Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 5

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 5
5 „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, Sr. Gunnar E. Hauksson, sóknarprestur á Þingeyri Þingeyrarkirkja. Það er snjór og kuldi. Dagarnir eru stuttir. Svartasta skammdegið skellur á. En á þessum myrku dögum eigum við Ijós, sem kviknaði fyrir tæpum tvö þúsund árum. Hversu glatt það logar, fer eftir hverjum og einum. Staðreyndin er sú, að sá sem nefndi sig „Ijós heimsins“ er kominn í heiminn. Það eru jól - fæðingarhátíð frelsar- ans - Ijósið í myrkrinu. Mitt í þunga vetrarins færist Ijósið yfir og þjóðin fer öll á stjá við undirbúning jólahátíðarinnar. Endur fyrir löngu voru fjárhirðar úti á Betlehemsvöllum. Það var nótt. Allt í einu verður bjart, engill Drottins, sendiboði Drottins stóð hjá þeim. Ótti grípurþá - hver óttast ekkiþað sem hann þekkir ekki? „Verið óhræddir“, ersagtviðþá „sjá, égboðayðurmikinnfögnuð“. Óttinn hverfur með fögnuðinum. En hverju áttu hirðarnir aðfagna. Jú, sendiboði Drottins var hjá þeim, og hann boðaði þeim mikinn fögnuð: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Þetta var hinafyrstu jóla- nótt. Guð gerði sig kunnan fyrir venjulegum mönnum; þeim var fyrst boðað það fagnaðarerindi, að frelsarinn væri kominn í heim- inn. í veikleika barnsins var sá fæddur, er Jesaja spámaður sagði fyrir um: !yÁ hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífarfaðir, Friðarhöfðingi“. Svo stórt í svo smáu - svo sterkt í svo veiku. Fagnaðarboðskapurinn felst ekki í fæðingarfrásögunni einni. Hann er allur Krists atburðurinn, lífJesú, dauði og upprisa. Þáfyrst fær fœðingarfrásagan merkingu. Guð gerðist maður í Kristi. Þannig deilir hann kjörum sínum með mönnum. Maðurinn er því ekki lengur einn áferð sinni í heiminum. - Þegar Jóhannes skírari spurðist fyrir um Jesú, létJesúsfæra honum þetta svar: „Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér“. Hirðunum forðum var boðaður fögnuður. Svo er og um okkur, þvíþessi fögnuður skyldi veitast „öllum lýðnum“. Engum ergleymt, fagnaðarboðskapurinn er öllum ætlaður. Það er jólagjöfin okkar: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Þessi boðskapur heyrir ekki til liðnum tíma. Nei, hann er handa þér núna, þá stund er þú heldur heilög jól og alla daga. Frelsarinn er fæddur. Hann kom sem Ijós í heiminn; heim sem ekki varð samur á eftir. Þegar hann verður Ijós þitt ílífinu, kemur hann tilþín, ogþú munt ekki verða samur á eftir. Gleðileg jól í Guðs friði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.