Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 22
Þægindi eru greini-
lega eitthvað sem
hönnuðir Hongqi kunna
upp á sína tíu.
Grunnverð: 11.990.000 kr.
Hestöfl: 551
Tog: 670 Nm
Hröðun 0-100 km: 4,9 sek.
Hámarkshraði: 200 km
Rafhlaða: 99 kWst
Hleðslugeta DC/AC: 108/11 kW
Drægi: 465 km
L/B/H: 5.210/2.010/1.730 mm
Hjólhaf: 3.110 mm
Veghæð: 200 mm
Eigin þyngd: 2.645 kg
Hongqi E-HS9
KoStir
n Sæti
n Hljóðlátur
n Afþreying
gallar
n Lítil endurhleðsla
n Stilling hliðarspegla
n Þyngd
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Komið er á markað hjá BL
nýtt bílamerki sem er kín-
verska lúxusmerkið Hongqi.
Fyrsti bíllinn frá merkinu
í sölu er E-HS9 sem hefur
hingað til aðeins verið
seldur í Noregi.
Hvað er stór kínverskur dreki sem
er hugsaður fyrir kínverska elítu,
að gera á Íslandi? Það er fyrsta
spurningin sem manni dettur í
hug þegar fréttist að lúxusbíllinn
Hongqi sé kominn með umboð á
Íslandi á Sævarhöfðanum. Reyndar
þarf það kannski ekki að koma
á óvart því að bíllinn er nokkuð
vinsæll í Noregi og kínverskum
bílum fjölgar ört á rafbílamarkaði.
Hongqi er líka elsta bílamerki Kína
með meira en 60 ára sögu á bak við
sig, en merkið er nú í eigu FAW sem
einnig smíðar bíla fyrir Toyota,
Audi og Volkswagen fyrir heima-
markaðinn. Hongqi ætlar sér stóra
hluti í slagnum um kaupendur
rafbíla og fyrsta skrefið er lúxus-
bíllinn E-HS9.
Þægindi eru greinilega eitthvað
sem hönnuðir Hongqi kunna upp
á sína tíu. Stórar hurðirnar opnast
vel og þar sem bíllinn er hár þarf
varla að beygja sig þegar sest er inn
í stássstofuna. Hurðirnar lokast
sjálfkrafa ef ekki er skellt nógu vel
á eftir sér og þegar inn er komið
tekur röð afþreyingarskjáa á móti
manni. Upplýsingaskjárinn fyrir
framan ökumann er sér á parti
því að enginn sér á hann nema
sá sem situr í ökumannssætinu.
Sætin eru alveg sérkapítuli enda
hægt að lengja í setu og stilla þau
á marga vegu svo að þau verði sem
þægilegust, svo ekki sé minnst á
búnað eins og kælingu. Reyndar
er svo einnig með aftursætin sem
fá sömu meðferð og framsætin,
enda eflaust gert ráð fyrir því að
eigendur Hongqi E-HS9 sitji oft
þar og láti aðra sjá um aksturinn.
Kannski hefði verið best að prófa
bílinn úr aftursætinu, og láta ein-
hvern annan sjá um að keyra.
Eins og svo oft í kínverskum
bílum getur stjórnbúnaður verið
óþarflega flókinn. Til dæmis er
dáldið flókið að nota stýrikerfið
Þrjú tonn af sándi
Framendi
Hongqi er
ábúðarmikill og
minnir nokkuð
á Rolls Royce.
MYNDIR/TRYGGVI
ÞORMÓÐSSON
Hægt er að
leggja niður
öftustu sætin
með rafmagni
frá farangurs
rýminu.
Dýrasta útgáfan er með sjö skjái og eru tveir þeirra fyrir aftan framsætin.
Falleg viðar
áferð er á
miðjustokki og
fleiri stöðum og
efnisvalið gott.
Hægt er að sjá hleðslu rafhlöðunnar
á ljósum við afturhurðina.
sem er alls ekki blátt áfram og
langur vegur að sumum aðgerðum.
Annað gott dæmi er stillingar
á hliðarspeglum sem eiga ein-
faldlega að vera aðgengilegar og
auðlesanlegar. Því er ekki að heilsa
í Hongqi því það þarf talsvert að
hafa fyrir því að finna út úr því
hvernig þær eru, og ekki hjálpar að
handbókin er á kínversku. Þegar
búið er að finna rétta takkann í
stýrinu þarf annars vegar að nota
flettitakka fyrir hægri/vinstri og
hins vegar takka fyrir hljóðstyrk
fyrir upp og niður. Annað sem
kemur á óvart er að miðað við allt
plássið sem er í bílnum eru hólf í
minni kantinum.
Það er ekki skrýtið að margir
hafa líkt Hongqi E-HS9 við Rolls-
Royce útlitslega enda fékk merkið
Giles Taylor sem vann áður hjá
Rolls-Royce til að sjá um hönnun-
ina. Það má einnig líkja bílnum við
járnbrautarlest því að framendinn
er hár og áberandi. Þyngd hans er
líka eitthvað sem fær mann til að
hugsa um slíkt þar sem hann er
ekki langt sunnan við þrjú tonn að
þyngd. Það þarf því enga smá orku
til að koma þessum járnklumpi úr
kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða á
aðeins 4,9 sekúndum, en þangað
fer hann að því er virðist án fyrir-
hafnar. Það er svo annað mál þegar
kemur að því að stöðva alla þessa
þyngd, því að ekki er mikil mótor-
bremsa í báðum rafmótorunum
og því þarf að beita bremsu pedal-
anum meira en maður er vanur
í rafbílum. Aðeins meiri endur-
hleðsla fæst ef bíllinn er settur í
Eco-stillingu. Loftpúðafjöðrun sér
um að láta bílinn líða yfir verstu
ójöfnur, einnig þessar manngerðu,
og heldur honum líka stöðugum
á veginum þrátt fyrir þyngdina.
Það kemur líka á óvart hversu lipur
hann er þrátt fyrir stærðina en það
er reyndar títt um rafbíla. Líkt og
aðrir rafbílar er hann hljóðlátur á
vegi og það eina sem heyrist er smá
hvinur frá rafmótorunum.
Grunnverðið á Hongqi E-HS9
er 11.990.000 krónur og þegar það
er borið saman við keppinauta
í lúxus í sama stærðarflokki er
það bara nokkuð gott. Dæmi um
keppinaut er Mercedes-Benz EQS
SUV en grunnverð hans fer yfir 20
milljónir. Hvort kínverska merkið
nái að stela kaupendum frá þýsku
merkjunum er erfitt að segja og
víst er merkið í beinni samkeppni
við önnur merki BL eins og Range
Rover og BMW. Eftirspurnin eftir
lúxusgerðum rafbíla er hins vegar í
hámarki og því má vera að merkið
muni ná til sín sölu þar sem slíkir
bílar eru oftast upppantaðir áður
en þeir koma í sýningarsali. n
8 BÍ l a Bl a Ði Ð 8. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR