Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 27
Ég reyni alltaf að
nálgast öll mót
með smá kæruleysi. Ég
stend mig alltaf best
þegar ég næ að koma inn
í keppnina yfirvegaður
en ákveðinn.
Kolbeinn Höður Gunnarsson
Berglind Gerða Sigurðar-
dóttir er sölustjóri hjá
KAVITA og hefur starfað í
heilsugeiranum í fjöldamörg
ár. Berglind býr í Grafarvogi
og á þrjú börn. Hún hefur
mikinn áhuga á almennri
heilsu, mataræði, hreyfingu
og fæðubótarefnum.
Berglind hefur stúderað fæðu-
bótarefni, steinefni og allt sem
tengist slíkum efnum í mörg ár.
Hún segir mikið leitað til sín til að
fá ráð varðandi slíkt.
„Þegar vinkonur mínar standa í
heilsurekkanum í búðinni og vita
ekki hvað þær eiga að velja hringja
þær í mig til að fá ráðgjöf,“ segir
Berglind.
„Það skiptir líka máli hvenær
dags á að taka inn fæðubótarefni
og það er umræða sem ég hef
mikinn áhuga á og er alltaf til í að
ræða.“
„Ég hef tekið vítamín í mörg ár
og er líklega búin að prófa meira
en f lestir. Ég hef tekið mikið af
bætiefnum en einhverra hluta
vegna er C-vítamínið alltaf mitt
uppáhaldsefni. Mér finnst margir
gleyma C-vítamíninu, en það er
ótrúlega mikilvægt að muna eftir
þessu lykilvítamíni bæði út af
andoxunarefnum sem eru frábær
fyrir húðina og fyrir góðan svefn.
Ég legg til dæmis mikla áherslu á
að benda vinkonum mínum á að
taka C-vítamínið á kvöldin, þann-
ig virkar það langbest. Mér finnst
eins og sumir á mínum aldri haldi
að C-vítamín sé bara eitthvað
sem var trend í gamla daga og
fólk jafnvel ekkert að spá í það, en
þetta má ekki gleymast.“
Hefur ofurtrú á C-vítamíni
Berglind segir að C-vítamín sé
mikilvægt næringarefni sem
gegnir hlutverki í viðhaldi vefja og
framleiðslu á tilteknum tauga-
boðefnum.
Berglind notar C-vítamín frá
GOOD ROUTINE á hverjum degi
og hefur alla tíð haft ofurtrú á
C-vítamíni.
„Munurinn á þessu C-vítamíni
og öðru C-vítamíni er bromelain.
Það er efni sem finnst í ananas og
hjálpar til við bólgur og styrkir
ónæmiskerfið. Það hefur líka reynst
vel fyrir tennur og tannhold.“
Berglind hefur alla tíð stundað
mikla hreyfingu og hugað
vel að mataræði og almennri
heilsu. Berglind er sannfærð
um að sá lífsstíll stuðli að mun
sterkari andlegri heilsu og
komi í veg fyrir lífsstílssjúk-
dóma.
Berglind var því miður ein
af þeim sem lenti illa í Covid,
varð mjög lasin og lengi að
eiga við leiðindaeftirköst.
„Í bataferlinu áttaði ég mig
á því hvað það var mikilvægt
að fá heilsuna til baka. Þá kom
skýrt í ljós hvað það skiptir
miklu máli að velja réttan mat og
fæðubótarefni til að ná heilsu á
ný,“ segir hún.
„Það sem mér finnst áhuga-
verðast við C-vítamínið er að ég
er alveg laus við alla fótaóeirð og
almenna óeirð í líkamanum þegar
ég er dugleg að taka C-vítamín.
Þar af leiðandi verður svefninn
miklu betri. C-vítamínið eykur
líka upptöku járns í líkamanum.
Þegar við erum undir miklu álagi
andlega eða líkamlega er mikil-
vægt að líkaminn fái C-vítamín.
Ég er ekki hrædd við að taka of
mikið af C-vítamíni því það er
þannig vítamín að líkaminn
losar sig við það ef maður tekur of
mikið“
Framleiðum ekki C-vítamín
Þetta C-vítamín sem ég er að taka
er einstök vara sem veitir öfluga
vörn fyrir bæði ónæmiskerfið,
öndunarfærin og taugakerfið.
„Þetta er því tilvalin fæðubót
fyrir þá sem vilja verjast árstíða-
bundnum kvefpestum, bæta
C-vítamíni í daglegt mataræði
og taka inn góð andoxunarefni,“
útskýrir Berglind.
„Líkaminn getur ekki fram-
leitt C-vítamín sjálfur svo hann
þarf að fá það úr fæðu eða með
fæðubót. C-vítamínið í C-YOUR-
IMMUNITY® er í sínu náttúrulega
formi sem gerir það að verkum
að upptakan verður mun betri í
líkamanum.“
Berglind upplýsir að quercetin
og hesperidin séu náttúruleg efni
sem virka einstaklega vel saman
við að draga úr kvef- eða ofnæmis-
einkennum, styðja við bólgusvar
líkamans og draga úr virkni skað-
legra efnasambanda í líkamanum.
Eins og Berglind minntist á áður,
inniheldur varan einnig bromela-
in. Þá tegund ensíms sem kemur
úr ananas og hefur eiginleika til
þess að styðja við ónæmiskerfið
og öndunarfærin. n
Vörurnar frá Good Routine fást
í Krónunni, Hagkaup, Fjarðar-
kaupum, Lyfjum og heilsu, Apó-
tekaranum og á goodroutine.is
Mitt allra mest uppáhalds C-vítamín
Berglind Gerða Sigurðardóttir er sölustjóri hjá KAVITA og hefur starfað í
heilsugeiranum í fjöldamörg ár. MYNDIR/AÐSENDAR
C-vítamínið í C-
YOUR-IMMUNITY®
er í sínu náttúru-
lega formi.
Munurinn á þessu
C-vítamíni og öðru
C-vítamíni er bromelain.
Það er efni sem finnst í
ananas og hjálpar til við
bólgur og styrkir ónæm-
iskerfið.
Kolbeinn Höður Gunnars-
son setti Íslandsmet í 200
metra hlaupi og vann gull
í 60 metra hlaupi á Reykja-
víkurleikunum um síðustu
helgi. Hann setur stefnuna á
Ólympíuleikana í París 2024.
starri@frettabladid.is
Kolbeinn Höður Gunnarsson stóð
sig afar vel í frjálsíþróttakeppni
Reykjavíkurleikanna sem fram fór
í Laugardalshöll um síðustu helgi.
Hann setti Íslandsmet í 200 metra
hlaupi, þar sem hann bætti eigið
met, auk þess sem hann vann gull
í 60 metra hlaupi karla en hann
bætti Íslandsmetið í þeirri grein
fyrr á árinu.
„Það má segja að árangurinn
í 60 metra hlaupinu hafi verið í
samræmi við væntingar þótt ég
hefði viljað sjá betri tíma. En núna
er bara spurning um að hitta á
gott hlaup og þá er aldrei að vita
hvað gerist,“ segir Kolbeinn. „200
metra hlaupið var aðeins meira
„wild-card“ þar sem ég var búinn
að hlaupa nokkur hlaup sem voru
ekki alveg að smella saman tækni-
lega séð.
Ég vissi að ef ég næði að fram-
kvæma 200 metrana vel og í góðri
keppni gæti ég hlaupið hratt. En
ég átti ekki von á því að brjóta
næstum því 21 sekúndu múrinn,
hvað þá innanhúss.“
Stefnir á næstu Ólympíuleika
Stóra markmið Kolbeins er að
komast á Ólympíuleikana í París
árið 2024. „Það er þó ekki mögu-
leiki nema ég komist á þessa
Ólympíu- og afreksstyrki. Ég er
búinn að vera harka í þessu meira
og minna einn, fjármagna æfinga-
ferðir sem og keppnisferðir úr
eigin vasa á sama tíma og ég hef
minnkað við mig vinnu til að geta
einbeitt mér að hlaupunum. Þó hef
ég fengið fjárhagslegan stuðning
frá félaginu mínu, FH, sem og
aðstoð frá fjölskyldu og vinum eins
og þeir mögulega geta. Einnig vil
ég þakka styrktaraðilum mínum,
Nocco, Hreysti, Hleðslu/MS og
Unbroken.“
Settist á skólabekk
Kolbeinn starfaði hjá PwC árin
2021-2022 en þurfti að hætta
þar sem álagið var hreinlega of
mikið samhliða íþróttinni. „Í dag
stunda ég nám við Háskólann í
Reykjavík á íþróttafræðibraut og
ásamt því þjálfa ég 7.–8. bekk í
frjálsum hjá FH fjórum sinnum í
viku. Þegar ég er ekki að æfa, læra
og þjálfa reyni ég að verja eins
miklum tíma og ég get með Heru,
níu mánaða dóttur minni. Ég stefni
fyrst og fremst á það að vera góður
faðir fyrir dóttur mína eftir að
hlaupaferlinum lýkur.“
Spurt og svarað
Hvernig kemur þú þér helst í gírinn
fyrir mót?
Ég reyni alltaf að nálgast öll mót
með smá kæruleysi. Ég stend mig
alltaf best þegar ég næ að koma
inn í keppnina yfirvegaður en
ákveðinn. Daginn fyrir mót á ég
það til að sækja innblástur í „nörd-
inn“ í mér, en þá horfi ég á Ride
of the Rohirrim-senuna úr þriðju
Lord of the Rings myndinni. Ég
mæli með henni ef þið viljið alvöru
gæsahúð.
Hver er erfiðasti mótherjinn?
Það er ég sjálfur. Ég er í daglegri
baráttu við sjálfan mig að rífa mig
fram úr á morgnana til að taka
morgunæfinguna og peppa sjálfan
mig upp á æfingum til að fram-
kvæma eitthvað 3–5% betur. Þetta
er það sem er svo fallegt við frjálsar
íþróttir: Þú ert vissulega að „keppa“
við aðra þegar þú stígur á línuna,
en í rauninni ertu alltaf í grunninn
að keppa við þig sjálfan.
Hvað finnst þér gott að fá þér í
millimál?
Hrískökur með hnetusmjöri og
grænum eplum, banana, Barebell
prótínstykki eða Hleðslu. Þetta
þarf að vera eitthvað sem er fljót-
legt að gera og auðvelt að grípa með
því ég er oftast eitthvað á ferðinni.
Hvað gerir þú til að halda and-
legu heilsunni í jafnvægi?
Andlega heilsan er eitthvað sem
ég hef verið að berjast við upp á
síðkastið. Hún hefur því miður
fengið að sitja á hakanum sökum
tímaleysis og peninga. Það sem
hefur haldið mér gangandi síðustu
misseri er hreinlega að halda mér
sem mest uppteknum.
Hverjar eru helstu fyrirmyndir
þínar í íþróttum og í lífinu?
Í lífinu eru foreldrarnir auðvitað
helstu fyrirmyndirnar mínar. Ég
hef síðan byrjað að tileinka mér
það að hugsa um fyrirmyndir á
þennan veg: „Work until your idols
become your rivals.“ En til að gefa
þetta klassíska svar, ætli helsta
átrúnaðargoðið í frjálsum sé ekki
Usain Bolt. n
Nánar á Frettabladid.is
Er alltaf að keppa við sjálfan sig
Kolbeinn Höður
sækir gjarnan
innblástur fyrir
mót til Ride of
the Rohirrim-
senunnar úr
þriðju Lord
of the Rings
myndinni.
MYND/HLÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR
ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2023