Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 31
Gríðarleg óvissa ríkir um það hvort Kórdrengir mæti til leiks í Lengjubikarnum á föstudag. Liðið á þá leik gegn Breiðabliki en liðið hefur ekki komið saman frá síðustu leiktíð. Óvíst er hvernig framtíð félagsins lítur út. hordur@frettabladid.is. Fótbolti Saga Kórdrengja hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, liðið hefur farið hratt upp um deildir og átt góð ár í Lengjudeild karla. Davíð Smári Lamude lét af störfum sem þjálfari liðsins síðasta haust og síðan þá hefur liðið ekki komið saman til æfinga og er enn án þjálfara. Framtíð félagsins hefur verið í lausu lofti en Kórdrengir hafa átt í viðræðum við FH um að þeir taki liðið yfir. Ekki hefur hins vegar verið gengið frá neinu og Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnu- mála hjá FH, hefur ekki svarað í síma undanfarna daga. Kórdrengir eiga að mæta Breiða- bliki í Lengjubikarnum á föstudag en eins og staðan er í dag ríkir gríð- arleg óvissa um hvort leikurinn fari fram. Aðeins fjórir leikmenn eru samningsbundnir Kórdrengjum og þarf að hafa hraðar hendur ef á að manna ellefu manna lið eftir tvo daga. Í höfuðstöðvum KSÍ er búist við því að Kórdrengir mæti til leiks. „Ég veit ekki neitt annað en að þeir mæti til leiks,“ segir Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Birkir segist eins og aðrir vita af stöðu félagsins en hefur átt í sam- skiptum við forráðamenn Kór- drengja undanfarið. „Ég hef heyrt í þeim og þeir hafa tilkynnt þátt- töku. Þeir vita af sínum leikjum, ég veit ekki annað en að þeir mæti til leiks gegn Blikum.“ Birkir segist ekki fylgjast með því hvort liðið sé í raun með þjálf- ara eða leik- men n, það sé ekki á hans borði. „Það er eitt- hvað sem ég er ekki að fylgjast með, ég hef heyrt í þeim og veit ekki annað en að þeir mæti til leiks á föstudag,“ segir Birkir. n Býst við að Kórdrengir mæti til leiks Saga Kórdrengja Félagið var stofnað árið 2017 og tók þá þátt í 4. deild karla, liðið var hársbreidd frá því að komast upp um deild í fyrstu tilraun en ári síðar tókst það. Árið 2019 tóku Kórdrengir þátt í 3. deildinni og fóru upp, ári síðar flaug svo liðið upp úr 2. deildinni og hefur í tvö ár tekið þátt í Lengjudeildinni. Árið 2021 var liðið lengi vel að berjast um að komast upp í efstu deild og í fyrrasumar endaði liðið í fimmta sæti deildarinnar. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Manchester United og Leeds mætast í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið í ensku úrvals- deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á Old Trafford. Eftir slæma byrjun á tímabilinu berst United nú nálægt toppnum. Með sigri í kvöld jafnar liðið granna sína í Manchester City að stigum og kemur sér fimm stigum á eftir Arse- nal. Þess ber þó að geta að City mun eiga leik til góða eftir leik kvöldsins og Skytturnar tvo leiki. Það er því ljóst að með sigri geta stuðningsmenn United leyft sér að dreyma um toppbaráttu fram á vor. Leeds er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið er án knattspyrnustjóra eins og er eftir að Jesse Marsch var rek- inn í vikunni. Þá er Leeds í hörku fallbaráttu og mæta leikmenn án efa dýrvitlausir til leiks á Old Traf- ford. United verður án þeirra Casem- iro, sem er í banni, og Christian Eriksen, sem er meiddur, í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20. n Von United lifir með sigri í kvöld Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United. FH þarf að hafa hraðar hendur ef félagið ætlar að taka yfir Kórdrengi og mæta til leiks gegn Blikum á föstudag. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari KVIKMYNDAGETRAUN í samstarfi við MYNDFORM 6 miðar í bíó, popp&gos Farið inn að KVIKMYNDIR.IS svarið nokkrum laufléttum spurningum í boði þáttarstjórnanda BÍÓBÆRINN Fréttablaðið íþróttir 158. Febrúar 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.