Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 18
18 „Það hlýtur að vera hlýrra að búa í húsi við Laugaveg...“ Hér er vargur og vetrarharka veiðin stopul og treg. Það hlýtur að vera hlýrra að búa — búa í húsi við Laugaveg. Um byggðastefnu, fólksfækkun í dreifbýli og nokkrar ástæður hennar. Eftir Einar K. Guðfinnsson. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi missir ekki marks þama í þessum hendingum ort- um við Mývatn. Þó að í fáum orðum sé, sýnist að þama krystallist á margan hátt sú tog- streyta sem löngum hefur verið með þéttbýli og strjálbýli. Og má segja að hún lýsi málflutn- ingi hvorutveggja; strjálbýlis- búa, sem líta suður yfir heiðar öfundaraugum vegna hræbill- egrar hitaveitunnar, snjóleysis- ins og lífsins lystisemda sem menn kynnast í helgarpökkum á Hótel Sögu eða Broadway og jafnvel Þjóðleikhúsinu eða óp- erunni — ef heilsan leyfir á sunnudegi. Eins gæti Davíð þarna verið að yrkja í orðastað einhvers Reykjavíkur-baldurs- ins, sem hland hieypur fyrir brjóstið á við eina sama til- hugsunina um að tvífætlingar búi öfugu megin við sjálfa Signu og Thames Reykjavíkur, Elliðaárnar. Það dregur að kosningum og sjálfstæðismenn ákveða að efna til samræðu um byggðamál. — „Það er ekki vonum fyrr,“ sagði við mig vestfirskur sveitar- stjórnarmaður, um það leyti sem ég var að stíga upp í flug- vélina hingað suður. Undir þau orð tek ég heils hugar og spyr líkt og norðlenska popphljóm- sveitin: „Er ekki kominn tími til að tengja — Sjálfstæðisflokkinn hinni mikilvægu umræðu sem fram fer og þarf að fara fram um byggðamálin í sem víðust- um skilningi þess hugtaks.“ ÞRÓUNIN ERLENDIS Þróun byggðar á Islandi hef- ur að sumu leyti dregið dám af því sem gerst hefur í hinum iðnvædda heimi. I bændasam- félögum fyrri alda var þéttbýl- ismyndun óveruleg. Fólk sótti lifibrauð sitt í sveitirnar og bjó þar. Með iðnbyltingunni í Ev- rópu á ofanverðri átjándu öldruðu stakkaskipti á þessum sviðum i Vestur-Evrópu. Sjálf- virkni í atvinnulífinu og vaxtar- hraði iðnaðarins gerðu það að verkum að fólk flýði sveitirnar og tók sér bólfestu í nágrenni við vinnustaði sína. Þróunin varð ör. Heimsborgin Lundúnir var fámenn um 1800. Þar bjuggu þá 900 þúsund manns. Einni öld síðar var íbúafjöldinn orðinn 4,7 milljónir. Hafði með öðrum orðum ríflega fimm- faldast á einni öld. Eins og að líkum lætur voru það atvinnan og auðæfi borganna sem dró fólk frá sveitunum í borgimar. Um líkt leyti og bændur og búalið Vestur Evrópu voru að hefja flótta úr sveitunum sátu íslenskir strjálbýlisbúar kyrrir og rólegir á býlum sínum. Hræringar utan úr heimi fóru framhjá garði forfeðra okkar á þessum árum. Móðuharðindi, hrellingar og horfellir ein- kenndi sögu okkar er grannar okkar hófu sem ákafast að rísa úr öskustónni og héldu á vit nýrrar aldar — aldar iðnvæð- ingar. TILKOMA TOGARA OG MÓTORBÁTA Tilkoma togara og mótorbáta í upphafi þessarar aldar var okkar stóra iðnbylting, sem gjörbreytti öllu. Um þetta segir landfræðingurinn Sigfús Jóns- son (Nú bæjarstjóri á Akureyri) í riti sínu um sjávarútveg ís- lendinga á tuttugustu öld: „Sjávarútvegur var á tíma- bilinu 1905 — 1939 aflvaki þeirra efnahagslegu framfara er þá urðu og leiddi þróunina í átt frá sjálfsþurftabúskap til mark- aðsbúskapar og frá tiltölulega lokuðu hagkerfi í átt til opins hagkerfis. I þessu lykilhlutverki hafði sjávarútvegurinn dyggi- legan bakhjarl sem landbúnað- urinn var; vinnuaflið kom úr landbúnaði en í gegn um neyslutengsl leiddi sjávarútveg- urinn landbúnaðinn áfram á braut efnahagslegra framfara." UPPBYGGING VIÐ FAXAFLÓA I riti sínu skýrir Sigfús hvemig uppbygging stór-út- gerðar á þessum ámm varð fyrst og fremst í Hafnarfirði og Reykjavík. Það rekur hann mjög til hafnleysunnar sem var víðast á suðurströndinni. Hann segir orðrétt: „Eftir að síminn kom 1906 og eftir að heild- verslanir og bankar hófu starf- semi sína í Reykjavík og ekki síst eftir að hafnargerð lauk þar 1915 var Reykjavík orðin mið- stöð efnahags og viðskiptalífs í landinu. Lokahnykkurinn í þessari þróun varð svo í fyrri heimsstyrjöldinni þegar mest öllum inn- og útflutningi lands- manna var beint um Reykjavík. .Verslunarstaðir úti um land sem áður höfðu haft bein við- skiptatengsl við Kaupmanna- höfn og Bergen, svo sem ísa- fjörður, Akureyri og Seyðis- fjörður misstu við framgang Reykjavíkur, hlutverk sitt sem verslunarmiðstöðvar heilla landshluta. Árið 1913 voru 36 ,2% innflutningsins tollafgreidd í Reykjavík en árið 1918 var þetta hlutfall 87,8 prósent. Svipað gerðist með útflutninginn.“ ÞRÓUNIN EFTIR STRÍÐ Byggðaþróun eftir stríð hefur orðið á nokkuð annan veg. Fólksflótti úr sveitum hefur orðið mikill en þróunin orðið á ýmsa vegu í fjölmörgum sjáv- arplássum. Sigfús Jónsson nefnir það miðsóknarkraft þessa gegndarlegu tilhneigingu þjóðarinnar að æða með látum suður að Faxaflóa í landnám Ingólfs. Það er ljóst að þessir kraftar réðu lögum og lofum allt fram til ársins 1970. Upp- gangurinn í stórútgerð á Suð- Vestur hominu á öndverðri öldinni hafði veitt Reykjavík og nágrenni slíka forystu að vinnuafl og fjármagn tók að leita þangað. Þannig veli þetta upp á sig líkt og snjóbolti á leið niður bratta brekku. ÖRARI ÞRÓUN HÉRLENDIS Ýmislegt var gert til að spyrna gegn þessari sókn. I greinargerð með frumvarpi til laga um stofnun nýrrar deildar við Framkvæmdabankann á árunum 1955—56 sagði frá nokkrum slíkum atriðum. Er þar á meðal getið Fiskimála- sjóðs, úthlutun atvinnuaukn- ingarfjár á vegum Félagsmála- ráðuneytisins, ríkisábyrgðir vegna fiskiðjuvera, lánadeild smáíbúðarhúsa, vatnsveitulög, endurbætur jarðræktarlaga og Vestiirbœrinn um 1920. Félagsheimilasjóð. Til viðbótar þessu má auðvitað nefna stóru atriðin, uppbyggingu hafna, flugvalla, betri samgöngur og svo framvegis. Það er auðsætt að þó svo að þéttbýlismyndun á íslandi hafi í ýmsu tilliti orðið á svipaðan veg og í nágrannalöndunum hefur þróunin orðið miklu hraðari þéttbýlismyndunin einnig orðið meiri. Um síðustu aldamót bjuggu um 80% landsmanna í dreifbýli en 20 prósent í þétt- býli. I dag býr 91 prósent þjóð- arinnar í þéttbýli og 9% í dreif- býli. FLUTNINGURINN AF LANDSBYGGÐINNI Þetta er annar þáttur þeirra breytinga sem orðið hafa á bú- setu íslendinga á þessari öld. Hinn lýtur að flutningi af landsbyggðinni og til höfuð- borgarsvæðisins. Ég rakti hér Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráherra. Við viljum byggja landið allt, sagði hann í víðkunnri ræðu. fyrr í máli mínu hvernig vöxtur útgerðar í og við Reykjavík varð til þess að fólk flutti þangað frá fyrri heimkynnum sínum. Þetta er hægt að sýna enn frekar með tölulegum rökum, sem varpa ljósi á þróunina eftir síðari heimsstyrjöld. Á árunum 1941 til 1985 tvöfaldaðist íbúafjöldi lanesins. I upphafi tímabilsins bjuggu 37 prósent þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. I fyrra var þetta hlutfall komið upp í 55 prósent. Vestfirðingum fækkaði bókstaflega á þessum tíma. Fólki fjölgaði um 3 prósent á Norðurlandi vestra en um tæp 30 prósent á Austurlandi. I öðr- um landsbyggðarkjördæmum var fjölgunin um 50 prósent. Sé litið til suðvesturhomsins kem- ur í ljós að fjölgunin hefur orðið langsamlega mest í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur. Þar fjölgaði íbúum um 64,5%. Á Suðurnesjum fjölgaði íbúum um 300 prósent en 120 prósent í Reykjavík. AÐALATRIÐIN ÁRÉTTUÐ Ég hefi nú með nokkrum orðum — og tölum — rakið í- búaþróunina á Islandi á þessari öld. Það blasir við að átt hafa sér stað gífurlegir búferlaflutn- ingar. I fyrsta lagi úr sveitum í þéttbýlið. I öðru lagi frá lands- byggð til höfuðborgarsvæðisins. I framhaldi af þessari upptaln- ingu vaknar vitaskuld ein meg- in spuming. Hún er þessi: er þessi þróun æskileg, eða rétt? Það er auðvitað deginum ljósara að hluta af búseturösk- ra breytinga á atvinnuháttum okkar. Vélvæðing og iðnþróun leiddu til þéttbýlismyndunar. Vegna landkosta Islands urðu þessir þéttbýlisstaðir óhjá- kvæmilega við sjávarsíðuna að langmestu leyti. Það er ennfremur augljóst að menn hafa í orði viðurkennt að það sé eðlilegt markmið að byggja landið. Kjarkmiklir stjórnmálamenn hafa lýst því yfir að vel megi nokkru til kosta til þess að þetta markmið náist. Jón Forseti, fyrsti togarinn sem sérstaklega var smíðaður fyrir íslendinga. Togaraöldin og vélvæðing bátanna samsvaraði iðnbyltingu Islendinga og skipti sköpum um búsetuþróun. Reykjavík um 1920. Glögglega má sjá höfnina sem þama hafði að mestu tekið á sig endanlega mynd. Góð höfn í Reykjavík en hafnleysa víða annars staðar hafði mikið að segja um byggðaþróunina.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.