Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 8
Ég er ekki viss um að
það leysi alfarið vanda
einkarekinna fjölmiðla
að taka RÚV af auglýs-
ingamarkaði.
Almenn-
ingur þarf
að átta sig
á mikil-
vægi þess
að inn-
lendir
fjölmiðlar
nái styrk
sínum.
FRÉTTAVIÐTAL
Skattheimta af erlendum
efnisveitum er til skoðunar
svo hægt verði að bæta upp
tekjutap út fyrir landsteinana.
Einkareknir fjölmiðlar eru í
sögulegri rekstrarkreppu og
varðar miklu að sporna við,
segir menningarráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og
menningarráðherra, boðar rót-
tækar aðgerðir sem ætlað er að bæta
rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl-
miðla.
Hún vill ekki upplýsa hvaða
breytingar kunni að vera í vændum
en samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er til skoðunar hvort ríkis-
stjórnin leggi fram frumvarp um
að ákveðin prósenta af auglýsinga-
tekjum alþjóðlegra efnisveitna svo
sem Google og Facebook verði skatt-
lögð hér á landi.
Að minnsta kosti sumir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar sjá fyrir sér að
hluti fjárins sem kæmi í ríkiskass-
ann ef erlendu efnisveiturnar verði
skattlagðar myndi renna í vasa
einkarekinna íslenskra fjölmiðla.
Með því yrði hluti tekjuflæðisins út
fyrir landsteinana stöðvaður.
„Ég er ekki viss um að það leysi
alfarið vanda einkarekinna fjöl-
miðla að taka RÚV af auglýsinga-
markaði,“ segir Lilja.
„Það myndi kannski hjálpa eitt-
hvað, en útflæðið er fyrst og fremst
á þessum alþjóðlegu miðlum, Face-
book og Google.“
Síðasti út slökkvi ljósin
Um áramótin 2020 birti Hagstofan
gögn sem sýndu að starfandi fjöl-
miðlafólki fækkaði frá 2018 til 2020
um 731 Íslending. Að óbreyttu blasir
við að síðasti maður út slökkvi
ljósin. Þjóðir heims hafa með mis-
munandi hætti brugðist við rekstr-
arvanda sem bæst hefur við fyrri
áskoranir. Sú síðasta er að opinberar
stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar
auglýsi í stórum stíl á alþjóðlegum
efnisveitum í stað innlendra miðla.
Danir eru meðal þeirra sem
Boðar róttækar umbætur á hag fjölmiðla
Lilja Alfreðs-
dóttir, við-
skipta- og
menningar-
ráðherra,
boðar róttækar
breytingar sem
muni gagnast
einkareknum
fjölmiðlum.
Rekstur fjöl-
miðla á undir
högg að sækja
og beina stjórn-
völd spjótum
sínum að
alþjóðlegum
efnisveitum.
FRÉTTAbLAÐIÐ/
eRnIR
hyggjast setja á frekari gjaldheimtu
til að styðja við fjölmiðla.
„Þeir hafa í huga að skattleggja
þessar erlendu efnisveitur og beina
tekjunum sem skapast til f jöl-
miðlanna. Það væri hægt að vera
með svipaðar ívilnanir hér,“ segir
Lilja.
Ef sú leið verður farin liggur fyrir
að slíkt frumvarp myndi enda á
borði Bjarna Benediktssonar, þar
sem fjármálaráðherra fer með
skattamál.
„Ef við lítum svo á það sem
Frakkar eru að gera, þá leggja þeir
á svokallað menningarframlag
sem er 5,15 prósent. Í Frakklandi er
streymisveitum gert að greiða frá
þeirri fjárhæð í skatt og allt upp í
15 prósent ef efnið er ofbeldisfullt,“
segir Lilja.
Umpólun á rekstrarumhverfi
Lilja segir að ofboðsleg kerfisbreyt-
ing hafi átt sér stað.
„Við erum stödd í miðri tæknium-
byltingu, hlutir breytast svo hratt að
það er mikil áskorun að ná utan um
þessa hröðu þróun.“
Í Svíþjóð fara nú 72 prósent af
öllum auglýsingatekjum til erlendra
miðla. „Þeirra „RÚV“ er samt ekki á
auglýsingamarkaði,“ segir Lilja. Hún
segir því raunverulega hættu á að
útflæði auglýsingafjár aukist áfram
þótt Ríkisútvarpið yrði tekið af aug-
lýsingamarkaði.
„Í mínum huga býr það grund-
vallarsjónarmið að RÚV ætti ekki
að vera á auglýsingamarkaði. En í
ljósi reynslu sumra annarra þjóða
held ég að þótt við tækjum RÚV
af auglýsingamarkaði myndi það
aðeins skapa takmarkað súrefni
fyrir einkamiðlana.“
Lilja segir að af þessum sökum
hafi hún beðið með að útfæra þá
róttæku hugmynd að svipta RÚV
auglýsingatekjum.
„Ég tel vænlegri leið að reyna að
ná í tekjur frá alþjóðlegum fyrir-
tækjum. Við þurfum í raun að fara
í röð aðgerða.“
Dauði N4 ýtir við fólki
Dauði sjónvarpsstöðvarinnar N4
hefur vakið landsmenn upp af
værum blundi. Fæstir virðast til-
búnir lengur að greiða fyrir fréttir.
N4 hafði þó ekki f lutt fréttir um
langt skeið heldur leitaði stöðin
annarra leiða til að skapa tekjur
áður en yfir lauk.
Áður þrifust fjölmiðlar ekki síður
á áskriftartekjum en auglýsingum.
Ofan á þetta ástand koma svo
alþjóðlegu efnisveiturnar og soga
til sín helming alls fjármagns sem
fellur til árlega á auglýsingamark-
aði. Í fyrra voru heildarauglýsinga-
tekjur um 20 milljarðar, þar af fóru
um 50 prósent, eða 9,8 milljarðar, til
alþjóðlegra efnisveitna.
Ómælt mikilvægi fjölmiðla
Lilja segir engum vafa undirorpið að
mikilvægi einkarekinna miðla hér
á landi sé gríðarlegt. Mikilvægið
snúi að margvíslegri lýðræðislegri
umfjöllun, stjórnmálaumræðu,
menningu og öðru sem skipti máli
í samfélaginu.
„Ísland hefur mjög sterka og mik-
ilvæga sögulega hefð hvað varðar
fjölmiðla. Það voru fjölmiðlarnir á
19. öldinni, mennta- og menning-
arfólk á fjölmiðlum, sem beitti sér
í sjálfstæðisbaráttunni í gegnum
fjölmiðla og vöktu fólk.
Hún nefnir Þjóðólf, Ísafold og
f leiri rit sem hafi skipt sköpum.
„Fjölmiðlarnir breyttu sögunni,
fjölmiðlarnir skópu framþróun og
umbætur.“
Mikilvægi fjölmiðla í tungumál-
inu, íslenskunni, er einnig óendan-
lega mikið að sögn Lilju. Nægi að
nefna þverrandi lesskilning, sífellt
f leiri glompur í fagorðaforða og
annað sem komi í veg fyrir að börn
skilji merkingu og inntak texta.
„Almenningur þarf að átta sig á
mikilvægi þess að innlendir fjöl-
miðlar nái styrk sínum, enda er
hlutverk þeirra afar mikilvægt,“
segir Lilja Alfreðsdóttir. n
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
Fjölmiðlarekstur hefur lengst af verið snúin glíma. Mynd/HeIÐA HeLgAdóTTIR
8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023
MiÐViKUDAGUr