Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 13

Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2023 Ný vítamín framleidd með hinni byltingarkenndu liposomal-tækni Cure Support hefur í tvo áratugi verið að þróa hin öflugustu bætiefni sem völ er á með liposomal-tækni sem tryggir hámarks nýtingu og upptöku næringarefna í líkamanum. 2 Ásdís Birta Auðunsdóttir er með BS-gráðu í næringarfræði og hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl en hún mælir hiklaust með vörulínunni frá Cure Sup- port fyrir alla sem vilja tryggja hámarksupptöku og nýtingu næringarefnanna í líkamanum. MYND/AÐSEND Það er gaman að hlusta í heyrnar- tólum en hávaðinn er varasamur. thordisg@frettabladid.is Heyrn sem tapast vegna hávaða kemur ekki aftur. Í dag er yfir milljarður ungmenna um allan heim í hættu á að tapa heyrn vegna notkunar á heyrnartólum og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að helmingur fólks á aldrinum 12 til 35 ára noti að staðaldri hættu- legan styrk í heyrnartólum sínum. Hver og einn getur verndað heyrn sína. Foreldrar gegna lykil- hlutverki í að leiðbeina börnum sínum. Hér eru ráð fyrir þá sem vilja varðveita heyrnina og hlusta af öryggi. n Gott viðmið er að stilla hljóð- styrkinn aldrei nema 60 pró- sent af því sem hægt er. Veljið vönduð heyrnartól. Almennt er betra fyrir heyrnina að nota stór heyrnartól frekar en þau sem stungið er í hlustina. n Takmarkið tímann með heyrnar- tól við eina klukkustund á dag. Tónlist sem kemur stanslaust í eyrun í gegnum heyrnartól reyn- ir mikið á heyrn og þótt hljóð- styrk sé stillt í hóf er stöðugt áreiti á heyrnina ekki gott. n Gefið eyrunum hvíld. Takmarkið tíma í hávaða. Haldið ykkur fjarri hátölurum á samkomum og reynið að koma ykkur í skjól frá miklum hávaða. n Heyrnartap kemur smám saman og getur verið lúmskt. Ef þið þurfið oft að hvá og heyrið ekki það sem fólk segir er ástæða til að láta lækni skoða hvort heyrnin sé að tapast. HEiMilD: HEilSuvErA.iS Heyrnartól í hófi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.