Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.02.2023, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, halda tónleika í Norðurljósum í Hörpu á morgun, laugardag, þar sem þau munu flytja lög af plötu sinni Tíu íslensk sönglög sem kom út í september á síðasta ári. Platan inniheldur fjölda íslenskra tón- listarperla eins Vikivaka, Hvert örstutt spor, Einhvers staðar ein- hvern tímann aftur og Rósina, auk þess sem eitt frumsamið lag fær að fljóta með. Uppsetning tónleikanna verður með öðru sniði en fólk á að venjast en tvíeykið verður staðsett á sviði á miðju gólfi salarins til að skapa meiri nánd við tónleikagesti. „Þótt formið sé fremur hefðbundið, það er, f lygill og söngur, langaði okkur að reyna að gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ segir Magnús. „Við verðum því staðsett á hringsviði á miðju gólfi sem tilraun til þess að skapa örlítið meiri nánd við áhorfendur. Tónlistin er auðvitað lágstemmd og því mikilvægt að okkar mati að maður upplifi ein- lægni og nálægð við flytjendurna á tónleikunum. Við munum flytja plötuna í heild sinni auk vel valinna GDRN-slagara og jafnvel fljóta nokkrar nýjar útsetningar af öðrum lögum með.“ Ólust upp saman í bransanum Magnús og Guðrún kynntust fyrst í tónlistarskóla FÍH þegar þau voru bæði ung en þau hafa komið mikið fram undanfarin ár, bæði sem tvíeyki og með hljómsveit. „Við Guðrún kynntumst þegar við vorum frekar blaut á bak við eyrun í tónlistarbransanum. Það má segja að við höfum alist upp saman í bransanum og lært ansi mikið undanfarin ár.“ Eftir að Guðrún gaf út sitt fyrsta lag sem Eyfjörð, áður en hún byrjaði að kalla sig GDRN, kom Magnús inn í verkefnið og vann að fyrstu plötu hennar og spilaði í hljómsveit hennar. „Ég var að gera margt í fyrsta skiptið á þessum tíma, eins og að spila rafskotna tónlist á tónleikum og margt fleira.“ Undanfarin ár hefur Magnús verið mjög virkur í íslensku tónlist- arlífi sem píanóleikari, upptöku- stjóri og tónskáld og hefur gefið út þrjár sólóplötur, eina stuttskífu og dúóplötu ásamt Skúla Sverrissyni bassaleikara. Byggja á traustri vináttu Magnús segir samstarf þeirra vera mjög gott, fyrst og fremst vegna þess að það byggi á traustum grunni vináttu þeirra. „Ef maður er að vinna náið með fólki við að semja og taka upp tónlist skiptir máli að það ríki gagnkvæmt traust og það höfum við byggt upp í gegnum árin saman í bransanum. „Ef maður er að vinna náið með fólki við að semja og taka upp tónlist skiptir máli að það ríki gagn- kvæmt traust og það höfum við byggt upp í gegnum árin saman í brans- anum,“ segir Magnús um samstarf þeirra GDRN. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Magnús Jóhann og GDRN koma fram á tónleikum í Hörpu á morgun. MyNd/ANNA MAGGý Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Guðrún er auðvitað hæfileikatröll og mögnuð söngrödd.“ Sem betur fer deila þau svip- uðum smekk á tónlist og hinum ýmsu fagurfræðilegu álitamálum sem dúkka upp hverju sinni. „Auðvitað erum við ekki sammála um allt en listrænn núningur eða örlítill ágreiningur er held ég bara jákvæður upp að vissu marki. Enda lítið mál að vera ósammála þegar samstarfið er gott og allir opnir fyrir því að prófa alla hluti og sjá hvað kemur best út.“ Með tímaleysi að leiðarljósi Gerð plötunnar Tíu íslensk sönglög gekk frekar vel fyrir sig að hans sögn. „Það setti auðvitað strik í reikninginn fyrir Guðrúnu að hún komst að því að hún væri ólétt þegar við vorum nýbyrjuð að taka hana upp. Það gerði erfiðara fyrir þegar kom að lokasprettinum í upptökum en við létum það alls ekki stoppa okkur. Þvert á móti sést einmitt óléttubumban hennar á plötuumslaginu og Steinþór litli, sonur hennar, hefur fylgt okkur um víðan völl undanfarin misseri. Hvort sem um er að ræða útvarps- viðtöl eða gigg hér og þar.“ Hugmyndin að plötunni á rætur sínar að rekja til þess fjölda tónleika sem þau tvö hafa haldið saman. „Við höfum útsett hin og þessi tökulögin fyrir ýmis tilefni og okkur þótti kjörið að taka eitt- hvað upp og búa til heimild. Þegar við fórum að hittast af einhverri alvöru í hljóðveri mínu prófuðum við alls konar lög, prófuðum að semja lög við texta annarra og enduðum svo með þetta tíu laga safn.“ Hann segir þau hafa haft tímaleysi að einhvers konar leiðar- ljósi í ferlinu, jafnvel þótt lögin séu frá ýmsum tímabilum. „Lagið 700 þúsund stólar er með hljóm- sveitinni Hjálmum og kemur fyrst út árið 2005 en Hvert örstutt spor Jóns Nordal og Halldórs Laxness er úr Silfurtunglinu frá árinu 1953.“ Plötunni var mjög vel tekið að hans sögn. „Við seldum upp fyrsta upplag af vínylplötunni og höfum núna bætt við meiri vínyl og geisla- diskum auk þess að hún nýtur ágætra vinsælda á streymisveitum. Sem er auðvitað bara frábær bónus að fólk kunni að meta þetta verk- efni okkar Guðrúnar.“ Kærkomið frí fram undan Undanfarnar vikur hefurMagnús staðið í ströngu við gerð Idol-þátt- anna á Stöð 2 en hann er tónlistar- stjóri og meðlimur Idol-hljóm- sveitarinnar. „Þegar þáttunum lýkur ætla ég að skella mér í smá frí til að skoða pýramídana í Egypta- landi sem verður ansi kærkomið. Ég mæti samt spenntur til baka því ég hef unnið að nýrri dúóplötu með Óskari Guðjónssyni saxó- fónleikara undanfarna mánuði og vonandi tekst okkur að hljóðrita hana í apríl.“ Í apríl tekur einnig við tónleika- syrpa í Mengi í Reykjavík, dagana 20. til 23. apríl, þar sem hann mun bjóða upp á mismunandi efnisskrá á hverju kvöldi. „Uppleggið er að leika efni af f lestum hljómplötum mínum ásamt Skúla Sverris- syni, Tuma Árnasyni, Magnúsi T. Eliassen og strengjakvartett.“ Bráðlega gefur hann einnig út nýja hljómplötu sem heitir Rofnar síðsumars. „Því mun eflaust fylgja eitthvert tónleikahald, mynd- bandsgerð og þvíumlíkt. Auk alls þessa munum við Hafsteinn Þráinsson pródúsera nýja hljóm- plötu með Bubba Morthens á vormánuðum. Taumlaus tónlistar- sköpun í kortunum, þannig vill maður hafa það.“ Ástríða fyrir ýmiss konar list Þótt tónlistin taki stóran hluta lífs Magnúsar segist hann vera mikill áhugamaður um ýmislegt annað. „Frítími minn er af skornum skammti en þegar hann skapast þá nýti ég hann einna helst í að æfa mig á píanóið og lesa og spila lög sem ég fæ annars aldrei útrás fyrir að spila.“ Hann segist vera mjög góður í að kaupa bækur en ekki jafn góður í að klára að lesa þær allar þótt bókmenntaáhuginn sé mikill. „Ég er einnig mikill áhugamaður um kvikmyndagerð og horfi gjarnan á góðar kvikmyndir og þætti. Svo brenn ég fyrir list af ýmsum toga og finnst mjög gaman að elda líka þegar færi gefst.“ Söfnun ýmissa hluta hefur einn- ig fylgt honum. „Þessa dagana er ég að safna öllum þeim bókum sem langalangafi minn, Ársæll Árnason bóksali, gaf út þegar hann rak bókaverslun á Laugavegi á fyrri hluta 20. aldar. Hann gaf til dæmis út verk eftir Laxness, Davíð Stefánsson, Benedikt Gröndal og fleiri. Markmiðið er að eignast allt í frumútgáfum og mér gengur ágæt- lega en öllum þeim sem rekast á bækur útgefnar af honum er frjálst að heyra í mér, því líklega hef ég áhuga á að eignast þær.“ n Við verðum því staðsett á hring- sviði á miðju gólfi sem tilraun til þess að skapa örlítið meiri nánd við áhorfendur. Magnús Jóhann Ragnarsson 2 kynningarblað A L LT 10. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.