Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 10

Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 10
Þetta er þvert á það sem kemur fram í lögunum og Evrópu­ tilskipuninni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Fyrstu tvö árin notar hvert barn að meðal­ tali sex þúsund bleyjur. olafur@frettabladid.is Greiningardeildir bankanna búast við að Seðlabankinn hækki stýri- vexti um 0,5 prósentustig í dag í kjölfar meiri verðbólgu en búist hafði verið við í janúar. Í pósti sem Erna Björg Sverrisdótt- ir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi frá sér í síðustu viku kom fram að gjaldskrárhækkanir hins opinbera um áramótin hefðu borið ábyrgð á nær allri hækkun sem varð á vísitölu neysluverðs milli desember og janúar, en hækkuð voru gjöld á áfengi, eldsneyti og bílum, auk þess sem landbúnaðarafurðir hækkuðu í verði, en hið opinbera stjórnar verð- lagningu að verulegu leyti. Túlka má skrif Ernu svo að hún furði sig á því útspili stjórnvalda að hækka gjaldskrár þegar verið er að berjast við miklar verðlagshækkanir. Hún bendir jafnframt á að vaxta- hækkanir hafa sjálfstæð áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs. Það er vegna þess að vaxtahækkanir hafa áhrif til hækkunar reiknaðrar húsa- leigu, sem vegur þungt í vísitölunni hér á landi. Þannig atvikist það að húsnæðisliðurinn sé til hækkunar hennar þrátt fyrir að húsnæðisverð sé tekið að lækka. Af skrifum greiningardeilda bank- anna um líklega vaxtahækkun í dag má ráða að hagfræðingar telji helsta tilgang peningastefnunefndar með vaxtahækkun nú vera að senda skila- boð inn á markaðinn um að Seðla- bankinn sé staðfastur í baráttu sinni við verðbólgu, jafnvel þótt vaxta- hækkun nú muni valda aukinni verðbólgu til skemmri tíma litið. n Vaxtahækkun skilaboð um staðfestu Búist er við stýrivaxtahækkun í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræð- ingur Arion banka helgisteinar@frettabladid.is Kristín Anna Thorlacius Jensdóttir, einn af eigendum Taubleyja, segist vilja ef la vitundarvakningu um notkun umhverfisvænni taubleyja á Íslandi. Hún segir að það taki ein- nota bréf bleyjur 450 til 500 ár að brotna niður í náttúrunni. „Á hverju bleyjutímabili fyrstu tvö árin notar hvert barn að meðal- tali sex þúsund bleyjur,“ segir Kristín og bætir við að engin bréfbleyja hafi hingað til brotnað alveg niður. Taubleyjur er stærsta taubleyju- fyrirtæki landsins og rekur Kristín það með móður sinni, Auði Friðgerði Halldórsdóttur, og systur, Auði Ebbu Thorlacius Jensdóttur. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 en fjölskyldan tók við rekstri þess fyrir rúmlega tveimur vikum. „Við byrjuðum að nota taubleyjur fyrir strákinn okkar og vorum svo ótrúlega ánægð með þær og það kom á óvart hve einfalt það var að nota þær. Svo sáum við tækifæri þegar fyrirtækið fór í sölu og við ákváðum bara að stökkva á það.“ Kristín segir mikinn misskilning ríkja í kringum notkun taubleyja en þær systur hafa undanfarið staðið fyrir kynningarfundum þar sem boðið er upp á fræðslu fyrir foreldra. „Mest selda varan okkar er þjálf- unarnærbuxur fyrir börn sem eru að hætta á bleyju. Við finnum samt fyrir mikilli aukningu í notkun tau- bleyja og núna í desember kom til að mynda fyrsta íslenska taubleyju- hönnunin á markaðinn.“ n Engin einnota bleyja brotnar niður Systurnar Kristín Anna og Auður Ebba. MYND/AÐSEND Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is Kaup, sala og samruni fyrirtækja • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í hinum svonefndu vaxtamál- um að lánaskilmálar Lands- bankans uppfylltu ekki kröfur um útskýringu á forsendum vaxtabreytinga en telur Arion banka uppfylla kröfur. olafur@frettabladid.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Landsbankann í gær til að endur- greiða lántakendum vexti, sem voru ólöglega innheimtir af láni með breytilegum vöxtum. Landsbankinn var dæmdur til að greiða Berglindi Önnu Zoëga Magnúsdóttur 124.229 krónur með dráttarvöxtum frá 8. desember 2021 til greiðsludags. Bankinn var líka dæmdur til að greiða Tómasi Kristjánssyni 108.711 krónur með dráttarvöxtum frá sama tíma til greiðsludags. Auk þessa var bankanum gert að greiða stefnendum í málinu 750.000 krónur í málskostnað, hvoru. Rúnar Pálmason, upplýsinga- f ulltr úi Landsbankans, seg ir Landsbankann vera að fara yfir dóminn. Hann segir að ef niður- staða dómsins yrði lögð til grund- vallar fyrir neytendalán með sams konar vaxtabreytingaákvæði sé það bráðabirgðamat bankans að fjár- hagsleg áhrif af þeirri niðurstöðu yrðu innan við 200 milljónir króna. Í öðru máli var Arion banki sýkn- aður af kröfum lántakenda um endurgreiðslu vaxta og virðist dóm- urinn byggður á því að skilmálar lánasamninga Arion banka útskýri betur forsendur vaxtabreytinga en skilmálar Landsbankans, þrátt fyrir að fram komi í rökstuðningi dóm- ara að í skuldabréfi Arion banka sé ekki kveðið á um að forsendur vaxtabreytinga séu útskýrðar út í hörgul. Stefnendur, Eyþór Skúli Jóhann- esson og Elínborg Jóhannesdóttir, voru auk þess dæmd til að greiða Arion banka 800.000 krónur í máls- kostnað. Um er að ræða svokölluð vaxta- mál. Fullvíst má telja að báðum málum verði áfrýjað. Neytendasamtökin stóðu við bakið á málshöfðendum og nutu til þess stuðnings VR. „Við fyrstu sýn virðist okkur dómurinn gegn Landsbankanum nokkuð vel grundaður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasam- takanna. „Við gerum hins vegar verulegar athugasemdir við aðferð- ina sem dómarinn velur til endur- útreiknings. Þar virðist sem taumur bankans sé dreginn og hallað veru- lega á neytendur.“ Í rökstuðningi fyrir dómsniður- stöðu í Arion banka málinu segir dómari að fallast verði á það með stefnda (Arion banka) að laga- ákvæði lúti ekki að því að í skulda- bréfi þurfi að kveða á um útfærslu á forsendum breytinga út í hörgul. „Þetta er þvert á það sem kemur fram í lögunum og Evróputil- skipuninni,“ segir Breki. „Þar segir skýrt að útfærsla breytinga þurfi að vera skýr, aðgengileg, hlutlæg og sannreynanleg (e. „clear, accessible, objective and verifiable“).“ Breki segir að þótt vissulega sé hálfur sigur unninn sýni mál þetta í hnotskurn að neytendavernd á fjármálamarkaði sé verulega ábóta- vant hér á Íslandi. Aðspurður segir hann að fastlega megi gera ráð fyrir að báðum málum verði áfrýjað til æðra dómsstigs. n Segir hálfan sigur unninn Formaður Neytendasam- takanna segir dómsniður- stöður sýna að neytendavernd á íslenskum fjár- málamarkaði sé verulega ábóta- vant. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 10 markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.