Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 9

Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 9
Þetta er okkar Evrópa. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu Óvíst er hvort íslensk flugfélög muni sitja við sama borð og bresk eða amerísk flugfélög. Síðan 1999 hafa Grikkir og Tyrkir viðhaldið sérstakri vináttustefnu þegar kemur að jarðskjálftum. Báðar þjóðir upplifðu mannskæða jarðskjálfta það árið og ákváðu í kjölfarið að skyldi slíkt gerast aftur myndi sam- staða og mannúðaraðstoð ráða samskiptum. helgisteinar@frettabladid.is Tyrkland Fljótlega eftir jarðskjálft- ann sem reið yfir bæði Tyrkland og Sýrland í vikunni voru Grikkir meðal fyrstu þjóða til að bjóða fram aðstoð sína. Gríska ríkis- stjórnin sendi 21 slökkviliðsmann, tvo leitarhunda og fullhlaðna C-130 flugvél. Kyriakos Mitsotakis, forsætis- ráðherra Grikklands, setti sig einn- ig í samband við forseta Tyrklands, Recep Erdogan, og lofaði enn meiri aðstoð. Skjót viðbrögð Grikkja urðu til þess að samfélagsmiðlar í Tyrk- landi loguðu af hlýjum skilaboðum frá Tyrkjum til nágranna sinna. Aðstoðin var fljót að berast þrátt fyrir erfið samskipti á milli Grikk- lands og Tyrklands undanfarna mánuði, en forseti Tyrklands hefur margsinnis hótað að ráðast á grískar eyjar sem hann telur Grikki hafa hertekið. Samskipti ríkjanna hafa lengi vel verið óstöðug og myndaðist sérstak- lega mikil andstaða á meðal Grikkja eftir að ríkisstjórn Tyrklands studdi múgæsing gegn gríska samfélaginu í Istanbúl árið 1955. Atvikið hefur oft verið kallað tyrkneska kristal- nóttin og voru Grikkir ranglega sak- aðir um að hafa sprengt upp tyrk- neska sendiráðið í Makedóníu. Stór múgur Tyrkja réðst gegn grískum verslunum, rétttrúnaðarkirkjum og kirkjugörðum. Tugir Grikkja létust í átökunum og stór hluti þeirra flúði úr landi. Þann 17. ágúst 1999 reið jarð- skjálfti að stærðinni 7,6 yfir tyrk- nesku borgina Izmir. Skjálftinn var ekki ósvipaður þeim sem varð núna í vikunni en í þessum létust meira en 17 þúsund manns. Þrjú hundruð þúsund Tyrkir misstu heimili sín og voru skemmdirnar metnar á þrjá milljarða Bandaríkjadala. Tjónið var svo gríðarlegt að tyrk- nesk yfirvöld áttu í miklum erfið- leikum með að aðstoða íbúa lands- ins og byrjuðu Grikkir að koma nágrönnum sínum til bjargar. Það var að vísu ekki gríska ríkisstjórnin sem átti frumkvæðið, heldur var Þjóðernishyggja er ekki til á meðan íbúar þurfa hjálp Grískir björgunarmenn voru á leið til Tyrklands sama dag og jarðskjálftinn reið yfir. FRÉTTaBLaÐIÐ/EPa Evrópusambandið: Minnst 13 aðildarríki hafa boðist til að senda 370 björgunar- menn. Copernicus-gervi- hnötturinn notaður til að kortleggja svæðið. Bretland: 76 björgunar- menn og bráðalæknateymi til Tyrklands. Sameinuðu arabísku furstadæmin: Björgunar- og bráðalæknateymi til Tyrklands og Sýrlands. Suður-Kórea: Ein milljón USD til Tyrklands og björg- unar- og bráðalæknateymi. Indland: Tvö 100 manna björgunarteymi auk leitar- hunda. Sviss: 80 björgunarmenn auk leitarhunda til Tyrk- lands – aðstoð til Sýrlands enn í vinnslu. Japan: Minnst 75 björg- unarmenn til Tyrklands. Ástralía: 7 milljónir USD til Tyrklands. Sýrland mun fá 3 milljónir. Nýja-Sjáland: 632 þúsund USD til Tyrklands og 316 þúsund til Sýrlands. Rómversk kaþólska kirkjan: 537.800 USD út- hlutað í neyðaraðstoð. Bandaríkin: Slökkviliðs- menn, mannvirkjasérfræð- ingar og leitarhundar. Rússland: 300 hermenn staðsettir í Sýrlandi hjálpa við leit. Stjórnvöld bjóðast til að senda 100 björgunar- menn til Tyrklands. Ísrael: 150 mannvirkja- sérfræðingar, læknar og björgunarmenn úr hernum til Tyrklands. Jórdanía: Abdullah konung- ur fyrirskipar neyðaraðstoð til Sýrlands og Tyrklands. Pakistan: Tvær C-130 flug- vélar með 36 björgunar- menn. Mexíkó: Björgunarmenn og neyðarbúnaður til Tyrk- lands. Katar: 6 milljónum USD út- hlutað í aðstoð og neyðar- skýli í Tyrklandi og Sýrlandi. 27.000 heitar máltíðir. Kína: 200 þúsund USD til Tyrkneska og Sýrlenska hálfmánans. aðrir: Líbanon, Moldóva, Svartfjallaland og Serbía senda 100 björgunarmenn til Tyrklands. HEIMILdIR: aSSocIaTEd PRESS, REu- TERS, SBS NEwS Neyðaraðstoð til Tyrklands og Sýrlands það grískur almenningur og hjálp- arsamtök. Aðeins örfáum klukkutímum eftir jarðskjálftann voru grískir slökkvi- liðsmenn, læknar og leitarhundar mættir yfir Eyjahafið með teppi, matarbirgðir og lyf. Daginn eftir byrjuðu Grikkir einnig að gefa blóð og hafði gríska utanríkisráðuneytið sett upp þrjár móttökustöðvar um landið þar sem fólk gat gefið birgðir. Viðbrögð Grikkja fengu mikið umtal í tyrkneskum fjölmiðlum og notuðu stjórnmálamenn í báðum löndum tækifærið til að reyna að bæta samskipti þjóðanna. Borgar- stjóri Istanbúl tók meðal annars á móti borgarstjóra Aþenu þegar hann heimsótti jarðskjálftasvæðið. Minna en mánuði seinna fengu Tyrkir svo tækifæri til að endur- gjalda aðstoðina þegar stærsti jarð- skjálfti í meira en 20 ár reið yfir Aþenu. Yfir 140 manns létust og fleiri en 12 þúsund særðust. Tuttugu björgunarsveitarmenn frá Tyrklandi voru mættir til Aþenu með herf lugvél aðeins nokkrum klukkutímum eftir skjálftann. Sím- inn hjá gríska sendiráðinu hætti heldur ekki að hringja frá áhyggju- fullum Tyrkjum sem vildu vita hvort þeir gætu gefið blóð. Einn sjálfboða- liði hafði meðal annars samband við sendiherra Grikklands og bauðst til að gefa nýra ef þess þyrfti. n Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði Evrópuþingið í gær. FRÉTTaBLaÐIÐ/GETTy jakob@frettabladid.is Úkraína Volodímír Zelenskíj, for- seti Úkraínu, ávarpaði Evrópuþing- ið í Brussel í gær. Sagði hann Rússa ætla sér að útrýma hinum evrópska lífsmáta. Forsetinn sagði einnig að Rússar stefndu að því að snúa Evrópu aftur í átt að þeirri útlendingaandúð sem ríkjandi hefði verið í álfunni á fjórða og fimmta áratug 20. aldar. Úkraína gæti ekki sætt sig við þetta. Zelenskíj lagði mikla áherslu á að land hans óskaði eindregið eftir aðild að Evrópusambandinu. „Þetta er okkar Evrópa,“ sagði hann. Zelenskíj sagði að Úkraínumenn ættu sameiginleg gildi með Evrópu en ekki Rússlandi sem stefndi að því að draga Úkraínu aftur til fortíðar. Zelenskíj hóf ferð um Evrópu í Bretlandi á miðvikudag. Þar óskaði hann eftir frekari vopnasendingum, einna helst herþotum. Þá ósk endur- tók hann í ræðu á fundi leiðtoga ráðs Evrópusambandsins sem hann flutti einnig í gær. Viðræður munu hafa farið fram um þessar beiðnir Úkraínumanna um fleiri vopn. n Rússar vilji eyðileggja hinn evrópska lífsmáta Rekstrarskilyrði flugiðnaðarins munu taka breytingum í viðleitni Evrópuríkjanna til að hamla gegn losun gróðurhúsalofttegunda. FRÉTTaBLaÐIÐ/EyþóR bth@frettabladid.is lofTslagsmál Í drögum að opin- beru skjali íslenskra stjórnvalda um hagsmunagæslu Íslands gagn- vart Evrópusambandinu vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er lögð áhersla á að samkeppnisstaða Keflavíkurflugvallar veikist ekki. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefði ritað ESB bréf þar sem hún falast eftir því að Ísland njóti undanþágu frá losunarskatti vegna flugferða 500 kílómetra eða lengri. Í viðauka draga stjórnvalda um millilandaf lug segir að megin- markmið íslenskra stjórnvalda sé að „koma eins og hægt er“ í veg fyrir að skuldbindingar sem Ísland undir- gangist við innleiðingu gerðar um fyrirhugaðar breytingar leiði til þess að samkeppnisstaða Kef lavíkur- f lugvallar sem tengif lugvallar á milli EES og Norður-Ameríku skerð- ist samanborið við aðra evrópska flugvelli og bein flug frá Evrópu. Annað markmið sé að íslenskur almenningur og ferðaþjónustan taki ekki á sig byrðar umfram það sem almennt gerist innan EES í ljósi þess að f lug er eini ferðamátinn frá Íslandi til annarra landa. Þriðja markmiðið er að inn- leiðing gerðarinnar leiði ekki til kolefnisleka. Sérstak lega þur f i að vak ta samanlögð áhrif og tillögu um sjálf bært f lugeldsneyti, sem hvort tveggja geti mögulega leitt til „umtalsverðrar hækkunar á kostn- aði við f lug til Íslands“, eins og segir í drögunum. Óvíst er hvort íslensk f lugfélög muni sitja við sama borð og bresk eða amerísk f lugfélög þegar kemur að álögðum losunargjöldum. n Óttast stórhækkun í millilandaflugi FréTTablaðið fRéttiR 910. Febrúar 2023 fÖStUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.