Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Svo jafnvel þeir sem vilja sækja sér hjálp – þurfa að gjöra svo vel og bíða. Bíða þar til það er jafn- vel of seint. Fatlað fólk getur verið miklu virk- ari þátt- takendur í samfélag- inu en nú er, en til þess þurfum við viðhorfs- breytingu með nýrri framtíð. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Fyrsta samráðsþing í málefnum fatlaðs fólks verður haldið á fimmtudaginn í þessari viku í Hörpu í Reykjavík. Á samráðsþinginu verða kynnt drög að tillögum starfshóps fjölda samstarfsaðila um fyrstu landsáætlun um innleiðingu og framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á sama tíma stendur yfir í forsætisráðuneyt- inu undirbúningur að lögfestingu samningsins og stofnun Mannréttindastofnunar. Á samráðsþing- inu, sem ber yfirskriftina Ný framtíð, verður leitast við að greina tækifærin fram undan og hvað skipti máli þegar horft er til framtíðar. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt mikla áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk njóti mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Farið hefur fram kröftug vinna hagsmunasamtaka fatlaðs fólks, fulltrúa sveitarfélaga og fjölda ráðuneyta við undirbúning landsáætlunar innar. Á undanförnum misserum hef ég stutt við fjöl- mörg umbótaverkefni félagasamtaka, hagsmuna- samtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu í takt við áherslur samnings Sameinuðu þjóðanna. Í síbreytilegum heimi tæknibreytinga hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Við höfum nú stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Nýlega tók síðan til starfa vinnuhópur um starfs- og námstækifæri fyrir fatlað fólk í samvinnu okkar háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, auk fjölmargra annarra aðila sem vinna nú að tillögum til að auka tækifæri fatlaðs fólks til náms og starfa. Fatlað fólk getur verið miklu virkari þátttak- endur í samfélaginu en nú er, en til þess þurfum við viðhorfsbreytingu með nýrri framtíð. Ég bind miklar vonir við öll þau verkefni sem nú eru í vinnslu í málefnum fatlaðs fólks, samfélagi okkar til heilla. n Ný framtíð Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnu- markaðsráðherra ser@frettabladid.is Áminning Það getur verið svo gott sem óbærilegt fyrir miðaldra og þaðan af rosknara fólk að skoða tilkynningarnar sem rignir yfir það á samfélags- miðlum, frá degi fram á dimma nátt, svo sem fésbókinni, sem mun vera orðin að helsta athvarfi gamalmenna – og að sama skapi helst til forpokuð að mati yngra fólksins. Nema hvað. Eldri mannskapurinn á fésbók er sumsé eltur uppi af alls konar auglýsingum sem minnir hann þráfaldlega á hvað aldurinn færist yfir, en þar gengur á með húðvörum og stinningarlyfjum, legþurrks- sprautum og bakflæðistöflum, brjóstsviðapillum og horm- ónamixtúrum af öllu tagi … Stutt eftir En þetta er ekki nóg. Fésbókin getur verið miklu miskunnar- lausari en þetta. Jafnvel ófor- skömmuð, ef út í það er farið. Og allt í þágu sölumennsk- unnar. Hún er farin að fylgja manni fram á grafarbakkann í bókstaflegri merkingu. Eða hvernig getur maður túlkað það öðruvísi en að tíminn sé að verða naumur þegar tilkynn- ingar um haganlega gerða leg- steina eru farnar að dúkka upp á þessum blessaða miðli? Og auglýsingin taki af öll tvímæli í þokkabót, því ekki einasta bjóðist manni tveir steinar fyrir einn, heldur sé maður númer eitt í röðinni … n Töluvert var fjallað um mikla aukn- ingu heimilisofbeldis í kórónaveiru- faraldrinum en vandinn varð svo aðkallandi að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hvatti ríkisstjórnir um allan heim til að grípa til aðgerða. Ísland var engin undantekning í þessum efnum, en færri vita kannski, að á liðnu ári, árinu sem lífið fór aftur í fyrri skorður eftir samkomutakmark- anir og lokunaraðgerðir, var slegið met í fjölda tilkynninga um heimilisofbeldi hér á landi! Heimilisofbeldi er skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hendi einhvers nákomins. Gerandi og þolandi eru skyldir eða tengdir og háttsemin felur í sér ofbeldi, hótun eða eignaspjöll. Fyrstu sex mánuði liðins árs bárust lögregl- unni sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining. Sjö tilkynningar á dag! Sjö heimili í molum hvern einasta dag! Reyndar vitum við að raunverulega talan er hærri enda viðkvæmur flokkur þar sem alls ekki öll mál rata á borð lög- reglu. Samkvæmt þessu fjölgaði tilkynningum um tæplega 13 prósent samanborið við árin á undan og eru heimilisofbeldismál nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga- og mann- drápsmála sem koma á borð lögreglu. Flest tilvikin, eða tvö af þremur, eru af hendi maka eða fyrrum maka en málum þar sem um er að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra, fjölgar einnig og eru tæplega 32 prósent heimilisofbeldismála. Það kemur svo varla á óvart að í um 80 prósentum tilfella er árásaraðilinn karl og í meirihluta til- fella, eða tæplega 80 prósent, brotaþolinn kona. Fyrir helgi var tilkynnt um að áframhaldandi rekstur ofbeldisgáttar Neyðarlínunnar væri tryggður. Ofbeldisgáttina má finna á vefsíðu Neyðarlínunnar, 112.is, en þar er safn upplýs- inga fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur á íslensku, ensku og pólsku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði við tilefnið að ásókn í úrræðin sem í boði eru hafi margfaldast frá því vefurinn var settur í loftið. Það má vera að sú vitundarvakning skýri að einhverju leyti téða fjölgun tilkynninga en markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að fækka sjálfum tilfellunum og koma þannig í veg fyrir þær átakanlegu afleiðingar ofbeldis sem sannað hefur verið að ganga mann fram af manni. Til þess þarf vissulega aukna fræðslu – en aðallega þarf að hugsa vandann heildstætt. Biðlisti er plássfrekt hugtak í íslensku sam- félagi. Biðlistar í áfengis- og vímuefnameðferð, biðlistar hjá sálfræðingum og biðlistar hjá geð- læknum telja hundruð, jafnvel þúsundir. Svo jafnvel þeir sem vilja sækja sér hjálp – þurfa að gjöra svo vel og bíða. Bíða þar til það er jafnvel of seint. n Sjö heimili á dag 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.