Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 10
Norska leyniþjónustan segir að athygli Rússa muni í aukn- um mæli beinast að Noregi eftir inngöngu Svía og Finna í NATO. Þótt viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hafi verið lækkað sé enn mögulegt að hryðjuverk verði framið í Noregi á þessu ári. gar@frettabladid.is noregur Norðmenn munu leika lykilhlutverk í birgðahaldi fyrir liðstyrk NATO-ríkja til Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir Lars Nor- drum, aðstoðarforstjóri Norsku leyniþjónustunnar, við Norska ríkissjónvarpið (NRK). Þar með beinist athygli Rússa í auknum mæli að Noregi eftir að Svíar og Finnar hafa fengið aðild að NATO að sögn Nordrum. „Við verð- um að muna að Rússland á meira en fullt í fangi í Úkraínu,“ minnir hann hins vegar á í viðtalinu við NRK. „Stríðsreksturinn gengur afar illa og þeir eru þunnskipaðir meðfram landamærunum.“ Með inngöngu Svía og Finna í NATO muni spennan samt sem áður aukast. „Það er ljóst að það er mikið vantraust milli Rússlands og NATO og það getur leitt til misskilnings og aukinnar spennu í okkar nærum- hverfi,“ segir Nordrum. Leyniþjónustan norska kynnti á blaðamannafundi í gær nýtt áhættumat fyrir landið. Þar sagði Nordrum að náðst hafi að þrengja að hugsanlegri hryðjuverkastarf- semi. „Við erum enn að koma í veg fyrir alvarlegt tjón, þar með talið eru skipulagðar árásir,“ sagði Nor- drum á blaðamannafundinum að því er fram kemur í frétt NRK. „Hryðjuverkaógn að utan stafar aðallega frá einstaklingum og laus- tengdum fylgismönnum. Þetta á bæði við um öfgamenn undir íslam og öfgamenn til hægri,“ sagði Nor- drum. Um sé að ræða ungt fólk sem leiðist út í öfgahyggju í gegnum netið. Starf leyni- og öryggisþjón- ustunnar hafi sem fyrr segir tak- markað svigrúm þessara afla. Anniken Huitfeldt, utanríkis- ráðherra Noregs, segir við NRK að hún vilji leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir misskilning. „Rússland þarf að vita hvar það hefur okkur. Það er mikilvæg stoð í öryggispólitík Noregs. Á sama tíma erum við háð fælingarmætti. Hann verður meiri þegar Finnland og Sví- þjóð eru orðin meðlimir að NATO. Þá getum við æft og þjálfað saman og fókusinn á norðurslóðir verður meiri,“ hefur NRK eftir Huitfeldt. Beate Gangås, forstjóri öryggis- þjónustu lögreglunnar, PST, segir stærstu ógnina við norska hags- muni felast í starfsemi leyni- þjónustu erlendra ríkja. „Og það á sérstaklega við um ógnina frá Rúss- landi,“ segir Gangås við NRK. Þá bendir Gangås á að Rússar eigi óhægar um vik með slíka starfsemi á erlendri grundu því diplómatísk og viðskiptaleg tengsl hafi rofnað eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári. Fólk sé nú meira á varðbergi. „Við höfum ekki ástæðu til að hafa minni áhyggjur en fyrir ári síðan. Ég held að nú sé mikilvægt að skoða aðrar leiðir sem Rússland getur notað til að afla upplýsinga,“ segir Gangås við norska ríkismiðil- inn. Rússar séu að útvega sér upplýs- ingar um mikilvæga innviði. „Þetta eru upplýsingar sem þeir geta notað síðar gegn okkur.“ Að sögn Gangås geta skotmörk fyrir rússnesku leyniþjónustuna meðal annars verið menntastofn- anir og fólk á stjórnmálasviðinu. „Það er ýmislegt að gerast sem snýst ekki um ólöglegar athafnir. Það snýst um skipulögð uppkaup og aðgerðir til að hafa áhrif. Það eru margvíslegar aðferðir notaðar til að hafa áhrif á stöðu okkar og vinna okkur ógagn,“ segir Gangås enn fremur við NRK. Viðbúnaðarstig PST hefur nú verið lækkað í það að vera miðlungs frá því í sumar. Þá var það hækkað eftir árás á barnum London Pub í Osló. „En þegar við segjum að ógnin sé miðlungsmikil segjum við um leið að það sé mögulegt að á árinu 2023 verði framið hryðjuverk í Nor- egi,“ segir Gangås. n Forseti Tyrklands lofar því að byggja upp á skjálftasvæðunum. Yfirvöld í Frakklandi eru sögð forðast að viðurkenna sinn hlut. Rússland þarf að vita hvar það hefur okkur. Það er mikilvæg stoð í öryggispólitík Noregs. Anniken Huit- feldt, utanríkis- ráðherra Noregs Lækkað viðbúnaðarstig í Noregi en hryðjuverk á þessu ári ekki útilokuð Forsætisráð- herra Noregs, Jonas Gahr Store, ásamt krónprins- parinu Hákoni og Mette-Marit á vettvangi skotárásar við London Pub í Osló fyrra. Fréttablaðið/EPa kristinnpall@frettabladid.is Frakkland Í skýrslu rannsóknar- nefndar um framkvæmd úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu karla segir að framkvæmd leiksins hafi mistekist hrapallega. Litlu hafi munað að manntjón yrði. Í skýrslunni segir að Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) þurfi að axla ábyrgð en ábyrgðin liggi þó helst hjá frönskum yfir- völdum og lögreglunni í París sem hafi ekki verið nægilega undirbúin. UEFA bað stuðningsmenn afsök- unar nokkrum dögum eftir leik. Fresta þurfti leiknum á 37. mín- útu eftir mikla ringulreið fyrir utan Stade de France, þjóðarleikvang Frakka. Þúsundir stuðningsmanna Liverpool voru fastar fyrir utan völl- inn og myndaðist troðningur við öryggishliðin í Parísarborg. Sky News birti útdrátt úr skýrsl- unni sem er væntanleg á næstu dögum. Þar kemur fram að frönsk yfirvöld forðist að viðurkenna hlut sinn í atburðinum. Það sé búið að afsanna kenningu þeirra um að fjöl- margir stuðningsmenn hafi mætt án miða og átt þátt í vandræðunum. Þá fær franska lögreglan sinn skerf af gagnrýninni fyrir að bregð- ast kolrangt við aðstæðum með því að nota táragas og piparsprey til að reyna að ná stjórn á mannskapnum ásamt því að hlusta ekki á raddir enskra stuðningsmanna sem urðu fyrir árás á leið sinni á völlinn. n Þyki heppni að ekki fór verr í gríðarlegum troðningi í París Mikill troðningur varð fyrir utan Stade de France. Fréttablaðið/GEtty kristinnpall@frettabladid.is Tyrkland Í nýrri skýrslu viðskipta- nefndar Tyrklands er ályktað að kostnaðurinn við jarðskjálftana í síðustu viku verði að minnsta kosti 84 milljarðar Bandaríkjadala, jafn- virði um tólf milljarða króna. Fjallað var um skýrsluna á vef Reuters í gær en þar kemur fram að það kosti um 71 milljarð dala að endurreisa allar byggingarnar sem hrundu í skjálftunum. Þá verði efnahagurinn í Tyrklandi af 10,4 milljörðum dala vegna áhrifa jarðskjálftanna og 2,9 milljarða dala megi rekja til vinnutaps. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur lofað því að endur- reisa byggingar á jarðskjálftasvæð- inu á næstunni. n Kostnaðurinn sé tólf þúsund milljarðar króna Það þarf að endurbyggja þúsundir heimila. Fréttablaðið/GEtty benediktboas@frettabladid.is FornleiFaFræði Uppgötvun vís- indamanna á grjóthnullungum sem grafnir voru upp á Nýja-Sjálandi árið 2016 og 2017 sýna að tvær nýjar tegundir mörgæsa voru til. Önnur er sögð stærsta mörgæsategund allra tíma. Daniel Thomas, dósent í dýra- fræði og vistfræði við Massey- háskóla, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að stærsta beinið sem hafi fundist segi til að mörgæsin hafi vegið allt að 155 kíló. Þá segir hann að jafnvel þó það vanti stóran hluta beinagrindarinn- ar séu vísindamennirnir alveg vissir um að fuglinn hafi verið gríðarlega stór. n Steingervingur af risamörgæs fannst Konungsmörgæs var peð miðað við þá sem fannst á Nýja-Sjálandi. Fréttablaðið/GEtty helgisteinar@frettabladid.is kína Utanríkisráðuneyti Kína segir að Bandaríkin hafi tíu sinnum flogið loftbelgi inn í lofthelgi Kína á síðasta ári. Wang Wenbin, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, sagði þetta á blaðamannafundi í gær og hélt því fram að Bandaríkin ættu að líta í eigin barm í stað þess að ásaka Kína. Bandarísk stjórnvöld vísa þeim ásökunum á bug en greindu meðal annars frá því að þeir hefðu skotið enn einn loftbelg niður við landa- mæri Kanada. n Bandaríkin hafi rofið lofthelgina Wang Wenbin, talsmaður kín- verska utanrík- isráðuneytisins. 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.