Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 17
13. febrúar
mánudagur
n Bókmenntakvöld: Saknað-
arilmur, kl. 19.30
Bókasafn Seltjarnarness
Elísabet Jökulsdóttir mun fjalla
um og lesa upp úr bók sinni
Saknaðarilmi. Kaffi og kruðerí.
n Bachata-kvöld, kl. 20.00
Ölver
Aðgangseyrir er 1.000 krónur og
frá 20.00–20.40 er byrjendatími.
Ekki er nauðsynlegt að mæta
með dansfélaga þar sem venjan
er að skipta oft um félaga.
14. febrúar
þriðjudagur
n Heimurinn heima, kl. 14.00
Hönnunarsafn Íslands
Hönnunarsmiðja fyrir krakka
og fylgifiska þeirra í vetrar-
fríi en smiðjan fer fram frá
13–15 dagana 14. og 16. febrúar.
Hönnuðirnir Auður Ösp Guð-
mundsdóttir og Kristín María
Sigþórsdóttir stýra smiðjunni
en þátttakendur setja sig í spor
hönnuða og uppfinningamanna
og búa til húsgögn á ímyndað
heimili. Þátttaka er ókeypis og
öll velkomin.
15. febrúar
miðvikudagur
n Ljóð hljóð – Brynjúlfur,
kl. 17.00
Bókasafnið Grófinni
Ljóðaupplestur úr fyrstu ljóða-
bók Brynjúlfs Jóhannssonar
– Farvegi. Brynjúlfur hefur oft
á tíðum farið að ytri mörkum
þess sem talið er hefðbundið í
eigin lífi til þess að brjóta á bak
aftur stöðnuð form og rót-
gróin norm. Farvegur er fyrsta
ljóðabók höfundar og þar gefur
hann innsýn í sína eigin heima.
Brynjúlfur leggur sig fram við að
staldra við og segja frá hvað býr
í hverju ljóði fyrir sig.
16. febrúar
fimmtudagur
n Ásta Fanney, kl. 20.00
Mengi
Ásta Fanney kemur fram í Mengi
með ný lög, tónkort og vísbend-
ingar fyrir hljóðklukkur.
Hvað er um að vera í næstu viku?
Stíllinn sem einkennir þriðja
áratuginn hefur verið áberandi
í hvers kyns mannfögnuðum og
sér ekki fyrir endann á vinsæld-
um þemapartíanna. Um þessar
mundir er sýndur söngleikurinn
Chicago á Akureyri með Þórdísi
Björk Þorfinnsdóttur og Jóhönnu
Guðrúnu Jónsdóttur fremstar í
f lokki, en sá söngleikur gerist á
þessum tíma. Frímínútur náðu
tali af Björgu Mörtu Gunnars-
dóttur, sem er búningahönnuður
sýningarinnar.
Björg segir að það sé margt
við tímabilið sem heillar
nútíma-partíhænsn. „Gleðin og
glamúrinn er það sem fólk tengir
hvað helst við. Maður tengir líka
tímann við ákveðið kæruleysi og
hömluleysi sem fylgdi árunum
eftir fyrri heimsstyrjöld,“ segir
hún. „Gatsby-stíllinn hefur
ákveðna dulúð og aðdráttarafl
og er tími mikils óhófs. Ætli það
sé ekki líka þessi tilfinning um
uppreisn og spennu sem gerir
þetta tímabil svona aðlaðandi.“
Fólk í dag tengir ef til vill líka
við að á þessum tíma var sam-
kvæmislífið opnað á ný, eftir
samkomutakmarkanir spænsku
veikinnar.
Gleði og glamúr, kæruleysi og hömluleysi
„Ætli það sé ekki
líka þessi tilfinn-
ing um uppreisn
og spennu sem
gerir þetta tíma-
bil svona að-
laðandi,“ segir
Björg Marta.
mynd/Auðunn
níelsson
Perlur og pallíettur
Björg gefur nokkur ráð um hvernig
best er að ná fram hughrifum og
segir að fylgihlutir skipi stóran
sess. „Hattar og hvers kyns höfuð-
skraut skreytt fjöðrum, perlum
og pallíettum er lýsandi fyrir
tímabilið og einnig sokkabönd og
háir þunnir nælonsokkar. Eins var
nauðsynlegt að eiga pels, eða í það
minnsta pelskraga. Munnstykki,
einglyrni og blævængir úr strúts-
fjöðrum við ákveðin tilefni.“ Þegar
söngleikurinn Chicago hefur verið
settur upp er hægt að fara ýmsar
leiðir í stílfæringu. „Við ákváðum
að fara þá leið að vera trú tíma-
bilinu að mestu leyti en ég leyfði
mér þó að ýkja og stílfæra meira
og minna held ég bara allt saman
og vísa út fyrir períódíuna,“ segir
Björg. „En ég leitast eftir að vera trú
tímabilinu varðandi efnisval og
útfærslu.“ n
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
10 til 12 ára 12. júní 9.00 -13.00 átta virka daga í röð
13 til 15 ára 20. febrúar 17.00 - 20.30 einu sinni í viku, 9 skipti
16 til 19 ára 9. ágúst 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 15. febrúar 18.00 -22.00 einu sinni í viku, 9 skipti
Dale Carnegie fyrir ungt fólk
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_121322
Dansstíllinn sem var í tísku 1920–
1930 bar þess merki að þarna
dönsuðu einstaklingar gjarna
einir, en ekki alltaf í pari. Mörg
danssporin eru aggressíf og til
þess gerð að sparka af sér eða ýta
í burtu þeim sem dansarinn hafði
ekki áhuga á að dansa við, og til að
ýta í burtu káfurum. Hefðbundið
Charleston-spor er til dæmis til-
valið til að sparka í sköflunga eða
á viðkvæmari staði.
n Skrítin staðreynd vikunnar
ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 10. febrúar 2023