannig að þetta taki sérstaklega á mann. En það er ofsalega gefandi að gera gagn,“ segir Sólveig. n Íslenskir sérfræðingar í rústabjörgun til Tyrklands Sérfræðingar á vegum Landsbjargar undirbúa sig fyrir ferðina til Tyrklands. Fréttablaðið/Ernir arnartomas@frettabladid.is KJArAMáL Hótelstarfsmenn og bíl- stjórar í Ef lingu samþykktu tvær nýjar verkfallsboðanir í atkvæða- greiðslum sem lauk í gærkvöld. Alls var 561 á kjörskrá og var samþykki með aðgerðunum um 82 prósent. Kjarabarátta Eflingar hélt áfram í gær þar sem verkfall hófst á hádegi á sjö hótelum Íslandshótela. Um 300 starfsmenn hótelanna eru skráðir hjá Eflingu. Davíð Torf i Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segist halda í vonina um að verkfallið vari ekki lengi. „Ef það fer að lengjast í þessu verkfalli munu gestir auðvitað finna fyrir þessu, sem er ekki gott,“ sagði hann á Fréttavaktinni á Hring- braut í gær. Efling hefur sent kröfu til emb- ættis ríkissáttasemjara um að Aðal- steinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Aðalsteinn sjálfur segist ekki telja sig vanhæfan í málinu. n Samþykkja nýjar verkfallsboðanir birnadrofn@frettabladid.is vEÐur Engin veðurviðvörun hefur verið gefin út á öllu landinu í dag. Undanfarna daga hefur verið gefin út viðvörun vegna veðurs fleiri daga en hún hefur ekki verið gefin út nú, samkvæmt Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hún segir að búast megi við ágætis veðri á landinu í dag. „Já það er minnkandi norðvest- anátt og éljagangur þannig að það verður smá snjókoma og skyggnis- hamlandi veður aðeins yfir daginn en minna en var í dag [í gær],“ segir Elín. „Hvað vetrarveður varðar er þetta alveg ágætisveður.“ Spurð að því hvort um vanalegt febrúarveður sé að ræða segir Elín svo vera. „Já, já, fyrir ári síðan var rauð viðvörun á helmingi lands- ins. Það er almennt stormasamast á þessum tíma, svona seint í janúar og fram í febrúar, þannig að þetta er mjög eðlilegt,“ segir hún. „Maður getur gert sér að góðu að það er farið að birta og daginn farið að lengja, þetta lagast allt með hækkandi sól,“ segir Elín. Í dag rís sólin klukkan 09:52 í Reykjavík en það er þremur mínút- um fyrr en í gær. Á morgun er svo sólarupprás klukkan 09:49. Seinasta dag febúarmánaðar rís svo sólin í borginni klukkan 08:44. n Engin veðurviðvörun á landinu í dag Elín Björk Jónas- dóttir, veður- fræðingur 2 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.