Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Það þarf ekki að rífast yfir því að lægstu taxtar endurspegla engan veginn vinnuframlag, álag og mikil- vægi starfsfólksins sem fær greitt samkvæmt þeim. Það er sannarlegt samfélagslegt mein að fólk geti illa dregið fram lífið á kaupi sem því er samningsbundið greitt eftir. Og í framhaldi af því er það á ábyrgð okkar allra, hver svo sem staða okkar er, að vinna þeim málum framgang sem auka velferð, jöfnuð og frelsi þessa hóps sem við þessi kjör búa. Slíkt raungerist einungis með samhentu átaki, hugrökkum haglausnum og virðingu fyrir grunnþörfum til lífs og frelsis, innan þess kerfis og ramma sem samfélagsgerð okkar gerir ráð fyrir. Samfélagsgerð sem hefur, þrátt fyrir allt, þróað mestu lífsgæði og velsæld mannkynssögunnar. Hér er augljóst að benda á ógnaráskor- anir samtímans eins og fátækt og umhverfismál, en þau verða aldrei leyst nema með bestu mögulegu stjórntækjum sem fyrirfinnast einungis innan sömu samfélags- gerðar. Hér kemur kannski að helsta verkefni landans í dag; strönduðum kjaraviðræðum. Þar virðist manni að tónninn í forystu launþega sé að umbylta samfélagsgerðinni í sósíalíska veröld. Af þeim sökum hafi aldrei verið raunverulegur vilji til samninga – byltingin hafi alltaf verið fyrsti kostur. Það breytir engin samfélagsgerð í kjaravið- ræðum – þar ræður hagfræði og samfélagssáttmáli þess kerfis sem búið er við ferðinni. Samfélagsgerð og breytingar þar á eiga heima á vettvangi stjórnmálanna í umboði almennings. Það er krefjandi verkefni okkar allra að lægstu laun endurspegli vinnuframlag og álag, veiti mann- sæmandi aðstæður, frelsi og frið. Innan okkar samfélagsgerðar er það vel mögulegt. Ólíkt sósíal- isma. n Ólíkt sósíalisma bakþankar | Pétur Georg Markan Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.