Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 6
2,9 milljónir ferðamanna gætu lagt leið sína til Íslands árið 2025 rætist spá Ferðamálastofu. Oft er það listað hvað hver á að fá og svo uppboð á rest. Sérstak- lega ef það voru deilur um arfinn. Anna Heiða Baldursdóttir, sagnfræðingur Ný rannsókn á eignum Íslendinga á 19. öld segja mikið um samfélagið og ein­ staklinga. Engin kúvending varð þrátt fyrir samfélags­ breytingar. kristinnhaukur@frettabladid.is vísindi Þær veraldlegu eigur sem fólk skilur eftir sig þegar það heldur yfir móðuna miklu segja sögu manneskjunnar. Hvort sem það er tóbakshorn eða nærbuxur með gati. Í nývörðu doktorsverkefni sínu rekur Anna Heiða Baldursdóttir sagnfræðingur sögu eigna fólks og safngripa á 19. öld, sem koma meðal annars fram í svokölluðum dánar­ uppskriftum. Anna rannsakaði alls 104 dánar­ uppskriftir frá öllum landshornum, þar af 3 frá Reykjavík. Þetta voru opinber plögg til að lista upp hvern einasta grip sem látin manneskja skildi eftir sig og hvernig honum skyldi ráðstafað. Allt frá nærfatnaði upp í verðmætar fasteignir. „Oft er það listað hvað hver á að fá og svo uppboð á rest. Sérstaklega ef það voru deilur um arfinn,“ segir Anna, sem varði ritgerð sína þann 7. febrúar síðastliðinn. Ef hinn látni skuldaði hinu opinbera þurfti að gera það upp og svo þurfti stundum að útkljá mál milli erfingja og passa upp á börn hans. Eigurnar voru hins vegar ansi fátæklegar miðað við það sem við þekkjum í dag. „Ég held að við myndum aldrei komast yfir að lista hvern einasta hlut í dag eins og þá vart gert,“ segir Anna. „Okkur myndi fallast hendur bara við það að opna draslskúffuna.“ Dæmi um bú sem hún rannsakaði var hjá kaupmannsekkju úr Reykja­ vík. „Hún átti mjög veglega hluti. Silkikjóla að verðmæti 10 ríkisdalir, sem voru meira en árslaun vinnu­ hjúa,“ segir Anna. En í búunum birtist líka fjölbreytileiki og Anna slær á þá goðsögn að samfélagið á 19. öld hafi verið einsleitt. „Fátækir bændur gátu átt mjög verðmæta hluti og ríkir verðlausa,“ segir hún. Anna rannsakaði dánarupp­ skriftir frá 1801 til 1898, en flestar frá árunum 1830 til 1850. Einnig rannsakaði hún safnkost Þjóð­ minjasafnsins frá þessum tíma. Hvernig samband milli manna og hluta breytist, frá arfi yfir í menn­ ingararf, svo kölluð efnismenning. Þetta er hægfara saga hversdagslífs­ ins, hvað hlutir geta sagt okkur um verkkunnáttu, klæðaburð, áhuga­ mál og fleira. 19. öldin er öld iðnbyltingarinnar, þegar margar af mestu uppgötv­ unum mannkynsins voru gerðar. Hér á Íslandi voru samfélagslegar breytingar, svo sem viðskiptafrelsi árið 1855 og afnám vistarbands árið 1894. Í dánarbúum Íslendinga sjást hins vegar engar kúvendingar. „Í grunninn voru dánarbú í byrjun aldarinnar og við lok hennar þau sömu,“ segir Anna. Gripirnir hafi orðið aðeins fjölbreyttari og leir­ áhöld og postulín orðið algengara en tréaskar svo dæmi sé tekið. En gripirnir geta sagt mikið til um einstaklinga. Til dæmis hvort viðkomandi neytti tóbaks, hvernig smekk hann hafði á klæðnaði eða um hvað hann vildi lesa. Bækur sögðu mikla sögu. „Oft voru þetta aðeins trúarlegar bækur en í sumum dánarbúum var fjöldi alþjóðlegra bóka, stærðfræðibækur, söguann­ álar og fleira,“ segir Anna. Eitt búið var Sighvatar Grímsson­ ar Borgfirðings, alþýðufræðimanns. Hann átti stórt bókasafn sem hann hélt skrá yfir og lánaði til sveitunga sinna. „Hann var eins og bókasafn í sveitinni,“ segir Anna. Eins og gefur að skilja finnast líka einkennilegir hlutir í dánar­ búunum. Aðspurð um þetta nefnir Anna bjór, sem hefur þá verið feldur af bifri. „Svo eru þarna nærbuxur með gati,“ segir hún kímin. n Nærbuxur með gati voru í dánarbúi frá nítjándu öld Íslenska land- búnarsam- félagið var mjög íhaldssamt og breytingar gerðust hægt. Mynd/aðsend benediktboas@frettabladid.is ferðamál Sé meðaltalsspá tekin frá öllum þeim sem spá fyrir um komur ferðamanna til landsins er gert ráð fyrir um tveimur millj­ ónum erlendra ferðamanna á árinu og þeim muni fjölga í rúmlega 2,3 milljónir árið 2024 og rúmlega 2,5 milljónir árið 2025. Í tilkynningu Ferðamálastofu segir að stofan sé með hæstu gildin en stofnunin spáir að 2,9 millj­ ónir ferðamanna leggi leið sína til Íslands árið 2025. n Tvær milljónir ferðamanna í spilunum Lægðir og leiðindi í veðrinu hafa engin áhrif á ferðamenn. Fréttablaðið/anton brink benediktarnar@frettabladid.is ferðaþjónusta Íbúaráð Kjalarness skorar á þá sem ætluðu að standa að framkvæmd farþegaferju upp Esjuna árið 2017 að skoða aðra staði upp á fjöll sem væru í ákjósanlegri fjarlægð frá heimilum fólks. Hugmyndin um að setja upp kláf við Esjurætur hefur lengi verið rædd. Var til að mynda umræða í borgarráði 2015 um að finna aðila til að reka farþegaferju í Esjuhlíð­ um. Í lok árs 2022 samþykkti loks borgarráð að setja kláf upp Esjuna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hug­ myndinni. Sjálfstæðismenn og Sósíalistar sátu hjá. Á íbúafundi á fimmtudag var hugmyndin rædd hjá íbúa ráði Kjalarness, en 2017 mætti hug­ myndin gríðarlegri mótspyrnu hjá Kjalnesingum. Skoraði íbúa ráðið á þá aðila sem myndu standa að fram­ kvæmdinni að skoða aðrar stað­ setningar fjarri byggð. Jafnframt var óskað eftir því að hugmyndavinna og þróun yrði í samráði við íbúa. n Íbúar Kjalarness vilja ekki kláf á Esjuna Íbúar Kjalarness kalla eftir því að farþegalyftan verði fjarri heimilum fólks. Fréttablaðið/anton brink. benediktboas@frettabladid.is reikningsskil Hrun er á skilum ársreikninga kirkjugarða fyrir rekstrarárið 2021. Aðeins rétt rúm­ lega helmingur kirkjugarða á land­ inu hafði skilað sex mánuðum eftir eindaga. Í lok desember 2022 hafði Ríkisendurskoðun borist ársreikn­ ingar frá 128 kirkjugörðum en í til­ kynningu segir að skil ársreikninga kirkjugarða hafi farið stigversnandi síðastliðin ár og eru að mati Ríkis­ endurskoðunar óviðunandi. Skilin voru um 76 prósent vegna rekstrarársins 2020 og um 82 pró­ sent vegna rekstrarársins 2019. Kirkjugarðsstjórnum er skylt að senda ársreikninga kirkjugarða næstliðins árs til stofnunarinnar fyrir 1. júní ár hvert. Ríkisendurskoðun vekur athygli á að kirkjugarðsgjöld vegna þeirra kirkjugarða sem skiluðu ársreikn­ ingi vegna rekstrarársins 2020 námu um milljarði króna en eru nú aðeins um 400 milljónir. Skýringuna má rekja til þess að langstærsti kirkjugarður landsins, Kirkjugarðar Reykjavíkur, sem voru með um 60 prósent af kirkjugarðs­ gjöldum vegna rekstrarársins 2020, hafa ekki enn skilað ársreikningi fyrir 2021. n Beinagrindur í bókhaldi kirkjugarða Yfir helmingur kirkjugarða á eftir að skila ársreikningi. Fréttablaðið/steFán benediktboas@frettabladid.is skólamál Salvör Nordal, umboðs­ maður barna, hefur skrifað mennta­ og barnamálaráðuneytinu vegna myglu í grunnskólum og um skyldur skólayfirvalda í þeim efnum. Salvör segir sér hafa borist fjöldi ábendinga og fyrirspurna frá for­ eldrum og börnum. „Hafa grunnskólanemendur og foreldrar þeirra lýst yfir óánægju með aðgerðir skólayfirvalda og þá sérstaklega hvað varðar miðlun upplýsinga um stöðu mála, fram­ gang framkvæmda við húsnæði skóla og ýmsar ráðstafanir eins og til dæmis tilfærslu á starfsemi skóla í önnur hverfi,“ segir í bréfinu. Hafi foreldrar ítrekað gert athuga­ semdir við að í slíkum málum sé ekki hugað nægilega vel að rétt­ indum barna til upplýsinga og þátt­ töku í ákvörðunum í málum sem sannarlega varða réttindi þeirra og hagsmuni, segir þar enn fremur. Þá virðist ríkja óvissa um það hverjar séu skyldur skólanna við börn sem hafi orðið fyrir heilsufarslegum áhrifum af völdum myglu. Vandinn er að mati Salvarar bæði umfangsmikill og f lókinn. Myglu­ og rakaskemmdir í grunnskólum hafi raskað skólastarfi hjá fjölda nemenda og valdið mörgum óþæg­ indum og veikindum. Umboðsmaðurinn segir því fullt tilefni til að mennta­ og barna­ málaráðuneytið, með hliðsjón af hlutverki ráðuneytisins sem æðsta stjórnvalds á sviði menntamála, gefi leiðbeiningar um það til hvaða aðgerða skólastjórnendur eigi að grípa, ef upp koma raka­ og myglu­ vandamál, til þess að tryggja rétt barna til heilsu og menntunar og þátttöku þeirra í ákvörðunum um málefni sem varði mikilvæga hags­ muni þeirra og réttindi. n Gefa litlar upplýsingar vegna myglu Mygla er víða í skólastofum barna. Fréttablaðið/VilhelM 6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.