Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 37
Pamela hóf feril sinn sem fyrirsæta en sló síðan í gegn í sjón- varpi sem aðalstjarna Strandvarðanna. kvikmyndir Pamela, a love story Leikstjóri: Ryan White netflix Nína Richter Það er erfitt að sjá fyrir sér að heim- ildarmynd eins og Pamela, a love story, hefði orðið til, ef ekki hefði verið fyrir MeToo-byltinguna. Pamela skilar hér skömminni í nýrri Netflix-heimildarmynd sem kom út 1. febrúar, á sínum eigin forsendum. Fyrir þá sem aldrei hafa heyrt á Pamelu minnst, er hún bandarísk leikkona sem hóf ferilinn sem fyrir- sæta og síðar sjónvarpsleikkona og stjarna Strandvarðaþáttanna geysi- vinsælu, sem voru meðal vinsælustu þátta tíunda áratugarins. Pamela var eitt þekktasta kyntákn á Vestur- löndum. Hún gifti sig margsinnis, var á tímabili gift trommuleikar- anum Tommy Lee og eignaðist með honum tvo syni. Meðan á hjóna- bandi Pamelu og Tommy stóð var kynlífsmyndbandi úr einkasafni hjónanna stolið, sem breytti ferli Pamelu til frambúðar. Kynlífsmynd- bandið var meðal fókuspunkta í leiknu þáttunum Pam & Tommy, sem framleiddir voru í óþökk stjörnunnar í fyrra. Í framhaldinu afréð Pamela að rita ævisögu sína, og þvert á það sem allir héldu, þá gat þessi ljóshærða þokkagyðja svo sannarlega skrifað. Hún hafði raunar skrifað alla sína stórmerki- legu ævi. Heimildarmyndin Pamela, a love story, veitir magnaða innsýn í dagbókarskrif Pamelu Anderson, en hún veitir framleiðendum ótak- markaðan aðgang að hugsunum sínum sem hún hefur fest á blað síðan hún var barn. Í Pamela, a love story, er ein- kennandi stílbragð eða andi, sem einkennist af þessu sambandi stjörnunnar við dagbókina. Myndin verður gríðarlega sterk og sannfær- andi fyrir vikið, og einlægari en ber að venjast í sambærilegu efni. Erindi Pamelu er brýnt því hún vill útskýra sína hlið og það gerir hún ekki með afsökunum eða „já, en,“ heldur fer hún kinnroðalaust, lið fyrir lið, yfir feril varðaðan of beldi og mis- beitingu valds gegn ungri konu sem með erfiðan bakgrunn reyndi að fóta sig í Los Angeles. Titill myndarinnar er vísun í róm- antíkerinn Pamelu, en ekki síður lýsandi fyrir ástarsamband heims- ins við táknmyndina. Hún stígur hér út fyrir þann ramma, fegurri en nokkru sinni. n niðurstaða: Það hrífast allir af Pamelu sem horfa á þessa mynd. Hún hefur staðið í fæturna af óbilandi þrautseigju og kynnst dimmustu og björtustu stöðum bandaríska skemmtanaiðnaðar- ins. Ferill hennar er magnaður spegill á samfélag sem er að læra hægt en læra þó, að konur eru fyrst og síðast manneskjur. Að elska Pamelu Anderson Pamela gerir feril sinn og líf upp kinnroðalaust lið fyrir lið í myndinni. kvikmyndir Napóleonsskjölin Leikstjórn: Óskar Þór Axelsson Handrit: Marteinn Þórsson byggt á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar Aðalhlutverk: Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox, Iain Glen, Ólafur Darri Ólafsson, Wotan Wilke Möhring Þórarinn Þórarinsson Áður en Arnaldur Indriðason sneri sér að reyfaraskrifum með fádæma góðum árangri var hann kvik- myndagagnrýnandi á Morgun- blaðinu og var sem slíkur einn sá öflugasti á landinu um langt árabil. Spennubókin Napóleonsskjölin var þriðja skáldsagan sem hann sendi frá sér og þykir almennt og kannski eðlilega í ljósi fyrri starfa sú „kvikmyndalegasta“ í höfundar- verkinu sem hefur stækkað allveru- lega frá því bókin kom fyrst út 1999. Bíórýnirinn Arnaldur vissi að sjálfsögðu upp á sína tíu fingur hvað og í hvaða hlutföllum þarf til þess að keyra góða spennumynd, og þar með sögu, áfram og enginn skortur var á þeim frumefnum í Napóle- onsskjölunum sem sprengdi rithöf- undarferilinn í gang fyrir alvöru. Spennuepli og hasarappelsínur Skáldsaga er samt alltaf skáldsaga og kvikmynd alltaf kvikmynd og eðlismunurinn þar á veldur því undantekningalítið að það er allt- af snúið að laga bók að bíó sama hversu kvikmyndalegur frumtext- inn er. Breytingar og styttingar eru óhjákvæmilegar og spurningarnar um hverju skuli haldið og hverju sleppa eru ágengar og nánast enda- lausar. Handritshöfundurinn Marteinn Þórsson og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson lentu Napóleonsskjöl- unum í bíó með því að færa sögu- sviðið úr nálægri fortíð 1997 fram á vora snjalltækjavæddu og kaótísku daga auk þess sem texta Arnaldar er þjappað og hann straumlínu- lagaður með því að velja ákveðnar áherslur. Allt gott og blessað svo sem þótt sjálfsagt geti verseraðir og bók- stafstrúaðir lesendur Arnaldar látið ýmislegt fara í taugarnar á sér. Þau um það. Svona er þetta bara og þessi Napóleonsskjöl eru ekki bók heldur hart keyrð hasar- spennumynd að hætti Hollywood. Napóleonsskjölin er það sem hún er og kemst ekki síst býsna vel upp með það vegna þess að hún reynir ekki að vera neitt annað og ljóst að höfundar hennar eru ekkert að taka sig of hátíðlega. Banvænt leyndarmál undir jökli Myndin hefst með skemmtiferð þriggja íslenskra flippkisa á Vatna- jökul þar sem þau ramba á flak flug- vélar sem er svo kyrfilega merkt hakakrossum að ekki þarf að efast neitt um hvaðan hún var að koma og á hvaða árabili hún brotlenti á Íslandi. Elías, einn þremenninganna, er rétt búinn að ná að taka upp síma- myndband og sjálfu, með gadd- freðnu líki uppádressaðs nasista, innan úr f lakinu og senda stóru systur sinni, henni Kristínu, þegar þungvopnaðir Ameríkanar birtast í þyrlu og fjandinn verður laus. Hvergi fer milli mála að meintur, dularfullur varningur vélarinnar og myndskilaboð Elíasar til Krist- ínar eru eitthvað sem er þess virði að halda leyndu og drepa fyrir og þar sem Kristín er komin með þetta eitthvað sem keyrir atburða- rásina áfram og Hitchcock kallaði „McGuffin“ er hún orðin helsta við- fang vondu kallanna og þá um leið aðalpersóna myndarinnar. Brunað yfir gloppur Myndin hrekkur þarna strax í fimmta gír enda mega skúrkarnir engan tíma missa og ósköp venju- leg Reykjavíkurnótt umturnast í „hitchcockískt“ helvíti þar sem ósköp venjuleg kona, lögfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu, á fótum fjör að launa í vægast sagt óvenjulegum og lífshættulegum aðstæðum. Eins og vera ber með slíkar per- sónur leynir hún á sér, er verulega f ljót að hugsa, úrræðagóð og ein- örð og leggur allt undir í leitinni að bróður sínum og sannleikanum um Napóleonsskjölin. Framvindan er á köf lum með hinum mestu ólíkindum og götin í plottinu eru mörg og sum hver býsna stór. Þetta kemur þó varla að sök ef horft er á myndina með réttu hugarfari og á forsendum hennar. Óskar Þór keyrir þetta gríðarlega hratt áfram og magnar á góðum köf lum upp slíka háspennu að það má vera helvíti tuðgjarnt og leiðinlegt fólk sem hefur ráðrúm og nennu til þess að hnjóta um hnökrana í sögunni og láta truf la sig að í hlutverki Kristínar er Vivian Ólafsdóttir f ljótari en Bruce Willis á góðum degi að jafna sig á miklum blóðmissi úr skotsári sem ætti að duga til þess að koma hraustasta fólki lóðbeint yfir móðuna miklu. Napóleonsskjölin er mynd sem gerir þá einföldu kröfu til áhorf- enda að þeir sleppi raunveruleika- tengingunum og láti af vantrúar- tilhneigingum sínum í eins og tvo klukkutíma og þá er þetta bara gaman. Harðari en Bruce Óskar Þór hefur áður sýnt og sannað að honum er einkar lagið að fleyta skáldskap af bók í bíó. Hann fram- kallaði fínerís hrollvekju með Ég man þig upp úr samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttir og frumraunin sem hann þreytti með Svörtum á leik eftir Stefán Mána var frábær glæpamynd og sennilega enn sú besta sem hér hefur verið gerð. Hér treystir hann, sem fyrr, mikið á persónur og leikendur og enn með góðum árangri. Persónusköp- unin er að vísu dálítið upp og ofan í Napóleonsskjölunum en hraðinn færir aftur fókusinn af göllunum og leikarar í góðum gír sjá um rest. Vivian, sem steig fram sem eitt eftirminnilegasta hörkutól íslenskra bíómynda í Leynilöggu, sveif last þægilega milli sjarma og hörku þannig að hún er okkar kona strax frá fyrsta ramma. Sama má segja um Jack Fox í hlutverki háskólaprófessors og úrelts ástar- viðfangs Kristínar sem f lækist í atburðarásina með henni og hinn þýski Wotan Wilke Möhring tekur skemmtilegan snúning á ísköldum leigumorðingja sem reynist meðal annars fullstór biti fyrir íslenskar drykkjukempur að kyngja. Sérsveitin mætir Hvað leikarana varðar getur maður helst harmað að sá stórskemmtilegi og eitursvali skoski leikari Iain Glen hafi ekki fengið úr meiru að moða sem aðal vondi kallinn. Mest vigt er síðan í þeim Þresti Leó Gunnarssyni, einhverju mesta náttúrutalenti síðari tíma, og Ólafi Darra. Þröstur er í smáhlutverki sem maður hefði alveg viljað sjá stækka því hann þarf ekki nema rétt að birtast til þess að smita öll sín verk- efni einhverjum undarlegum virðu- leika. Rétt eins og Ólafur Darri sem kemur til skjalanna á hárréttum tímapunkti þegar myndin er aðeins að missa dampinn eftir æsilegan fyrri hluta. Látlaus krafturinn í leik hans lyftir myndinni um það sem til þarf þegar hann kemur með nauð- synlega kómík í púkkið um leið og hann þyngir dramatíkina. n niðurstaða: Þegar allt er tekið saman og skautað yfir glopp- urnar í sögunni á vel heppnuðu amerísku hasarmyndatempói er bara ekkert hernaðarleyndarmál að Napóleonsskjölin er hörkufín spennumynd og góð skemmtun á alþjóðlegan mælikvarða. Vivian meira hörkutól en Bruce Willis Ólafur Darri setur sterkan svip á Napóleonsskjölin án þess að skyggja á Vivian í aðalhlutverkinu. Myndir/SAgAfiLM Vondu kallarnir, Iain Glen og Wilke Möhring eru andskotanum skæðari. FréttABlAðið lífið 218. FeBrúAr 2023 MiðViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.