Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Odds Ævars Gunnarssonar Ég elska að kaupa. Kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa. Ég er líka Íslendingur. Að kaupa. Að neyta. Það er íslenska leiðin. Ég hef áður sagt frá því hversu gaman mér finnst að fara út að borða. Borða, borða, borða, borða. Það er bara eins og ég segi oft: Amazing. Að fá sér drykk á happy hour eftir vinnu. Amazing. Kaupa ný húsgögn. Amazing. Fara í keilu. Amazing. Fara í bíó. Amazing. Í leikhús. Amazing. Það er svo gaman að kaupa. Allt sem hugurinn girnist og efna- hagurinn leyfir. Og aðeins meira en það. Hvenær byrjaði maður að elska að neyta? Ég veit það ekki, því ég man ekki eftir öðru en að mér hafi alltaf fundist geðveikt að neyta og neita mér ekki um neitt. Neyta, neyta, neyta, neyta, neyta, neyta, neyta, neyta, neyta. Það kom mér því gersamlega í opna skjöldu og mikið á óvart þegar ég frétti nýlega að ég væri að gera eitthvað rangt. Hvað í ósköp- unum er þessi verðbólga segiði? Hvað segirðu að bjórinn kosti? 1.650? Í alvörunni? 9,9 prósenta verðbólga? Í alvörunni? Ertu að grínast? Spurði Google. VAR VERÐBÓLG- AN 70% 1983 TIL 1984?!?! Hvernig er það hægt?!?!?!?!?!?! Bíddu nú við, var Ásgeir að hækka stýrivexti? Aftur? Eru Íslendingar í góðærisvanda? Ha? Er það góðæri að neyta?!? Ég hélt að það væri dyggð Sem ég hef samviskusamlega skreytt mig með í tæplega þrjátíu ár. Er ég að verða 30 ára?!?! Hvað er það? Ég er neyslan og verðbólgan er í mér! n Neyslan, hún er ég As tri dL in dg re n 9líf Bubbi Morthens Söngleikur Eftir Thomas Vinterberg Mátulegir MACBETH Fleiri sýningar á borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is | 568 8000 Barnasýning ársins 2022 Fyrir fólk í leit af nýjum tækifærum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.