Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 14
14 Með MicroVAX II er runnið upp nýtt skeið á tölvuöld, - því nú er komin á markaðinn lítil en svo öflug fjölnota- tölva að þú átt greiða leið upp í kerfi fyrir mörg hundruð notendur. Allar VAX-tölvur hafa sama stýrikerfi. Forrit sem gengur á einni VAX-tölvu gengur á öllum hinum. Aðeins þitt eigið hugmyndaflug takmarkar möguleikana sem opnast með MicroVAX II. MicroVAX II býður upp á meira en 200 MB diskrými, 95 MB segul- bandsstöð, 800 KB diskettustöð og 9 MB innra minni ásamt 21 tengilínu fyrir skjái og prentara. Fullkomin 32 bita vinnsla með 40 MHz tíðni og reiknigetu á við VAX-11/780 -1 MIPS. MicroVAX II er ótrúlega öflug þrátt fyrir smæð sína. Ef þú vilt tölvuvæða bókhaldið og ritvinnsluna geturðu byrjað smátt með MicroVAX II. Þegar þú hefur bætt við teiknivinnsl- unni, verkfræðiútreikningunum, birgða- og sölukerfinu, toll- og verðútreikning- unum og framleiðslustýringunni, er kerfið orðið stórvirkt en jafn fyrirferð- arlítið og í upphafi. MicroVAX II -vex með vaxandi starfsemi. Einkaumboð Kristján Ó. Skagfjörð hf. sími 24120. MicrcAAX II fyriríerðarlítið hörkutól, sem leikur sérað stóm verkefnunum. Nýjar bækur ALÞÝÐLEGT FRÆÐIRIT UM GOÐA- OG HETJUSÖGUR GOÐ OG HETJUR f HEIÐNUM SIÐ Undirstöðuverk um fornan ís- lenskan menningararf eftir Anders Bæksted í þýðingu Eysteins Þorvaldssonar lektors AmCRS BÆK5TCD QOÐoqHETJUR í HEIÐIIUM 5!Ð Ondíretöðuveth um foman íslensten mennlngararf Alþýðlegt fraeðírit um goða- og betjusögur Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Goð og hetjur í heiðnum sið en eins og segir í undirtitli bókarinnar er hér um að ræða foman íslenskan menningar- arf. Höfundur bókarinnar er And- ers Bæksted en þýðandi Eysteinn Þorvaldsson lektor. Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið er stærsta og vandaðasta rit um goðsögur og hetjusögur sem komið hefur út á íslensku. Hér er brugðið upp skýrum myndum af heiðnum átrúnaði og stórbrotinni veröld goðsagnanna. Jafnframt er sýnt fram á hvernig hin heiðnu lífsvið- horf birtast ljóslifandi í hetjum fomsagnanna, einkalífi þeirra, framgöngu og örlögum. Raktar eru helstu goðsögur norrænna manna og er sagt frá hlutverki þeirra í daglegu lífi forfeðra okkar. Einnig em hér endursagðar norrænar hetjusögur miðalda sem byggja á ævagömlum sagnaarfi þar sem hin fornu goð eru jafnan í námunda við róstusamt mannlíf. Bókin er ríkulega myndskreytt og í rauninni listaverkabók á sínu sviði. Þar á meðal er fjöldi litmynda úr íslenskum handritum. Þýðandinn segir í formála sínum m.a.a: Bæksted var gjörkunnugur norrænni menningu og ekki síst ís- lenskum fornbókmenntum enda metur hann þær mikils og þær eru ein helsta undirstaða þessa verks. Þetta er ítarlegasta rit sem komið hefur út á íslensku, bók sem tengir svo skýrlega saman fræðslu um heiðinn átrúnað og heiðin lffsvið- horf sem birtast í fornum, norræn- um hetjusögum. Mörkin milli goð- sagna og hetjusagna eru oft óljós og stundum hefur blandast efni milli þeirra. Bókin Goð og hetjuí heiðnum sið er sett og prentuð í prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Amar- felli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.