Fréttablaðið - 08.02.2023, Page 24
Audi er með miklar áætlanir
um að koma meira en 20
rafbílum á markað á næstu
þremur árum. Meðal þess
sem merkið kynnti sem
hluta af þessum áætlunum er
tilraunabíllinn Active sphere
sem vel gæti endað sem
framleiðslubíll árið 2027.
njall@frettabladid.is
Audi Activesphere er fjórði
tilraunabíllinn með „sphere“-
endingunni en hinir eru lúxus-
bíllinn Grandsphere, sportbíllinn
Skysphere og borgarjepplingurinn
Urbansphere. Activesphere er
hins vegar kúpulaga jepplingur af
stærri gerðinni. Audi hefur sagt að
merkið sé með bíl á prjónunum til
að keppa við G-línu Mercedes og
Land Rover Defender og Active-
sphere gæti vel átt þar við þar
sem um bíl er að ræða með mikla
veghæð. Audi kann líka vel að
framleiða bíla með fjórhjóladrifi
eins og Quattro-línan ber vitni um.
Audi vill hins vegar ekki smíða
bíl sem lítur út eins og gamaldags
jeppi, eða eins og aðalhönnuður
Audi sagði nýlega í viðtali við Auto
Express: „Við viljum ekki búa til
eftirlíkingu af Defender eða G-
línunni.“
Útlit Activesphere er dálítið sér-
stakt, með kúpulaga þaki yfir fjög-
urra dyra bílnum. Afturendinn er
dropalaga og getur afturendinn
virkað eins og pallur á pallbíl,
en glerið yfir farangursrýminu
rennur yfir þakið, og rafdrifinn
gluggi lokar þá farþegarýminu
frá farangursrýminu. Talsvert er
um undirakstursvarnir á bílnum
og með því að ýta á einn takka er
hægt að hækka bílinn upp um 80
mm.
Bíllinn er tæpir fimm metrar að
lengd og notar PPE-raf bílaundir-
vagninn sem gefur möguleika á
framleiðslu. Einn rafmótor er á
hverju hjóli sem samtals skila 436
hestöflum og 720 Nm togi. Bíllinn
er með 100 kWst rafhlöðu og er
drægi hans 600 kílómetrar, en bíll-
inn er með 800 volta rafkerfi og
ræður við allt að 270 kW hleðslu. n
Audi Activesphere verður
framleiddur árið 2027
njall@frettabladid.is
Range Rover Velar kom fram á
sjónarsviðið árið 2017 og því var
orðið tímabært að koma með tals-
verða uppfærslu á bílnum. Hann
fékk reyndar tengiltvinnútfærslu
2020 en P400e-tengiltvinnútgáfan
hefur fengið stærri rafhlöðu,
sem fer úr 13,6 kWst í 19,2 kWst.
Það þýðir að Range Rover Velar
kemst nú 65 km á hleðslunni einni
saman. Einnig er hleðsluhraði
aukinn í 50 kW sem þýðir að hann
verður með fljótari tengiltvinn-
bílum að fullhlaða rafhlöðuna.
Velar P400e er áfram með 398
hestafla vélbúnaði en útlits-
lega fær bíllinn endurhönnuð
díóðuljós, nýtt grill og endur-
formaðan afturstuðara. Að innan
fær bíllinn sömu innréttingu og
í nýjum Range Rover-bílum þar
sem aðaláherslan er á 11,4 tommu
„fljótandi“ upplýsingaskjá í
miðjustokki. n
Range Rover Velar í nýrri útgáfu
Eins og sést vel á þessari mynd getur stýrið fallið inn í innréttinguna.
Activesphere er öðruvísi nálgun á jeppa en við eigum að venjast en hann sameinar kosti kúpulaga jeppa og pallbíls.
MYNDIR/AUDI
Afturendinn er
dropalaga og getur
virkað eins og pallur á
pallbíl þegar glerinu á
farangursrýminu er
rennt upp yfir þakið á
bílnum.
Tengiltvinnútgáfan
hefur fengið stærri
rafhlöðu og kemst hann
nú 65 kílómetra á raf-
hleðslunni einni saman.
Komin er sama innrétting og í
nýjustu útfærslum Range Rover.
Breytingar að framan einskorðast við grill og aðalljós en komin er stærri raf-
hlaða fyrir tengiltvinnútgáfuna. MYNDIR/LAND ROVER
Talsverður dulbúningur huldi bílinn
sem náðist á mynd við prófanir í
Kína á dögunum. MYND/COCHESPIAS
njall@frettabladid.is
Volvo er um þessar mundir að
hefja prófanir á EX30-jepplingnum
en merkið birti skuggamynd af
bílnum fyrst í nóvember í fyrra.
Þar sást aðeins að bíllinn hefur
svipaðan afturenda og EX90
með svipuðum afturljósum.
Nýjar njósnamyndir af bílnum
við prófanir í Kína virðast renna
stoðum undir það að útlitið verði
eins og smækkuð útgáfa af EX90.
Að vísu er bíllinn í miklum dul-
búningi með svuntu yfir öllu nema
gluggum. Samt sést gluggalínan vel
og það sést votta fyrir innfelldum
aðalljósum.
Bíllinn byggir á sama SEA-undir-
vagni og Smart #1 og því er tæknin
að miklu leyti sú sama. Því má
búast við 268 hestafla afturhjóla-
drifinni útgáfu eða 420 hestafla
með fjórhjóladrifi. Með 68 kWst
rafhlöðu ætti rúmlega 400 km
drægið að duga flestum. Búast má
við að bíllinn verði frumsýndur
seinna á þessu ári. n
Njósnamyndir af Volvo EX30
MgB
ISGLÝSÍN
A
T
Léttari lund,
alla daga
vinnur gegn streitu og
skerpir hugsun
MAG-YOUR-MIND®
Schisandra
75 mg
300 mg 5 mg
100 mg
200 mcg
B6 vítamín
Burnirót
B9 (fólinsýra)bisglýsínat
Magnesíum
Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu
og á goodroutine.is
fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE®
K
AV
IT
A
10 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR