Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 24
Fólk er stundum að tala um að vilja kyssast eða að rifja upp þegar þau voru einu sinni saman. Rakel Adolphsdóttir, sagnfræðingur Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Innilegar þakkir til ykkar sem heiðruðuð minningu Ólafs Hauks Árnasonar og sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát hans og útför. Jósefína Ólafsdóttir Hilmar Finnsson Árni Ólafsson Þorgerður Sigurðardóttir barnabörn og langafabörn Það getur verið erfitt að fanga yndi augna þinna í orð. Fréttablaðið/ Getty Bréf Haraldar Jónssonar (1897–1967) til Maríu Thoroddsen (1906–1976). Þau gengu að eiga hvort annað árið 1930. Bréfið hefur hann svo: Guðdóm- lega mær! Ljós augna minna og hunang hjarta míns! Mynd/aðsend Íslendingar hafa löngum verið duglegir að skrifa ástarbréf, hvort heldur til að tjá tilfinningar sínar eða lýsa yfir sínum holdlegu þrám. arnartomas@frettabladid.is Nú þegar Valentínusardagur er handan við hornið hefur Félag um átjándu aldar fræði ákveðið að blása til málþings þar sem tekin verða fyrir ástarbréf frá síð- ustu öldum. Þótt tyllidagurinn eigi sér ekki djúpar rætur í íslensku samfélagi hafa Íslendingar þó verið lunknir að tjá sig um ástina í bréfaskriftum í þó nokk- urn tíma. „Ég ætla að taka fyrir ástarbréfin sem mér hefur tekist að finna á Kvennasögu- safni og eru varðveitt hér,“ segir Rakel Adolphsdóttir sagnfræðingur. „Það er ekki svo einfalt að finna ástarbréfin því það er ekkert leitarorð sem slíkt – það er bara skráð hvaða bréf eru til og svo þarf bara að fara í gegnum bréfin til að sjá hvað eru ástarbréf og ekki. Svo eru sum bréf sem er spurning hvort séu ástarbréf, yfirleitt bréf kvenna til annarra kvenna.“ Bréfin sem Rakel hefur farið í gegnum spanna tímabilið 1900 til 1940. Það sem geymdist helst voru bréfaskriftir milli ungs fólks í tilhugalífinu sem endar í hjónabandi. „Þau eignast í kjölfarið börn sem varð- veita síðan bréf beggja aðila,“ útskýrir Rakel. „Það getur verið mjög áhugavert að sjá muninn á því sem þær senda þeim og svo svörunum, því þetta er jú samtal.“ Þrá og fjarlægð Rakel segir að turtildúfurnar hafi marg- ar hverjar komist vel að orði. „Þetta er frekar orðheppið fólk og vel læst. Þetta er vel menntað fólk að mestu sem er í efri lögum samfélagsins þegar kemur að stétt,“ segir hún og bætir við að það skipti líka máli hvort bréfin hafi verið geymd eða yfirleitt náð á áfanga- stað. „Það eru ekki allir sem geyma ástar- bréfin – sumir brenna þau og svo voru ekki allir sem komu með þau á safnið.“ Ástæðurnar fyrir því að fólk ákvað að senda ástarbréf voru af ýmsum toga. „Það er mikið af svona punktur, punkt- ur, punktur, en þar sem þetta er ungt fólk yfirleitt þá er mikið af holdlegri þrá,“ segir Rakel. „Það sem býr oft til ástarbréf er einhvers konar fjarlægð því þá er fólk ekki að hittast og tala saman.“ Holdlegar stundir En hvernig var stíllinn hjá fólki? Er þetta klúrt eða dannað? „Fólk er stundum að tala um að vilja kyssast eða að rifja upp þegar þau voru einu sinni saman,“ segir Rakel sem telur karlana líklegri til að skrá niður mikla þrá. „Konurnar vilja heldur geyma þetta þangað til þær voru komnar undir fjögur augu. Þær virðast samt alveg þrá þá jafn- mikið líka.“ Það var eitt og annað sem kom á óvart við samantektina. „Það kom mér mest á óvart hvað þau voru opinská með það að vilja hittast og eiga saman einhverjar holdlegar stund- ir,“ segir Rakel og hlær. „Ég hélt að þau myndu kannski tala meira undir rós.“ Vonlausir vonbiðlar Þá er líka munur á innihaldinu milli ára. „Bréfin í kringum 1900 eru meira ást- kær og virka kannski ljóðrænni,“ segir Rakel. „Þegar við erum komin nær 1930 þá virka þau aðeins æstari. Þetta er kannski einhver breyting á kynslóð og hvernig þau skrifa. Þá eru bókmennt- irnar í kringum þau kannski aðrar sem gæti breytt stílnum.“ Rakel bendir á að almennt séu fá bréf frá vonbiðlum eða mönnum sem vilja bjóða konum á stefnumót enda hafi þau síður varðveist í gegnum árin. „Það sem lifir er almennt bréfin á milli fólksins sem varð hjón. Sum eru of boðslega falleg enda er þetta efnis- legur hlutur sem þú getur lesið aftur og aftur og haldið nærri hjarta þínu. Fólk átti stundum kistur af ástarbréfum sem það geymdi heima hjá sér. Í dag er þetta meira kannski í SMS-skilaboðum og spjalli.“ n Ástarbréf þá og nú 1824 Simón Bolívar verður einræðisherra í Perú. 1863 Alanson Crane fær einkaleyfi á slökkvitæki. 1931 Nýja-Delí verður höfuðborg Indlands. 1943 Orlofslög eru samþykkt á Alþingi sem tryggja einn frídag fyrir hvern unninn mánuð. 1962 Tveir farast þegar togarinn Elliði frá Siglufirði sekkur út af Snæfellsnesi. Togarinn Júpíter bjargar öðrum úr áhöfninni, 26 manns. 1975 Evrópuráðið gefur út jafn- launatilskipun. 1996 IBM-ofurtölvan Deep Blue sigrar Garrí Kasparov í fyrsta sinn. 2005 Karl Bretaprins tilkynnir trúlofun sína og Camillu Parker Bowles. 2006 Vetrarólympíuleikar hefjast í Tórínó á Ítalíu. Það var á þessum degi árið 1944 sem þrjár þýskar flug- vélar vörpuðu sprengjum á olíuflutningaskipið El Grillo á Seyðisfirði. Talið er að um níu þúsund tonn af olíu hafi verið í skipinu sem sökk nokkrum klukkustundum eftir árásina. El Grillo var notað sem olíubirgðaskip fyrir Breta og Bandaríkjamenn í stríðinu en það kom til Seyðisfjarðar 1943. Skipið var um 134 metrar á lengd og 18 á breiddina. Árið 2001 var flak skipsins hreinsað en frá því að það sökk hafði lekið úr því olía sem olli umhverfisspjöllum. Skipið er í dag vinsæll áfangastaður sportkafara. n Olíuskipinu El Grillo sökkt Þetta gerðist | 10. fEBRúAR 1944 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 10. FEBRúAR 2023 FÖStUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.