Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 11
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Í gær náði ég mér í nokkra báru- járnsafganga hjá manni í Hafnar- firði, sem ég ætla að nota sem þak á forláta hjólaskýli. Þessi viðskipti fóru þannig fram að fésbókarsíða fólks sem býr yfir afgangsbygg- ingarefnum var skoðuð, og þar reyndist sem sagt þessi maður búa yfir afgöngum af svörtu bárujárni, sem hann vildi losna við, og ég þurfti. Frábær hringrás og góð nýting á efnum og allir glaðir. Almennt séð er það mjög gott að sá kimi hagkerfisins sem höndlar með afgangsefni og endurnýtingu á úrgangi, sé vaxandi, og haugar af dóti séu sóttir og notaðir. Á þessum hugsunarhætti geta þó verið furðu- legar hliðar. Til dæmis er grunsam- legt ef mikil verðmæti fást gefins á svona síðum eða verið er að selja til dæmis gullúr eða Apple tölvur á mjög lágu verði. Slíkt gæti jú verið þýfi, eða á einhvern hátt illa fengið fé, eða gæti bent til þess að við- komandi væri að gefa eitthvað sem hann í raun ætti ekki, eða kynni ekki að meta. Í gegnum tíðina, sem ég hef skoðað ýmsa miðla í leit að ókeypis verðmætum eða notuðu dóti á góðu verði, hef ég rekið augun í það að íslenska ríkið er mjög umfangs- mikill aðili í þessum geira. Íslenska ríkið hefur ítrekað auglýst mjög ríkuleg verðmæti á þessum síðum — og þá meina ég mjög, mjög mikil verðmæti — og þessar auglýsingar eða færslur hafa iðulega vakið undrun mína. Ég ætla að nefna nokkur dæmi. Fyrir mörgum áratugum, í notað og nýtt dálki í einhverjum af gömlu dagblöðunum sá ég til dæmis að íslenska ríkið auglýsti heila sjávarauðlind. Auglýsingin var einhvern veginn svona: Er með sjávarauðlind — þorsk, ýsu, loðnu, humar, og margt fleira af fínu sjávarfangi í sjó umhverfis Ísland. Fæst ókeypis ef sótt. Nokkru síðar auglýsti íslenska ríkið aftur, svona rétt þegar internetið var að byrja, að mig minnir. Þá var ríkið að gefa frá sér orkuauðlind. Auglýsingin, gott ef hún var ekki á bland.is, hljómaði einhvern veginn svona: Erum með fossa, hveri, ár og þess háttar sem hæglega má nýta til að framleiða orku. Fæst ókeypis ef sótt. Ekki var að spyrja að við- brögðunum. Nokkrir stórir aðilar, erlendir, sáu sér fljótt leik á borði, og nú hefur tekist að koma upp undir 80% af orkunni í þeirra hendur fyrir slikk. Markmiðinu náð. Það var ómögulegt að láta þetta liggja svona ónotað. En furðulegt samt. Það hefði vafalítið verið hægt að fá fyrir þetta gott verð. En þetta hélt áfram. Bankar fást fyrir gjafverð. Ríkið vill losna við þá. Ísland allt, náttúruperlur og allt meðfylgjandi fæst ókeypis fyrir túrista. Bara að koma á staðinn. Íslenska ríkið hlýtur að vera einhver gjafmildasti aðili sem um getur í sögu mannkyns. Það sem er áhugavert við þessar auglýsingar og færslur íslenska ríkisins um ókeypis verðmæti, er að í þráðum og samtölum um þessi viðskipti ber iðulega á því að einhverjir geri kröfu um að þeir sem fái verðmæt- in borgi fyrir þau. Mörgum sárnar óréttlætið í þessu, sem kallað er. Mörgum finnst skrýtið að sumir Ókeypis ef sótt geti fengið svona verðmæti og skapað sér mikinn auð úr þeim. En þessar vangaveltur hafa jafnan verið útkljáðar með þeim hætti að sá sem fengið hefur verðmætin fyrir slikk eða ekki neitt segir ein- faldlega að hann geti ekki borgað. Þar með er það mál útrætt. Þeir sem fengu sjávarauðlindina geta ekki borgað, segja þeir. Þeir sem fengu orkuauðlindina geta alls ekki borgað meira. Allir segjast fara á hausinn ef þeir þurfa að borga. Og ríkið gerir ekki athuga- semdir við þau svör. Þetta er allt í góðu. Íslenska ríkið, þrátt fyrir gagnrýni, lætur ekki af þessari gjafsemi. Nú síðast hefur örlætið birst í því að íslenskir firðir hafa verið auglýstir til notkunar. Aug- lýsingin hefur hljómað svona: Höfum fyrirliggjandi nokkra víða firði með lífríki og þess háttar, til dæmis á Vestfjörðum, þar sem er hægt að rækta fiska í sjókvíum. Fæst ókeypis. Nú er svo komið að fólk er farið að reka í rogastans yfir þessu furðulega hátterni ríkis- valds. Hvað er hér á seyði? Hvaða hugsanavilla er hér á ferðinni? Nú síðast hefur sjálf Ríkisendur- skoðun barið í borðið og gefið út skýrslu sem er einn samfelldur áfellisdómur yfir þessu háttalagi. Sjókvíaeldi hefur vaxið stjórn- laust. Fáir stórir aðilar hafa fengið að vaða í firðina án allrar reglu- umgjarðar og án þess að þurfa að borga fyrir leyfi. Þetta er rugl. Meira að segja maðurinn í Hafnarfirði hafði vit á því að rukka smá fyrir þá báru- járnsbúta sem voru heillegastir. Ég svaraði auðvitað: „En þá fer ég á hausinn.“ Djók. n Frjáls framlög enginn kostnaður! www.facebook.com/samferdafoundation Þú finnur okkur á Facebook – ekki hika við að fylgja okkur þar, við gerum góðverk í hverjum mánuði fyrir íslensku þjóðina. Hjá okkur í Samferða er enginn kostnaður og allt rennur óskert til þeirra sem þurfa svo sannarlega á að halda. Þú getur hringt í eftirtalin númer: VILTU GLEÐJA FORELDRA LANGVEIKRA BARNA EÐA FJÖLSKYLDUR ÞAR SEM FORELDRI ER AÐ GLÍMA VIÐ LÍFSÓGNANDI SJÚKDÓM? 907 1081 - 1.000 kr. 907 1083 - 3.000 kr. 907 1085 - 5.000 kr. 907 1090 - 10.000 kr. Fréttablaðið skoðun 1110. Febrúar 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.