Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 21
Nýlega kynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samráðsgátt stjórnvalda áform um frum varp til laga um neyðar birgðir elds neytis. Neyðarbirgðir eru mikilvægar ef skyndileg röskun verður á olíu- framboði. Sam kvæmt frum varpinu er á formað að leggja skyldu á sölu- aðila elds neytis að þeir við haldi jarð efna elds neytis birgðum sem jafn gildi notkun til 90 daga. Sam kvæmt frum varpinu verður birgða skyldan inn leidd í nokkrum skrefum yfir nokkurra ára tíma bil. Í dag er enginn aðili sem ber ábyrgð á því að til staðar séu neyðar- birgðir af eldsneyti á landinu og þá er heldur engin krafa til staðar á stjórnvöld eða atvinnulíf til þess að tryggja birgðir sem þessar. Setjum ekki öll eggin í sömu körfu Líkt og við höfum orðið óþægi- lega vör við síðustu misseri geta f ljótt skipast veður í lofti, eldgos, heimsfaraldrar og stríð geta valdið aðstæðum þar sem lífsnauðsyn- legar vörur verða af skornum skammti, en nægt framboð af olíu er forsenda öryggis á fjölmörgum sviðum. Ef ekki er gætt að neyðar- birgðum olíu gæti f ljótt stefnt í óefni í samfélaginu. Markmið okkar til framtíðar er auðvitað að verða óháð jarð- efnaeldsneyti hérlendis en enn er nokkuð í að þeim markmiðum verði náð. Þangað til þurfum við að hafa tiltækar nægar olíubirgðir hér á landi. Undirrituð telur þörf á því að skoðað verði af fullri alvöru við þessa vinnu, sem og aðra er snýr að neyðarbirgðum, að hugað sé að því að koma birgðum fyrir á f leiri en einum stað á landinu. Undir- rituð telur mikilvægt að komið verði fyrir birgðastöð á að lág- marki tveimur stöðum á landinu, fyrir sunnan og einnig til dæmis fyrir norðan eða austan. Við vitum aldrei hvaða aðstæður geta skap- ast í samfélaginu. Hér er ég ekki síst að horfa til f lugvélaeldsneytis, við þurfum að vera við því búin að þannig aðstæður skapist á SV horninu að f lugvellir lokist, eldgos á Reykjanesi eru ágætis áminning um það og því þurfum við að vera tilbúin að beina f lugi á aðra velli á landsbyggðinni. Stöðugleiki um allt land Neyðarolíubirgðir geta ekki bara skipt máli vegna samgangna heldur getur einnig þurft að nýta þær við hamfarahjálp svo sem við að knýja rafstöðvar o.s.frv. Því er mikilvægt að hafa ekki öll eggin í sömu körf- unni ef samgöngur rofna á milli landshluta. Ég fagna þeirri vinnu sem ráðherra hefur sett af stað og hvet hann áfram til góðra verka. En mikilvægt er að hafa það hugfast að með því að tryggja öllum lands- mönnum auðvelt aðgengi að neyðar- birgðum má betur viðhalda stöðug- leika og öryggi þjóðarinnar. n Neyðarbirgðir olíu Undirrituð telur mikil- vægt að komið verði fyrir birgðastöð á að lágmarki tveimur stöðum á landinu, fyrir sunnan og einnig til dæmis fyrir norðan eða austan. Ingibjörg Isaksen þingflokksfor- maður Fram- sóknar og fyrsti þingmaður NA- kjördæmis Fréttablaðið skoðun 1310. Febrúar 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.