Fréttablaðið - 08.02.2023, Síða 4
kristinnhaukur@frettabladid.is
sveitarstjórnir Sameiningar-
mál eru aftur komin á dagskrána á
Suðurnesjum og íbúar Voga munu
brátt fá að segja hug sinn. Bæjar-
stjórn hyggst hefja samráð við íbúa,
væntanlega með könnun.
Sveitarfélagið lét gera valkosta-
greiningu á síðasta kjörtímabili og
hóf í kjölfarið óformlegar viðræður
við önnur sveitarfélög á Suður-
nesjum og Hafnarfjarðarbæ til að
kanna grundvöll fyrir sameiningu.
„Nú ætlum við að taka upp þráðinn
og kanna hug íbúanna,“ segir Gunn-
ar Axel Axelsson bæjarstjóri.
Gerir hann ráð fyrir að fram-
kvæmd verði könnun og að spurn-
ingin verði opin, það er að fólk verði
spurt hvort það vilji sameinast
öðrum sveitarfélögum eða ekki. Ef
áhugi reynist til staðar væntir hann
þess að bæjarstjórn vinni áfram
með þetta og ræði við fulltrúa þeirra
sveitarfélaga sem koma til greina. Í
valkostagreiningunni var sameining
við Grindavík efst á blaði þrátt fyrir
að samstarf milli sveitarfélaganna
væri ekkert sérstaklega mikið.
Á Vestfjörðum er líka gerjun í
sameiningarmálum og stefnir í
að Vesturbyggð og Tálknafjarðar-
hreppur hefji formlegar viðræður.
Viðræður Strandabyggðar og
Reykhólahrepps hafa hins vegar
legið í dvala síðan í sveitarstjórnar-
kosningunum. Ingibjörg Birna
Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reyk-
hólahrepps, segir að það hafi ekki
orðið forsendubrestur við kosning-
arnar og að viðræðunum hafi ekki
verið slitið. Önnur mál hafi hins
vegar frekar komist á dagskrá.
„Við höfum vilja til að ræða við
f leiri,“ segir Ingibjörg og á þá við
fulltrúa Dalabyggðar, Árneshrepps
og Kaldrananeshrepps. „Við létum
gera valkostagreiningu og þar kom
fram að við þurfum að vera fleiri til
að fá slagkraft í sameininguna.“ n
Bæjarstjóri Voga gerir
ráð fyrir að fram-
kvæmd verði könnun
þar sem fólk verði
spurt hvort það vilji
sameiningu eða ekki.
Haftyrðlar stranda á
landi í óveðrum.
Skoðuð voru þrjú
sláturhús og ein kjúkl-
ingavinnsla.
Kjúklingar sem bera merki
óheilbrigðis komast í gegnum
skoðun í sláturhúsum hér á
landi. Þrifnaður og innrétt-
ingar eru heldur ekki í sam-
ræmi við reglur. MAST segir
að þegar hafi verið brugðist
við.
kristinnhaukur@frettabladid.is
landbúnaður Samkvæmt nýrri
skýrslu Eftirlitsstofnunar ESA er
kjúklingaslátrun og vinnsla ekki
eins og best verður á kosið hér á
landi og eftirliti ábótavant. Meðal
annars komast sjúkleg frávik í
gegnum eftirlit, frárennslisvatni er
illa stýrt og þrifnaði er ábótavant.
Matvælastofnun segist hafa brugð-
ist fljótt við og bætt úr.
„Kröfur á skoðun á fuglum fyrir
slátrun í sláturhúsum eru ekki
alltaf uppfylltar og slátrun hefst
reglulega án skoðunar. Þar að auki
er eftirlit með skoðun fugla eftir
slátrun slakt,“ segir í skýrslunni
sem birt var 31. janúar síðastliðinn.
Skoðunin fór fram 25. október til 1.
nóvember síðastliðinn og skoðuð
voru þrjú kjúklingasláturhús og ein
vinnslustöð.
Skoðunin er regluleg og gerð
til þess að sjá til þess að íslensk
stjórnvöld og Matvælastofnun
uppfylli löggjafar- og eftirlits-
skyldur sínar gagnvart reglum
Evrópusambandsins er lúta að
matvælaöryggi og neytendavernd.
Samkvæmt EES-samningum ber
íslenskum stjórnvöldum að fram-
fylgja þeim reglum.
Í skýrslunni tiltekur skoðunar-
teymið þau atriði þar sem ekki er
farið eftir reglum. Meðal annars
að aðeins lítið hlutfall af fuglum sé
skoðað af eftirlitsaðilum.
„Í einu sláturhúsinu sem heimsótt
var tók teymið eftir því að nokkrir
fuglar á færibandinu höfðu komist
fram hjá skoðunarstaðnum, sem
hefðu átt að vera teknir í burt sam-
kvæmt reglugerð, vegna sjúklegra
frávika, svo sem hita eða aflitunar,“
segir í skýrslunni. „Á öðru sláturhúsi
sem heimsótt var var ekki aðstaða
til þess að gera almennilegar skoð-
anir á fuglum.“
Á sumum stöðum sem teymið
heimsótti samræmdust innrétt-
ingar ekki matvælareglugerðum.
„Til dæmis léleg stjórnun á frá-
rennslisvatni og ekki næg aðgrein-
ing kjötvinnslusvæðis og svæðis þar
sem búnaður er hreinsaður,“ segir
teymið. Einnig að einn framleiðandi
hafi ekki látið Matvælastofnun vita
af breytingum á innréttingum eins
og á að gera. Sums staðar var illa
þrifið, málning flögnuð, hitastjórn-
un í eldun ekki næg og afskurðir
kjúklinga geymdir í ílátum sem
merkt voru sem matur.
„Þessar brotalamir auka líkurnar
á því að óörugg matvæli komist í
fæðukeðju mannsins og að dýra-
sjúkdómar uppgötvist ekki,“ segir
í skýrslunni. Eins og Fréttablaðið
greindi nýverið frá er alifuglakjöt
nú orðið vinsælasta kjöt á diskum
landsmanna, og tók toppsætið af
lambakjöti sem hafði verið þar í
áratugi.
Samkvæmt tilkynningu Mat-
vælastofnunar um málið hefur
stofnunin brugðist hratt við athuga-
semdunum og bætt úr ákveðnum
þáttum. Heilbrigðisskoðun fugla
hefur verið aukin í strangasta við-
mið Evrópureglna, bæði fyrir og
eftir aflífun. „Endurskoðun áhættu-
f lokkunarkerfis og vinna tengd
eftirfylgni athugasemda var þegar
hafin innan stofnunarinnar,“ segir
stofnunin. Úrbætur séu hafnar á
öllum athugasemdum og sumum
lokið. n
Eftirliti og þrifnaði sé ábótavant í
kjúklingaslátrun og vinnslustöðvum
Matvæla-
stofnun segist
hafa brugðist
við öllum at-
hugasemdum.
Mynd/Haraldur
Jónasson
Sameiningarmál á dagskrá á Suðurnesjum og Vestfjörðum
Gunnar Axel
Axelsson, bæjar-
stjóri Voga
kristinnhaukur@frettabladid.is
dýralíf Náttúr ufræðistofnun
Íslands hafa borist tilkynningar
um haftyrðla í vanda í þeim vondu
veðrum sem geisað hafa undan-
farið. Hrekjast þeir upp á land og
stranda þar en haftyrðlar eru ófærir
um að hefja sig til f lugs á landi.
Stofnunin óskar eftir því að fólk
hjálpi þessum litlu fuglum með
því að fara með þá niður að sjó og
sleppa þeim ef ekki sér á þeim. En
búist er við áframhaldandi óveðri á
næstu dögum.
Haftyrðill er smæstur svartfugla,
líkur álku en miklu minni. Sam-
kvæmt Fuglavefnum er hann þybb-
inn, hálsstuttur og mjög kubbs-
legur með stutta vængi. Er hann á
stærð við stara. Á veturna eru bæði
kynin hvít á bringu, kverk og upp að
vanga. n
Fólk hvatt til að
hjálpa haftyrðlum
Haftyrðillinn er smæstur svartfugla.
Mynd/aðsend
olafur@frettabladid.is
stjórnsýsla Athygli vakti á Alþingi
í síðustu viku er Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og efnahagsmálaráð-
herra, sagði í svari við óundirbúinni
fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þing-
manns Miðflokksins, um greinar-
gerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrr-
verandi setts ríkisskattstjóra, um
starfsemi Lindarhvols að hann hefði
ekki séð það skjal.
Í fylgibréfi með greinargerðinni
til Steingríms J. Sigfússonar, þáver-
andi forseta Alþingis, dagsettu 27.
júlí 2018, kemur skilmerkilega fram
að, auk forseta þingsins fái eftir-
taldir aðilar greinargerðina senda:
fjármála- og efnahagsmálaráðherra,
Lindarhvoll ehf., Seðlabanki Íslands
og Umboðsmaður Alþingis. Sam-
kvæmt þessu var greinargerðin send
beint á Bjarna Benediktsson per-
sónulega en ekki á ráðuneyti hans.
Fréttablaðið grennslaðist fyrir
um málið hjá Hersi Aroni Ólafs-
syni, aðstoðarmanni fjármála- og
efnahagsráðherra, og fékk þau svör
að skjalið hefði borist ráðuneytinu
sama dag og það er dagsett en það
hefði hins vegar ekki verið borið
undir ráðherra eða því svarað.
Fréttablaðið spurði aðstoðar-
mann og ráðuneytisstjóra þá hvort
skilja mætti svarið sem svo að starfs-
fólk ráðuneytisins hefði ákveðið að
afhenda fjármálaráðherra ekki slíka
sendingu frá ríkisendurskoðanda
sem stíluð er á hann sjálfan.
Svar kom frá aðstoðarmanni sem
segir að ráðherra hafi verið gert við-
vart um sendingu bréfsins og með-
fylgjandi vinnuskjals að loknum
sumarleyfum, en skjalið hvorki
verið lagt fyrir hann – né hafi ráð-
herra sóst eftir því, enda hafi málið
verið á forræði ríkisendurskoð-
anda. n
Greinargerð Sigurðar ekki til Bjarna
Bjarni Benediktsson sagði á þingi að
hann hefði aldrei séð greinargerð
Sigurðar Þórðarsonar um starfsemi
Lindarhvols. FrÉTTaBlaðIð/sIGTryGGur
4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023
MiÐViKUDAGUr