Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 3

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 3
 3 ; JÓLAHUGVEKJA MATARLYST SKOTLAND ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR VIÐTALIÐ BYGGÐASTEFNA FÖNDUR SAGA OG STJÓRNMÁL JÓLASAGA Fastur liður í jólablaði Vesturlands er jólahug- vekja. Hana ritar að þessu sinni sr. Gunnar E. Hauksson nýkjörinn sóknarprestur á Þingeyri. Sjábls. 5. Matur er mannsins megin. Um það efumst við ekki. Þóra Davíðsdóttir, kokkuráHótel ísafirði, hefur komið til liðs við okkur og lesendur blaðs- ins með girnilegum uppskriftum. Sjá bls. 7. Ólafur Helgi Kjartansson bæjarfulltrúi á ísafirði greinirfráferð sem hann fór nú í sumartil Skot- lands þar sem hann kynntist því hvernig tekið er á ýmsum byggðamálum þar um slóðir. Sjábls. 8. Kristján Hólasmali heitir gömul frásögn af hreystiverkum ungs smaladrengs á hinu forna biskupssetri Hólum í Hjaltadal. Sjábls. 12og 13. Að þessu sinni er viðtalið við Hildigunni L. Högnadóttur á ísafirði, þar sem vikið er að fé- lagsmálum, stjórnmálum og stiklað á stóru í lífshlaupi hennar. Sjá bls. 16 og 17. Já byggðastefna. Hvað er nú það? Þannig er oft spurt. Einar K. Guðfinnsson leitar svara og rekur ástæður búferlaflutnings og þéttbýlis- myndunar á liðnum áratugum hér á landi. Sjábls. 18og 19. Það er ómissandi þáttur hvers jólaundirbún- ingsað fást viðföndur, þrautirog þvíumlíkt. Kolbrún Halldórsdóttir hefur undirbúið verkefni af þessu tagi. Sjá bls. 21. 30 ár eru liðin frá Súesdeilunni, sem margir telja að hafi verið þýðingarmikill atburður í nú- tímasögu okkar. Um hvað snerist hún? Hvaða afleiðingar hafði hún? Um það fjallar Einar K. Guðfinnsson í grein. Sjá bls. 23 og 24. Sigrid Undset er ein af þeim stóru í hópi nor- rænna rithöfunda. Hér í blaðinu birtum við hríf- andi jólafrásögn hennar. Sjá bls. 29 og 30. J ARÐG ANG AG E RÐ Gerð jarðganga er eitt af stóru hagsmuna- og byggðamálum Vestfirðinga. Við höfum oft litið til frænda okkar Færeyinga í því sambandi. Halldór Bernódusson oddviti á Suðureyri fór kynnisferð til Færeyja þar sem hann kynnti sér þessi mál nú í sumar. Frá þeim greinir hann í blaðinu að þessu sinni. Sjá bls. 27 og 28. Forsíðumyndin er tekin á Siifurtorgi á ísafirði nálægt 1940. Ljósmyndarinn var Haraldur Ólafsson, sem settist að á ísafirði rétt fyrir stríð og gegndi þar starfi póstfulltrúa um skeið. Stóra húsið með turnunum til vinstri á myndinni er Fell, en það brann vorið 1946. Hesturinn mun vera Brúnki gamli í Tungu með mjólkursleðann. Haraldur Ólafsson póstfulltrúi og ljosmyndari er föðurbróðir Davíðs Odds- sonar borgarstjóra. Hann tók mikið af myndum á ísafjarðarárum sínum, og eru þær margar í eign Byggðasafns Vestfjarða. Haraldur var rnikiil safnari, og á hann eitt besta minjasafn í einkaeign á íslandi, auk þess sem hann hefur gefið Byggðasafni Vestfjarða marga góða gripi. Eftir einn áratug á Isafirði fluttist Haraldur aftur til Reykjavíkur, og starfaði þar í Búnaðarbankanum í áraraðir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.