Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 20
Líkt og áður er
Bronco-jeppinn
byggður á grind, er með
hátt og lágt drif og meira
að segja rafdrifnar læs-
ingar að framan og aftan.
Grunnverð: 21.360.000 kr.
Hestöfl: 330
Tog: 557 Nm
Hröðun 0-100 km: 7,7 sek.
Skipting: 10 þrepa sjálfskipting
CO2: 331 g/100 km
Eyðsla bl.ak.: 14 l/100 km WLTP
L/B/H: 4.811/2.014/1.913 mm
Hjólhaf: 2.949 mm
Veghæð: 279 mm
Vaðdýpt: 924 mm
Farangursrými: 1.085 l
Ford Bronco WildTrak
KosTir
n Torfærugeta
n Léttur í stýri
n Farangursrými
gallar
n Vindhljóð
n Innstig í aftursæti
n Verð
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Aðdáendur Bronco-jeppans
í Evrópu horfa nú eflaust
öfundaraugum til Íslands,
sem er fyrsta landið í álfunni
til að fá að selja nýja Bronco-
jeppann. Hingað komu 30
eintök rétt fyrir jól í WildTrak-
og Raptor-útgáfum og Frétta-
blaðið fékk loks tækifæri til
að prófa bílinn í janúar.
Prófunarhelgin hefði ekki getað
hentað betur því að allt var fullt af
snjó og stefnan því sett á ófæran
Þormóðsdalinn meðal annars.
Ford Bronco er Íslendingum
góðkunnur enda var hann með
vinsælli jeppum hér á seinni hluta
síðustu aldar. Hann var einn af
fyrstu lúxusjeppunum ef svo
má segja en fram að komu hans
árið 1966 voru allir jeppar meira
byggðir eins og trukkar. Það var þá
en núna eru afskaplega fáir bílar
framleiddir sem falla undir jeppa-
skilgreininguna. Þess vegna voru
það góðar fréttir þegar Bronco
snéri aftur, og það sem jeppi. Líkt
og áður er hann byggður á grind,
er með hátt og lágt drif og meira
að segja rafdrifnar læsingar að
framan og aftan. Útlitslega sækir
hann margt til bílsins frá 1966.
Axlarlína bílsins nær frá húddi alla
leið aftur eins og á upprunalega
bílnum. Grillið að framan stendur
sér og til hliðanna eru kringlótt
aðalljós og að aftan lóðrétt aftur-
ljósin. Þar fyrir utan er stórt vara-
dekk á afturhleranum sem opnast
til hægri.
Að innan er einnig margt sem
minnir á gamla tíð eins og flatt
mælaborð. Allir takkar eru hefð-
bundnir og auðveldir í notkun
og aðrir fullkomnari, eins og 12
tommu snertiskjárinn með Sync
4-kerfinu sem er kominn með
raddstýringu. Á báðum endum
mælaborðsins eru handföng til að
grípa í þegar sest er upp í bílinn
sem kemur sér vel þar sem Wild-
Trak-útgáfan kemur á 35 tommu
dekkjum. Útsýni fram á við virðist
ágætt en erfitt er þó að sjá fram
yfir langt vélarrýmið. Aftur á við
er útsýnið hins vegar afar tak-
markað. Leðurklædd sætin eru stór
og þægileg og vel fer um fullorðna
í öllum sætum hans. Aðeins þarf
að hagræða sér til að komast
í aftursætin enda eru stórar
hjól skálar hans að aftan frekar
fyrirferðarmiklar. Besta plássið
er þó í farangursrýminu sem er
mikið um sig svo að auðvelt ætti að
vera að koma fyrir stærri hlutum.
Afturhleri opnast til hægri og nær
opnunin meira en 90 gráður svo að
auðvelt er að hlaða bílinn, sé nóg
pláss fyrir aftan hann. Óhætt er að
segja að bíllinn kemur vel búinn í
WildTrak-útgáfunni. Hann er með
leðri á sætum og rafdrifin fram-
sæti, Bang&Olufsen-hljómtæki
með tíu hátölurum og bassakeilu,
upphitað stýri, þráðlausa síma-
hleðslu og hraðastilli með hraða-
takmarkara.
Það verður seint sagt um nýjan
Bronco að hann sé leiðinlegur í
torfærum. Ford Bronco Wildtrak
kemur með H.O.S.S. 2.0 fjöðrunar-
kerfi með Bilstein-dempurum.
G.O.A.T.-kerfið stendur fyrir að
bíllinn komist yfir hvaða tor-
færu sem er og sú lýsing á bara
vel við. Sjö akstursstillingar eru
fyrir hendi og fyrir utan þessar
hefðbundnu eru stillingar eins og
Slippery, Sand, Mud og Baja fyrir
þá sem vilja leika sér. Bíllinn fékk
að reyna þungan og pakkaðan
snjó sem var allt að metra djúpur
Mælaborðið er blátt áfram og tólf tommu skjárinn með SYNC 4-kerfinu er þægilegur í notkun.
skemmtun fyrir
allan peninginn
Aflið í 330 hestafla WildTrak-út-
gáfunni lætur finna vel fyrir sér.
MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
6 BÍ l a Bl a Ði Ð 8. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR