Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 22
Þessi tími
með ÍBV
hefur verið
frábær og
þetta eru
engin
endalok.
Handboltaþjálfarinn reyndi
Erlingur Richardsson mun
segja skilið við starf sitt sem
aðalþjálfari ÍBV eftir yfir-
standandi tímabil. Hann
ætlar að taka sér smá pásu frá
þjálfarastarfinu, verja meiri
tíma með fólkinu sínu og
endurmennta sig.
Handbolti Erlingur hefur verið
þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta frá
árinu 2018 en þá tók hann við liðinu
í þriðja skiptið á ferli sínum. Sjálfur
hefur Erlingur komið víða við á
ferlinum, þjálfað erlendis, bæði í
Sviss og í þýsku Bundesligunni og
þá vakti starf hans með hollenska
landsliðið gríðarlega athygli á síð-
asta Evrópumóti.
Fréttablaðið sló á þráðinn til Vest-
mannaeyja og hitti á Erling þar sem
hann var að klippa upptökur af leik
í undirbúningi ÍBV fyrir næsta leik
sinn í Olís-deildinni.
„Það er svona fyrsta plan en
svo veit maður náttúrulega aldrei
hvað gerist í þessu,“ segir Erlingur
aðspurður hvort orðrómur um að
hann ætli sér að taka pásu frá þjálf-
un séu á rökum reistir. „Það var alla-
vegana meginástæðan fyrir þessari
ákvörðun, bara aðeins að kúpla sig
frá því að vera starfsmaður A í bolt-
anum.“
Engin endalok
Hvað ákvörðunina sjálfa varðar
segir Erlingur að tilfinningarnar
hafi verið blendnar en tímapunkt-
urinn réttur.
„Ég var með vikutíma í upp-
sagnarfrest og stundum verður
maður bara að taka ákvörðun. Ég
veit náttúrulega ekkert hvernig leik-
mennirnir taka þessu en held hins
vegar að þetta sé ágætur tími fyrir
breytingar, bæði hjá mér og liðinu.
Þetta er f lottur hópur sem ég segi
skilið við að tímabili loknu, flott lið
og félagið stöðugt. Tímapunkturinn
fyrir einhvern annan að stíga nú inn
er því bara frábær. Það er líka bara
oft ágætt að breyta aðeins til, fyrir
alla.“
Hann muni að loknu yfirstand-
andi tímabili geta litið stoltur og
sáttur á tíma sinn með ÍBV en frá
því að hann tók við árið 2018 hefur
hann gert liðið að bikarmeisturum
og komist einu skrefi frá Íslands-
meistaratitlinum.
„Þessi tími með ÍBV hefur verið
frábær og þetta eru engin endalok,
ég er ekkert á förum frá Vestmanna-
eyjum og vonandi getur félagið nýtt
mig í eitthvað í framhaldinu. Ég
held að það séu fáir staðir sem hafa
slíka umgjörð og er raunin hjá ÍBV.“
Samfélagið tekur virkan þátt
„Hér æfa leikmenn eins og atvinnu-
menn og þá tekur samfélagið hér
þétt utan um liðið. Auðvitað er
alltaf hægt að gera betur en hér er
allt gert til þess að leikmönnum og
þjálfurum líði eins vel og kostur er
svo þeir geti unnið vinnuna sína
upp á tíu.“
Smæð samfélagsins hafi líka
mikið að segja og sé einn af jákvæðu
punktunum við handboltastarfið í
Vestmannaeyjum.
„Smæðin gerir það að verkum að
menn fá aldrei frið frá handbolt-
anum, það er alltaf verið að spjalla
um íþróttina. Sama hvort um er að
ræða spjall um liðið og gengi þess í
búðinni eða á vinnustöðum. Sam-
félagið tekur virkan þátt í öllu. Það
er mikið aðhald hjá öllum og félagið
stendur sig vel í allri umgjörð. Það
eru ekki mörg lið sem eru á sama
stað og ÍBV. Það er rosalega gott að
starfa hérna.“
Átt við krefjandi aðstæður
En það er ekki eins og Erlingur
hverfi á braut strax, fram undan
eru lokamánuðir yfirstandandi
tímabils.
Orðrómurinn á rökum reistur og pása í kortunum
Erlingur er afar
reynslumikill
handbolta-
þjálfari og hefur
starfað víða í
Evrópu, meðal
annars í efstu
deild i Þýska-
landi.
Fréttablaðið/EPa
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is
Hver eru markmiðin til loka tíma-
bils?
„Þau eru nú bara eins og hjá flest-
öllum liðum. Við ætlum að gera allt
sem í okkar valdi stendur til þess að
koma okkur í góða stöðu í deildar-
keppninni sem myndi þá koma
okkur inn í úrslitakeppnina þar sem
væri gaman að láta til sín taka.“
Það sé hins vegar rosalega erfitt
að dæma á hvaða stað liðið er þessa
dagana.
„Við keppum síðasta leik 17.
desember og það er lykilatriði í
þessu að fara vel af stað eftir þessa
pásu, þetta er orðið lengra heldur en
sumarfríið.“
Frá síðasta leik ÍBV í desember
hafa liðið tæpir tveir mánuðir, hlé
var gert á Olísdeildinni í kringum
jólahátíðina og í janúar hófst HM
í handbolta. Pásan varð enn lengri
fyrir ÍBV þar sem erfiðar samgöngur
vegna veðurs settu strik í reikning-
inn.
Hvernig er það fyrir þig sem þjálf-
ara að eiga við þessar aðstæður?
„Okkur hefur í raun tekist mjög
vel að eiga við þetta þar sem við
erum með afar góða breidd í leik-
mannahópnum. Þar af leiðandi
hefur okkur tekist að stilla upp
tveimur sterkum liðum á æfingum
þar sem innbyrðis keppni hefur
ráðið ríkjum.
Það er kosturinn í þessum
aðstæðum en ég myndi ekki velja
að eiga við þetta ástand með leik-
mannahóp sem samanstæði af tíu
til tólf leikmönnum þar sem maður
þyrfti kannski að brúa bilið með
mjög ungum leikmönnum. Það yrði
mjög erfitt.
Eins og staðan er núna höfum við
vonandi náð að virkja alla og verð-
um í standi á laugardaginn kemur
gegn Selfyssingum. En auðvitað
verða það viðbrigði að mæta á nýjan
leik á völlinn og keppa fyrir framan
áhorfendur og í ÍBV-treyjunni, það
hefur áhrif.“
Besta unga deild Evrópu
Eins og fyrr sagði er Erlingur afar
reyndur í bransanum eftir tíma sinn
erlendis, bæði í félags- og landsliðs-
bransanum.
Hvernig metur þú st yrkleika
íslensku deildarinnar í samanburði
við aðrar deildir Evrópu?
„Þetta er mjög áhugaverð deild. Ég
segi alltaf að íslenska deildin sé besta
unga deild í Evrópu. Það er rosalega
mikið af ungum drengjum sem fá
tækifæri hér. Við náum síðan, sem
betur fer, að blanda þetta saman með
reynslumeiri leikmönnum, sér í lagi
þegar leikmenn sem eru að koma úr
atvinnumennsku snúa aftur heim.
Blandan verður því mjög góð með
eldri atvinnumönnum og öflugum
ungum leikmönnum.“
Góður tími fyrir endurmenntun
Það kemur að kaflaskilum hjá Erlingi
og ÍBV eftir yfirstandandi tímabil
og þó að planið sé að taka pásu er
óvíst að handboltaheimurinn hafi
í hyggju að virða þá áætlun Erlings.
„Þetta getur allt breyst með einu
símtali þó að maður sé með einhver
plön um næstu mánuði, þessi íþrótt
er bara þannig. Það þarf oft á tíðum
ekki mikið til að maður hringsnúist.
Þetta er allavegana fyrsta plan hjá
mér.
Ég á dóttur og tengdason úti í
Þýskalandi sem væri gaman að
heimsækja oftar, þá gæti maður líka
nýtt tímann til þess að ferðast um
Evrópu og fá að kíkja inn á æfingar
hér og þar. Maður hefur farið víða
á þessu handboltabrölti, kynnst
mörgu góðu fólki, bæði leikmönnum
og þjálfurum, svo kannski maður
nýti bara tímann til þess að endur-
mennta sig aðeins. Það er alltaf hollt
og gott fyrir alla.“
Ekki hættur
Hann tekur þó allan vafa af því
hvort hann ætli sér að segja skilið
við handboltaþjálfun.
„Ég er ekkert alfarið hættur í
þessu, heldur ætla mér bara að fara
aðeins út úr því að vera aðalþjálfari
og vera bundinn öllum stundum.
Ætla mér bara aðeins að losa um
það, vil bara losna aðeins undan því
og hafa aðeins meiri tíma til þess að
sinna öðru. Það er fyrsta markmiðið
með þessu.“ n
Erlingur tók við stjórn ÍBV í þriðja skiptið árið 2018. Fréttablaðið/valli
14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023
FÖStUDAGUr