Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 21
Veðbankar telja Kansas City Chiefs líklegast til að vinna meistara- titilinn á næsta ári. Afsökunarbeiðnin sem Arsenal fékk er önnur formlega afsökunar- beiðnin sem félagið fær frá dómurum á þessu tímabili. Ljóst er að töpuð stig með þessum hætti gætu orðið dýrkeypt þegar mótið er á enda. hordur@frettabladid.is Fótbolti 16 liða úrslit í Meistara- deild Evrópu fara af stað í kvöld með látum þegar stórliðin Paris Saint-Germain og FC Bayern eigast við í fyrri leik liðanna. Leikurinn fer fram á Parc des Princes í París en liðin mætast svo í síðari leiknum í Bæjaralandi. Draumur eiganda PSG er að vinna Meistaradeildina og hafa vonbrigðin verið gríðarleg síðustu ár. Með Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe í fremstu víglínu eru gerðar kröfur um að liðið fari alla leið. Hindrunin í vegi þeirra verður hins vegar vart stærri en þýska stórveldið, Bayern, á sér ríka sögu í Meistaradeildinni. Þýska liðið hefur þó oft verið meira sann- færandi en undanfarna mánuði og gæti þetta verið gott tækifæri fyrir PSG að komast áfram. Antonio Conte, stjóri Tottenham, þarf að grafa djúpt til að ná leik- mönnum sínum á flot eftir slæmt tap gegn Leicester um helgina. Liðið heldur til Ítalíu í kvöld og mætir AC Milan í áhugaverðu einvígi. Totten- ham hefur orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku á undanförnum dögum, fyrirliðinn og markvörður liðsins, Hugo Lloris, er meiddur og spilar ekki næstu vikurnar. Þá meiddist Rodrigo Bentancur illa um helgina og verður frá í sjö mánuði, hefur hann verið einn jafn besti leikmaður Tottenham á tímabilinu. AC Milan situr í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en Tottenham er í sama sæti á Englandi. Á miðvikudag fer eitt dýrasta lið í heimi, Chelsea, til Þýskalands og mætir þar Borussia Dortmund. Dort- mund hefur verið á flugi í Þýskalandi og er til alls líklegt gegn Chelsea. Graham Potter hefur verið í tómum vandræðum eftir að hann tók við Chelsea, botnlaus eyðsla félags- ins hefur hingað til ekki skilað sér í úrslitum innan vallar. Búast má við jöfnum leik. Á sama tíma eigast við Club Brugge og Benfica. n Úrslitastund að hefjast á meðal þeirra bestu í Meistaradeild Leikir í vikunni Þriðjudagur: 20.00 AC Milan - Tottenham 20.00 PSG - FC Bayern Miðvikudagur: 20.00 Borussia Dortmund - Chelsea 20.00 Club Brugge - Benfica PSG fékk Messi til þess að vinna Meistaradeildina. Fréttablaðið/Getty hordur@frettabladid.is Fótbolti Howard Webb, yfirmaður dómara í ensku úrvalsdeildinni, hefur boðað til neyðarfundar í vik- unni þar sem farið verður yfir stöð- una sem upp er komin. Dómarar á Englandi áttu vonda helgi þar sem VAR, myndbandstæknin og dóm- arar gerðu afar afdrifarík mistök. Stærstu mistökin voru gerð þegar Brentford jafnaði gegn Arsenal. Lee Mason sem var í VAR-herberginu gleymdi þá að teikna línu þar sem leikmaður Brentford var rangstæð- ur í jöfnunarmarkinu. Hefur þetta orðið til þess að Howard Webb hefur beðið Arsenal afsökunar en þessi mistök Mason gætu haft veruleg áhrif í titilbarátt- unni. Algjörlega löglegt mark var svo tekið af Brighton í leik gegn Crystal Palace sem endaði með 1-1 jafntefli. Þau mistök Johns Brooks í leiknum urðu til þess að hann hefur verið settur til hliðar, átti Brooks að vera VAR-dómari í vikunni en fer í frysti- kistuna. Fleiri stór mistök voru gerð um helgina og hefur Webb boðað alla dómara í deildinni á fund í vikunni þar sem farið verður yfir stöðu mála og hvernig þeir geti reynt að bæta ráð sitt. n Boðað til neyðarfundar VAR er umdeilt. Fréttablaðið/anton Leikstjórnandinn og Íslands- vinurinn Patrick Mahomes minnti enn einu sinni á það hvað í honum býr þegar hann leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í leiknum um Ofurskál- ina (e. Super Bowl) aðfaranótt mánudags. Þetta var annar meistaratitill Mahomes, sem á nóg eftir á tankinum. kristinnpall@frettabladid.is NFl Patrick Mahomes bætti annarri skrautfjöður við ansi glæstan feril aðfaranótt mánudags þegar hann vann sinn annan meistaratitil sem leikstjórnandi Kansas City Chiefs í 38-35 sigri á Philadelphia Eagles í leiknum um Ofurskálina. Með því varð hann þrettándi leikstjórn- andinn í sögu Ofurskálarinnar til að vinna tvo úrslitaleiki sem byrjunar- liðsmaður og um leið fyrsti leik- maðurinn sem fylgir nafnbótinni verðmætasti leikmaður deildar- innar (e. Most Valuable Player) eftir með meistaratitli í 24 ár. Það var ekki margt sem benti til þess að Chiefs myndi vinna leikinn þegar liðin gengu inn til búnings- klefanna í hálf leik. Ernirnir frá Fíladelfíu leiddu með tíu stigum og Mahomes fór haltrandi af velli skömmu fyrir lok fyrri hálf leiks eftir harkalega tæklingu eftir að hafa glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins. Auk þess sýndi tölfræðin að fyrir  leik gærdagsins voru lið sem voru tíu stigum undir í hálfleik eingöngu búin að vinna einn leik af 27. Það þurfti því töfra til að galdra fram sigur og án Mahomes hefði Chiefs ekki átt roð í öflugt lið Eagles. Umdeilt víti aðstoðaði Chiefs vissulega á ögurstundu í leiknum en þegar litið er í baksýnisspegilinn verður að horfa til þess að það stóð ekki steinn yfir steini í vörn Eagles. Ein besta varnarlína deildarinnar, sem bætti metið yfir leikstjórn- endafellur á tímabilinu, kom hönd- unum ekki á Mahomes sem tætti í sig vörn Eagles þegar það skipti máli. Þó að Mahomes hafi ekki kastað fyrir mörgum jördum tókst honum að finna glufurnar í seinni hálfleik þegar úrslitin réðust. En hvað er næst fyrir Mahomes og Höfðingjana frá Kansas City? Liðið gekk í gegnum vissa  endurnýjun á milli tímabila þegar Mahomes missti sitt helsta vopn í Tyreek Hill. Útsjónarsemi í nýliðavalinu varð til þess að varnarleikur liðsins stór- batnaði á milli tímabila og má leiða líkur að því að Höfðingjarnir vilji bæta við vopnum fyrir Mahomes í útherjasveitinni. Það er því líklegt að við sjáum Chiefs  aftur berjast um meistaratitilinn á næsta ári og næsta áratuginn enda Mahomes á samningi næstu sjö árin. Verkefni Kansas City nú er því að finna réttu púslin í kringum leikstjórnandann frábæra því hann sannaði enn á ný um helgina að hann á iðulega ás uppi í erminni, sama hverjar aðstæðurnar eru. n Ný rós í hnappagat Íslandsvinarins Þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í leiknum var Mahomes drjúgur að sækja endurnýjanir með því að hlaupa undan vörn Eagles. Fréttablaðið/Getty Þetta er annar meistaratitill Mahomes en ef hann sleppur við meiðsli ættu fleiri meistaratitlar að fylgja á næstu árum. Fréttablaðið/Getty 2 Chiefs er annað liðið í sögu Super Bowl sem er tíu stigum undir eða meira í hálfleik en vinnur. 1 Snertimark Skyy Moore í fjórða leik- hluta úrslitaleiksins var hans fyrsta í NFL- deildinni 5 Mahomes er fimmti leikstjórnandinn í sögunni til að hljóta nafnbótina besti leik- maður Super Bowl (e. MVP) tvisvar 4 Chiefs fengu fjórar sóknir í seinni hálfleik og skoruðu úr þeim öllum. Fréttablaðið Íþróttir 1714. Febrúar 2023 þriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.