Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 28
Bensín- sjoppan bjó mann til, var eins og hjálpar- dekk á vegferð þroskans. Frá sleikjó upp í fyrstu sígar- ettuna. Gamalkunni bensínaf­ greiðslumaðurinn hefur hengt sloppinn á snagann, en í stað hans eru komin ung­ menni sem afgreiða ís og djús, brauð og borgara, ellegar þau þjónusta hjólafólk og listunn­ endur af öllu tagi. ser@frettabladid.is Æskuminningin er lykt. Blanda af angan og stybbu. Og einhver sátt við hvorutveggja. Jafnvel öryggistilfinning. Af því að gamla bensínsjoppan var athvarf manns á barnsaldri, allt frá sleikjó upp í fyrstu sígarettuna, en þess á milli var það pylsa og vall­ as, í mínu tilviki sú norðlenska með hráum og rauðkáli innan um sinnep og remúlaði. Og það var ekki drukkið kók fyrir norðan. Bara vallas. Stundum þó mix. Þessir eyfirsku eðaldrykkir sem voru áminning þess að ekkert þyrfti að stóla á sunnlenska sollinn. Svo var hangið þarna dagpart. BP. Esso. Shell. Þrenningin heilaga; kommar, framsókn, íhald. En auðvitað voru þær flokkspóli­ tískar. Bensínbúllurnar. Eins og allt annað í denn. ­ ­ „Hittumst bara niðri í sjoppu.“ Það var viðkvæðið. Bensínsjoppan var miðpunktur hversdagsleikans. Og hún bjó mann til, var eins og hjálpardekk á vegferð þroskans. Frá sleikjó upp í fyrstu sígarett­ una. Gott ef landinn var svo ekki seld­ ur á bak við hús. Hvað svo sem var í honum. Aldrei góður. Eiginlega afleitur. ­ ­ Núna horfir miðaldra fólkið á bensínsjoppurnar verða eitthvað allt annað en það sem blasir við í æskumyndinni. Og þegar ekið er fram hjá þeim á jepplingi milli­ tekjuhópsins kemst ekki önnur hugsun að en að allt sé breytingum háð, allt eigi sína afmörkuðu stund, ekkert vari að eilífu. ­ ­ Og það er eitthvað skrýtið fyrir þessa kynslóð, sem ólst upp í þess­ ari yndislegu blöndu af angan og stybbu, að sjá sjoppurnar breytast í brauðbúðir og brasserí, djúsgerðir og ísskála, jafnvel reiðhjólaverslanir og listasöfn. Og hvað næst? Apótek? Læknastofur? Og maður stendur eftir með bens­ índæluna í hendi, roskin mann­ eskjan, úti á plani – og fyllir bílinn enn einu sinni, með þennan breytta tíma innan seilingar. Og ef maður vogar sér inn fyrir, sem er ekki sjálfgefið, líður einhver allt önnur angan um vitin en gamli sambræðingurinn af smurolíu og hráum, sinnepi og rúðuvökva, af notuðum tvisti og tíma sem stóð í stað. ­ ­ Þeim gamla tíma. Farna tíma. n Tankur sögunnar fylltur á gömlu góðu bensínstöðinni Gamla Shell- stöðin úti á Nesi, síðar Orkan, er orðin að ísbúð. Fréttablaðið/ anton brink Hlöllabátar hafa komið sér fyrir í gömlu Shell-sjoppunni í Öskjuhlíð. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Vel smurðum, óhreinum borgurum og rifjum er nú dælt út á gömlu Shell- stöðinni við norðanverða Miklubraut. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Á Birkimel, vestur í bæ, er núna að finna djúsgerðina hans Jóa, en hvorki tvist né smurolíu. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Á austanverðum Laugavegi er ein frægasta bensínsjoppa allra tíma, þar sem Næturvaktin var tekin upp, en hún selur nú brauð og kruðerí. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Við sunnan- verða Miklu- braut hefur rúðupissinu verið skipt úr fyrir ávaxta- drykki, pressaða á staðnum. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Neðarlega á Háaleitisbraut hefur lyktin af hráum og remólaði vikið fyrir keðjuvökva og dekkjalykt af allra handa reiðhjólum. Fréttablaðið/anton brink Frumlegustu umskiptin eru í Hamraborginni í Kópavogi, en gamla bensín- sjoppan í þeim nafla alheimsins er núna orðin að forláta listsýningaplássi. Fréttablaðið/ anton brink 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.