Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 18
Fyrstu árin mín í Mosfellsbakaríi var ég alveg ferleg, en það versta sem ég hef gert er sennilega að gleyma að setja salt í brauð. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Guðrún Erla Guðjónsdóttir kom, sá og sigraði í keppn- inni um köku ársins 2023 og töfraði dómnefndina upp úr skónum með sinni fallegu köku, bragði og áferð. Guðrún hefur haft áhuga á bakstri frá því hún var á barnsaldri og hefur ástríðu fyrir starfi sínu sem bakari. Það má með sanni segja að hún hafi fundið sínu hillu fljótt. Guðrún er lærður bakari, útskrifaðist og fékk sveinsbréfið í fyrrasumar. „Ég er í áframhaldandi námi í Danmörku að læra konditor þar sem mér finnst skemmtilegast að gera kökur,“ segir Guðrún og bætir við að það hafi verið mikill heiður og hvatning fyrir hana að hafa unnið keppnina um köku ársins. Segðu okkur frá þér, hvenær þú byrjaðir að baka og hvaðan inn- blásturinn kom. „Ég byrjaði á samningi í Mosfells- bakaríi árið 2018, en hafði bakað mikið heima áður. Ég hef alltaf haft gaman af bakstri, bæði með því að fylgjast með mömmu vera inni í eldhúsi að baka súkkulaðiköku og horfa á þætti eins og Cake boss og kökukeppni í sjónvarpinu.“ Vissir þú alltaf að þú vildi verða bakari? „Ég hef haft áhuga á bakstri frá unga aldri. Eftir tíunda bekk var ég nokkuð viss um að ég vildi gera eitthvað tengt matvælagreinum, og ákvað að fara í grunndeild mat- vælaiðna og fann mig þar algjör- lega í bakstri.“ Litlar pavlovur fyrsti baksturinn Manstu hvað var það fyrsta sem þú bakaðir? „Hvort ég man, ég var að horfa á kökukeppni í sjónvarpinu í Noregi, og keppendur áttu að gera litlar pavlovur. Ég sá það og hugsaði með mér, ég get gert þetta. Heppnaðist ekki alveg eins vel og ég vonaði en æfingin skapar meistarann.“ Hefur þú aldrei bakað vandræði? „Fyrstu árin mín í Mosfells- bakaríi var ég alveg ferleg, en það versta sem ég hef gert er sennilega að gleyma að setja salt í brauð,“ segir Guðrún og hlær. Hver er sérstaða þín í bakstri? „Algjörlega kökur, sérstaklega barnatertur. Ég elska þegar fólk pantar kökur, og vill fá litríkt smjörkrem, og ég fæ algjörlega að vera frjáls og leika mér að útlitinu,“ svarar Guðrún og bætir við að þá blómstri hún í hlutverki sínu og sköpunarhæfileikarnir fá að njóta til fulls. Mamma fékk köku á konudaginn Nú var kakan þín valin kaka ársins, töfraði dómnefndina upp úr skónum fyrir bæði bragð, útlit og áferð. Segðu okkur frá því hvernig hún varð til. „Ég ætlaði fyrst ekki að keppa með þessa köku. Ég var í skólanum í Danmörku þegar keppnin var auglýst og ég byrjaði strax að setja saman uppskrift, og sú kaka lenti í þriðja sæti. Nokkrum dögum fyrir keppnina var ég eitthvað að hugsa og spá. Prófaði svo að gera eitthvað með ástaraldini sem mér fannst að ætti að vinna vel með doré-súkku- laðinu frá Nóa Siríusi, og keppti með hana á síðustu stundu.“ Heldur þú upp á Valentínusar- daginn og konudaginn, hugsaðir þú um þessa daga þegar þú varst að skapa þessa köku? „Nei, í raun ekki. Eftir að ég byrjaði að vinna í bakaríi, hef ég vanið mig á að koma með köku á konudaginn og gefa mömmu. Ég var alveg með konudaginn í huga þegar ég gerði kökuna, vildi hafa hana svona gull og sæta fyrir kon- urnar.“ Þegar Guðrún er beðin um að lýsa kökunni fær blaða- maður hreinlega vatn í munninn enda lýsing- arnar svo freistandi. „Botninn er léttur marengs með heslihnetum, og ofan á hann fer stökkt crumble sem er búið til úr kexkurli og mjólkursúkku- laði. Síðan kemur frískandi ástaraldinkrem, og ofan á það kemur karamellusúkkulaði ganache með ástaraldini. Doré-karamellumúsin er svo utan um allt þetta, og að lokum er kakan hjúpuð með gull-glaze sem gefur kökunni þetta fallega gyllta útlit.“ Styttra svarið hennar Guðrúnar þegar hún er beðin að lýsa kökunni er að hún eigi að vera mjög frískandi og létt. Hefur þú áður unnið í köku- keppni eða annarri keppni sem tengist bakstri? „Ég hef keppt í einhverjum keppnum áður, en aldrei náð eitt- hvað langt, nema í köku ársins í fyrra, þá lenti ég í öðru sæti.“ Það verður gaman að fylgjast með Guðrúnu í framtíðinni og sjá hana blómstra í iðn sinni bæði sem bakari og konditor. n Kaka ársins er sæt fyrir konurnar Guðrún Erla Guðjónsdóttir kom, sá og sigr- aði í keppninni um köku ársins sem verður sú kaka sem bakarí landsins munu skarta í tilefni Valentín- usardagsins og konudagsins sem fram undan eru í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kakan ársins er einstak- lega falleg í ár en kakan er hjúpuð með gull-glaze sem gefur kökunni þetta fallega gyllta útlit sem gleður svo sannarlega augað. Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jóhann Waage, markaðsfulltrúi. Sími 550-5656 / waage@torg.is Föstudaginn 24. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um upplýsingatækni. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gj rnar lif í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Upplýsingatækni er notuð í velflestum geirum atvinnulífsins og hafa Íslendingar lengi staðið framarlega á meðal þjóða í þessum geira. En betur má ef duga skal, bæði hvað varðar nýliðun, að fá konur inn í stéttina og að íslensk fyrirtæki haldi áfram að skara fram úr. Með þessu blaði viljum við kynna ykkar sýn á það sem er að gerast í dag og nánustu framtíð. Upplýsingatækni 6 kynningarblað A L LT 10. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.