Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18 Fyrirsögn á dúllu 2 9 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | menning | | 19 LíFið | | 22 LíFið | | 20 Fréttir | | 9 Fyrirsögn á dúllu Stjörnuleitinni lýkur Frumraun Þóru sem leikstjóra F ö S t U D A g U R 1 0 . F e b R ú A R| Fyllt á tank tímans Heimurinn svarar kallinu M O L A R borgarleikhus.is Tryggðu þér miðaMátulegir Sviðsútgáfa af kvikmyndinni Druk Í kuldanum og óveðrinu sem hefur sett svip sinn á landið að undanförnu hrýs vafalaust mörgum hugur við þeirri tilhugsun að iðka útiíþróttir. Brimbretta- kappar virðast ekki vera þar á meðal, því ofurhugar úr þeirra röðum skelltu sér í sjóinn utan við Gróttuvita á Seltjarnarnesi í gær og léku þar listir sínar á öldunum. Ekki er annað að sjá en að þeir hafi verið í essinu sínu í ólgusjónum. FréttabLaðið/anton brink Kári Stefánsson segir stjórnarkonu í Samtökum um líkamsvirðingu „úti í mýri“ í umræðunni um megrunarlyf. Offita sé stærsta heilbrigðis- vandamál samtímans. odduraevar@frettabladid.is HeiLbRigðiSmáL „Það er algjör firra að halda því fram að ef einhver segir við þig að heilsu þinni steðji hætta af offitu þinni sé þar með verið að sýna þér litla virðingu,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísar Kári í ummæli næringar- fræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttur, stjórnarkonu í Samtökum um líkamsvirðingu, í viðtali á vef Fréttablaðsins um að vísindaleg rök styddu ekki skil- greiningu á offitu sem sjúkdómi. Sagði Vilborg notkun megrunar- lyfja á borð við Ozempic og Sax- enda ekki heldur studda slíkum rökum. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfi svefni, slitgigt hjá ungu fólki og alls konar krabbameinum. Það sem meira er, að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mæli- kvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig að það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári. Vilborg sé „alveg gjörsamlega úti í mýri“. Kári segir fyrrgreind lyf létta fólk á marktækan hátt og línulegt sam- band sé milli þyngdartapsins og minnkunar á hættunni af öllum þessum sjúkdómum. „Lyfin sem hún er að henda skít í eru íhaldssamari leiðin til þess að takast á við þetta.“ sjá síðu 4 nánar á frettabladid.is Kári fagnar megrunarlyfjum Lyfin sem hún er að henda skít í eru íhalds- samari leiðin til þess að takast á við þetta. Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar LOFtSLAgSmáL Hundrað vísinda- menn við Háskólann í Hamborg segja að heimurinn hafi misst af tækifærinu til að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum. Með hlýnun súrnar sjórinn og fiskimið Íslands eru í hættu. Verið er að reisa rannsóknar- stöð í Grindavík þar sem gerðar verða tilraunir með loðnu í hlýjum og súrum sjó. Ef loðnan þolir ekki breytingarnar er fæðuöflun þorsks, einnar helstu undirstöðu íslensks efnahagslífs, í hættu. sjá síðu 8 Fiskimið í hættu vegna súrnunar Spáð er að hlýnunin geti náð 1,5 gráðum eftir aðeins átta ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.